Vikan


Vikan - 29.05.1947, Blaðsíða 12

Vikan - 29.05.1947, Blaðsíða 12
12 Ungfrú Jones var að skýra frá því, að hún og Teuber hefðu hjúlpast að við að koma líki blökku- mannsins á sjúkravagninn og síðan hefði Teuber ekið vagninum burt og síðan vissi hún ekki meira en þetta. Hún endurtók að mestu frásögn sína frá yfirheyrslunni daginn áður og spurði mjög vandræðalega, hvort hún mætti fá sér vatn að drekka. „Hvar er þessi Teuber?“ spurði Lamb. „Hér fyrir framan dyrnar,“ svaraði einn lög- reglumannanna. „Komið þá með hann hingað inn.“ „Má ungfrú Jones þá ekki fara?“ spurði dr. Kunce. „Hún er mjög þreytt og þarf að hvíla sig fyrir vaktina í nótt.“ „Jú, hún má fara,“ svaraði Lamb. „En reynið ekki að hlaupast á brott, ungfrú,“ bætti hann við. Nú kom lögreglumaðurinn inn með Jacob Teu- ber. Mér hafði aldrei virzt Teuber jafn veiklu- legur og nú, hann hóstaði og hnerraði og var svo óstyrkur, að þeir urðu að bíða nokkra stund meðan hann jafnaði sig. „Hérna," sagði dr. Kunce vingjarnlega, „fáið yður vatnssopa að drekka.“ Teuber bandaði frá sér með hendinni og fór að þurrka sér um augun og andlitið. „Nú er þetta að lagast," stamaði hann. „Þá ætla ég að leggja fyrir yður eina spurn- ingu,“ sagði Lamb fulltrúi, „og svarið nú satt og rétt: Hvers vegna létuð þér líkmennina fá líkið af Pétri Melady í stað líks blökkumanns- ins?“ Það kom nokkurt hik á Teuber, sem vonlegt var, en eftir nokkur augnablik svaraði hann stamandi: „Ég þykist skilja hvað þér eigið við, herra fulltrúi. Það er ekki talað um annað meir hér i sjúkrahúsinu. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér, en ekki komizt að neinni niðurstöðu." Hann sneri sér að dr. Kunce. „Ég fór að öllu eins og venjulegt er, dr. Kunee. Ungfrú Jones og ég •—• við hjálpuðumst að við að koma líkinu á vagninn <og ég ók vagninum síðan fram á ganginn áleiðis •að lyftunni og þá mætti ég ungfrú Keate -— já, •ég hef sagt ykkur þetta allt áður. Þar eð mér tókst ekki að opna lyftuna, sneri ég sömu leið til þaka og fór með vagninn niður í vörulyft- únni og þaðan ók ég honum, þegar niður var komið, fram í skýlið og beið þar eftir líkmönn- unum. Þeir komu eftir dálitla stund, tóku líkið 1. Steini er með vatnsbyssu, hittir mótstöðu- mann sinn og hleypir af —. 2. En svo mætir Steini draumadísinni sinni og þá breytist veður í lofti —. settu það inn í likvagninn og óku burt.“ Hann yppti öxlum. „Þetta er allt og sumt, sem ég hef um þetta að segja." „Nei, heyrið þér nú Teuber!" gall Lamb full- trúi við. „Þér eruð að ljúga. Hættið þessu og segið sannleikann." „Þetta er sannleikurinn," svaraði Teuber. „Ég get svarið, að það var lik blökkumannsins, sem þeir tóku og óku burt með.“ „Dettur yður í hug að við trúum því, að lík- mennimir hafi tekið lík blökkumannsins hér í sjúkrahúsinu og svo hafi verið skipt á líki hans og líki Péturs Melady á leiðinni ? Nei, Teuber, við trúum þessu ekki. Líkmennimir sverja og sárt við leggja, að þeir hafi hvergi numið staðar á leiðinni. Hvað segið þér um þetta?“ „Ég — ég veit ekki,“ stamaði Teuber og skim- aði í allar áttir. Síðan leit hann niður fyrir fætur sér og bætti við: „Ég fór með líkið af blökku- manninum niður í skýlið og líkmennirnir komu þangað og tóku við því. Þetta er sannleikurinn -— og það fær enginn maður mig til að segja annað.“ „Nei, þetta er ekki sannleikurinn í málinu," sagði Lamb vingjarnlegar en áður. „Þér skuluð játa, að þér hafið skipt um lík og segið okkur svo, hvers vegna þér gerðuð það.“ „Ég hef þegar sagt ykkur allt, sem ég veit um þetta og hef engu við að bæta.“ Dr. Kunce sneri sér nú að Teuber og sagði: „Þér vitið, hvernig í málinu liggur, Teúber. Þér eruð eini maðurinn, sem hefði getað skipt um líkin. Guð má vita, hvers vegna þér gerðuð þetta, en þér hljótið að hafa gert það.“ Teuber hristi aðeins höfuðið. „Jæja, við skulum þá fara yfir þetta allt aft- ur,“ sagði Lamb þreytulega. „Eftir því, sem fram hefir komið, var yður, herra Teuber, falið að fara með þennan dauða blökkumann á sjúkravagni niður í kjallara og fram í skýlið, en þar áttu líkmennirnir að taka við honum og fara burt með hann i likbílnum. Er þetta ekki rétt?“ „Jú," svaraði Teuber. „Hvað leið langur tími þangað til þeir komu?“ „Ég get ekki sagt það nákvæmlega. Þeim hafði verið tilkynnt strax og ég býst við, að það hafi liðið svona 10 mínútur frá þvi ég kom niður og þar til þeir komu með bílinn. Ég hafði ekki úr og get því ekki sagt þetta með nokkurri vissu." „Hvenær fréttuð þér um morðið?" „Rétt eftir að bíllinn var farinn burt með líkið. 3. Steini fer ofan í töskuna —. 4. — og tekur upp ilmvatnssprautu! VIKAN, nr. 22, 1947 Ég var á leiðinni inn í herbergi mitt í vestur- álmu kjallarans, þegar ég mætti einum starfs- manninum, sem sagði mér frá morðinu. Það er að segja, hann sagði mér ekki að um morð væri að ræða, sagði aðeins, að dr. Harrigan hefði fundizt dáinn og dr. Kunce hefði hringt eftir lögreglunni. Þess vegna héldum við að um morð væri að ræða.“ „Eruð þér vissir um, að þér hafið lokað útidyr- unum að skýlinu, þegar líkmennimir voru fam- ir ?“ „Já, já —það er ég.“ „Mættuð þér nokkrum í skýlinu eða þar í nánd ?“ „Nei, engum." „Heyrðuð þér nokkuð óvenjulegt?" „Nei, ekkert." Lamb fulltrúi sneri sér nú að mér og spurði: „Var klukkan ekki tvær mínútur yfir hálf eitt, þegar þér hringduð á dr. Kunce um nóttina?" „Svo segir skrifstofustúlkan," svaraði ég. „En þér sjálfar?" „Ég býst við að það sé rétt hjá henni. Ég leit ekki á úrið, eins og þér getið skilið." „En þér dr. Kunce, hvað tók það yður langan tíma að komast upp og hringja á lögregluna?" „Það heftir tekið mig á að gizka þrjátíu mínútur að komast upp á þriðju hæðina eftir að ég fékk skilaboðin frá ungfrú Keate. Síðan leit ég sem snöggvast inn í lyftuna, en gaf skrifstofustúlk- unni síðan fyrirskipanir um að hringja í lögregl- una og meðlimi sjúkrahússnefndarinnar." „1 bókum lögreglunnar er sagt, að hringt hafi verið úr sjúkrahúsinu klukkan 40 mínútur yfir 12,“ sagði Lamb fulltrúi. „Vomð þér farnir úr skýlinu þá, Teuber?" „Ég býst við þvi,“ svaraði Teuber dræmt. „Þegar við komum hýigað, hefir klukkan ver- ið 45 mínútur yfir 12,“ hélt Lamb áfram. „Þá rannsökuðum við allt húsið og urðum þess ekki varir að neinstaðar væri opin hurð eða opnir gluggar, sem morðinginn hefði getað komizt út um. Þá hefir verið búið að skipta um líkin. Hvað skilduð þér líkið lengi eftir eitt í sjúkraskýlinu, Teuber?“ „Ég — lengi?" stamaði Teuber. „Ég fór alls ekkert frá því.“ Hann byrjaði að hósta ákaflega. Þetta var að vísu ekki uppgerðar hóstakast, en mér fannst samt enginn vafi á því, að Teuber segði ekki satt. „Heyrið þér nú, ungi maður," sagði ég skyndi- lega, „nú eruð þér ekki að segja satt. Og ef þér eruð ekki hreinn fábjáni, þá hljótið þér að geta séð, að málstaður yðar verður betri, ef þér hafiö í raun og veru gengið burt frá líkinu í skýlinu dálitla stund, á meðan þér voruð að bíða eftir bílnum. Ég vildi þvi mega ráðleggja yður að segja satt. Dr. Kunce mun ekki segja yður upp fyrir þvi. Hafið mín orð fyrir því, að þetta skaðar yður ekki.“ En Tueber hélt samt sem áður fast við fyrri frásögn sína. Eftir nokkurt þref vom þeir neydd- ir til að láta hann fara, án þess að hafa fengið nokkuð meira upp úr honum. „Það þýðir ekki fyrir yður að reyna að komast burt úr húsinu, Teuber," sagði Lamb fulltrúi um leið og Jacob Teuber gekk út. Nú tóku þeir til að spyrja mig fram og aftur um það, sem ég vissi um málið. Ég hafði sagt þeim þetta allt áður og vissi ekki, hvert þeir voru að fara fyrr en eftir talsverðan tíma. En þegar ég skildi loksins meininguna með þessu, þá varð það mér ekki til neinnar huggunar. Var það ekki ég, sem hafði verið á sífelldum hlaupum milli þriðju og fjórðu hæðar? Var það ekki ég, sem hafði verið að hringja á lyftuna og að lokum rekist á lík dr. Harrigans í henni? Og ég var einkahjúkrunarkona Péturs Melady. Mér virtist Lamb fulltrúi halda, af einhverri ástæðu, sem mér var ókunnug, að ég hefði haft einhverja hvöt til að skipta á líki Péturs Melady og blökku- mannsins. „Genguð þér ekki að sjúkravagninum og lituð á líkið af blökkumanninum?" spurði Lamb. MAGGI OG RAGGI. 'Teikning eftir Wally Bishop.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.