Vikan


Vikan - 29.05.1947, Blaðsíða 10

Vikan - 29.05.1947, Blaðsíða 10
10 VTKAN, nr. 22, 1947 I • HEIMILBI) • |l ■ ■ Látið börnin hjálpa til. ■ ■ ■ Matseðillinn Fiskdeig. 1 kg. fiskur (þorskur eða ýsa), salt, 25 gr. kartöflumjöl, 1 dl. rjómi, köld mjólk. Fiskurinn er hreinsaður og flakað- ur með beittum hníf. Flökin eru þurrkuð vandlega, lögð á skurðar- fjöl og roðið látið snúa niður. Flökin eru skafin með beittum hníf og salti stráð á fiskinn, hnoðaður þar til deig- ið er orðið seigt, síðan hakkað fjór- um sinnum í kjötkvöm; tvö síðustu skiptin með mjölinu. Deigið þá hrært með mjólk og rjóma, sem er bætt út í smátt og smátt. Þannig tilbúið fisk- deig má hafa í búðinga, hringmót, bollur, fisksnúða o. s. frv. Brauðbúðingur. 3 bollar malaðar brauðhleifar. 1 bolli rúsínur, 1 tesk. negul, 1 tesk. kanel, nokkrar malaðar möndlur, eitt hrært egg, 1 bolli mjólk, 1 bolli púðursykur. Brauðhleifarnar eru malaðar og lagðar í vatn, þannig að aðeins fljóti yfir. Kryddinu og öðru, sem upp er talið, er bætt út í og siðan er þetta sett í smurt fat eða leirmót og bak- að í hálfa aðra klukkustund. Borið fram með eða án sósu. TIL GAMANS Sítrónugrís. Augun eru búin til þannig, að svört- um hnöppum er borað inn í börkinn Fætumir eru úr eldspýtum og rófan og eyrun úr pappír. Girðingin er gerð úr korktöppum og svörtum tvinna. Tízkumyndir r P.öndóttiu' léreftskjóll með hvítum blúndum í hálsinn, á ermum og vös- um. Sex barna móðir ritaði dr. Myers eftirfarandi bréf: „Ég á sex böm á aldrinum tveggja til níu ára. Þar eð ég hefi enga þjón- ustustúlku hefi ég reynt að létta mér heimilisstörfin með því að láta elztu bömin hjálpa ofurlítið til, og hefir mér gengið það eftir vonum. Eldri drengimir. Elzti sonur minn er í þriðja bekk í bamaskóla, en sá næstelzti er í fyrsta. Þeir era báðir góðir og dug- legir drengir, sem hafa tamið sér góða framkomu. Áður en þeir fara i skólann á morgnana búa þeir sjálfir um rúmin sín, svo vel, að ég þarf ekki lengur að kenna þeim neitt í þvi efni, né heldur lagfæra eftir þá. Þá sjaldan þeir „gleymdu“ því, þá lét ég þá sitja í skammarkrók í stundar- f jórðung, þegar aðrir drengir vom að leik. En nú finnst þeim þetta sjálf- sjálfsagt verk, að þeir búi um sig sjálfir og em stoltir af að hafa þá yfirburði yfir yngri leiksystkini sín. Sömuleiðis klæðast þeir, þvo sér og greiða alveg af sjálfsdáðum. TJppþvottur og hreinsun. Á sumrin þegar skólatími er úti hefi ég hálfu meira gagn af bömun- Margir foreldrar vilja ætíð hafa síðasta orðið í orðasennum við börn sín, þótt það kosti leiðinlega þrætu heilt kvöld. Hugsið ykkur allar þess- ar deilur, sem gera báðum aðilum gramt í geði og leiða aðeins til sundmngar og óánægju. Við ættum að vera of stolt til að þræta við böm, hvort sem þau em 5, 10 eða 15 ára. Orðasennan hefst oft með því, að foreldrar reyna að segja bömum sín- um eitthvað af mestu sanngimi. Auð- vitað eigum við alltaf að vera sann- gjöm við bömin. En þegar skýring- um er svarað með efasemdum og þrætum gremst foreldrunum oft, og þreytandi stælur milli foreldris og barns verður oft afleiðingin. En slíkar deilur gera engum gagn, heldur ergja foreldrana og vekja óhlýðni hjá bömunum. Margir for- eldrar skapa og bömum sínum slæmt fordæmi með því að þræta oft við aðra í áheym barnsins. Ánægja af þrætum. ,,Dr. Myers, hvað veldur þrætu- gimi bama? Ég á tíu ára gamla dóttur, sem er afar þrætugjöm og hefir þegar orðið óvinsæl meðal leik- systkina sinna fyrir þrjózku og þrætugirni. Maðurinn minn er líka nokkuð þrár, er hann hefir myndað sér skoðun á einhverju máli og á bágt með að slcilja sjónarmið annarra. um. Fjögur elztu bömin hafa nú lært að þvo upp og er þá venjulega elzti sonurinn kjörinn „uppþvottarstjóri". Þau hafa yndi af að hjálpa mömmu sinni og segjast skemmta sér hálfu betur í leikjunum á eftir þegar pau hafi lokið störfum sínum heima. Stundum veiti ég þeim smá verðlaun og sælgæti í þakklætisskyni. „Uppþvottarstjórinn“ er lika nefnd- ur „hreinsunarstjón", því að nú síð- ustu tvo mánuði hafa bömin ein þvegið og hreinsað bamaherbergið svo vel, að ég þarf þar engu við að bæta. Þessi aðstoð er mér ómetanleg og til mikillar gleði. Þó er þessu alls ekki þannig varið, að ég láti börn mín vinna mikið. Bömin em fljót að þessu, því að þau em mjög samhent. Sérstaklega tveir elzta synimir, sem vinna fyllilega á við duglega þjón- ustustúlku. Yngri dóttir mín, sem er eins og hálfs árs, skoppar á eftir þeim og hermir eftir. Sonur nágranna okkar, sem er bezti vinur elzta sonar míns, hefir tekið hann til fyrirmyndar í þessu efni og veitir móður sinni mikla hjálp við heimilisstörfin. Síðan hlaupa þeir glaðir og ánægðir út í leiki.“ Ég hefi oft reynt með góðu að hafa þau ofan af rangri skoðun, en lítið hefir það stoðað. Hvað á ég að gera?“ Svar Dr. Myers: „Reynið að taka þessu með mestu rósemi og leggið enga áherzlu á að sigra í deilum ykkar. En þegar þau fara með alrangt mál, þá svarið þeim rólega og skýrt og án nokkurrar reiði. Ráðlegt er og að lofa þeim að vaða elginn og svara eklti. Enginn nennir að rifast lengi við sjálfan sig. Gætið þess að reiðast ekki, hvað sem á dynur. Bezta ráðið við því er að þegja þar til þér hafið náð fullu jafn- vægi aftur. Þrætið ekki um málefni, sem yður er óljóst eða ókunnugt um, nema geta þess þá í fyrstu. En þeg- ar þér hafið á réttu að standa, þá skýrið það i fáum orðum rólega." SKRÍTLUR. Eiginmaðurinn: „Hvernig stendur á því að rakhnífurinn er orðinn bit- laus?“ Eiginkonan: „Það skil ég ekki; hann flug-beit í morgun þegar ég skar linoleumdúkinn með honum.“ Skoti nokkur, sem átti von á vin- um sínum í heimsókn, faldi tappa- togarann sinn. Þrætugirni og deilur. Eftir Garry C. Myers. Ph. D.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.