Vikan


Vikan - 10.07.1947, Blaðsíða 2

Vikan - 10.07.1947, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 28, 1947 POSTURINN. Kæra Vika! Gætirðu ekki birt kvæði, sem mun heita ViS fossinn. Ein visan í kvæðinu mun vera svona: „Ó, Sigrún, Sigrún, hvers vegna ertu hér? Þú hefur fals og vélráð bruggað mér. Þú blygðast ei að byrla hinstu stund banvænt eitur mína hryggu lund.“ Þetta var einu sinni gamall hús- gangur, sennilega helzt vestanlands, og hefi ég heyrt það eignað Hinrik Þorlákssyni, sem nú býr á Flateyri. Viltu gera svo vel að verða við þessari bón sem allra fyrst. Það gæti „fírað" upp í gömlum glæðum hjá mörgum þeim eldri. Með fyrirfram þakklæti. Ekki-alveg-dauður. Svar: Við höfum ekki handbært þetta kvæði, en birtum bréfið í þeirri von, að einhver lesandi geti hjálpað upp á sakimar — ef til vill Hinrik Þorláksson, ef hann er höfundur þess. Kæra Vika! Mig langar til að læra hjúkrun. Hvað er það langt nám? Og hvað langur tími verklegur og hvað langur Tækifærisgjafir bóklegur? Hver eru kjör nemanna og hvaða kröfur eru gerðar til vænt- anlegra nema? Er tekið á móti nem- um hvenær sem er? Kær kveðja. — Karen. Svar: Námstíminn er 3 ár og 2 mánuðir. Þessir tveir mánuðir eru forskóli, sem nemamir sækja áður en hið eiginlega hjúkrunarnám hefst. Verklegt nám er 8 stundir á dag, en bóknám 3 til 4 sinnum í viku að vetr- inum, einkum á fyrsta og þriðja námsári. Umsækjandi þarf að hafa lokið gagnfræðaprófi eða hafa aðra hliðstæða menntun. Tekið er á móti nemendum tvisvar á ári, 1. marz og 1. ágúst, og hefst þá forskólinn, þannig að hið raunverulega nám hefst 1. maí og 1. október ár hvert. Umsóknir eiga að sendast til for- stöðukonu Landspítalans og þurfa helzt að koma mánuði áður en for- skóli hefst. Gottsveinn Oddsson ársmiður. - Laugavegi 10. (Gengið inn frá Bergstaðastr.) ÞEAUT 4 9, 3, 2 4 K, 6 4 D, 8, 6, 4, 2 4 Á, 6, 2 4 4 4 G, 9, 7, 4 4 Á, K, G, 9, 5 4» K, G, 5 4 7, 6 4 D, 8, 3, 2 4 10, 7, 3 4 1°. 9- 8- 4 4 Á, K, D, G, 10, 8, 5 4 Á, 10, 5 ♦ - 4 D. 7, 3 Suður spilar 6 spaða. Vestur spilar út tígulkóng. 1 fljótu bragði virðast vera 2 tap- ekki nema sum efni, sem þola það. Það er því ekki annað ráð en að prófa sig áfram á ónýtum dulum, og sjá hvort þær þola acetone. Kæra Vika! Getur þú sagt mér, hvað menn eru lengi að læra á píanó, og hvað píanó kosta í Reykjavík. Er píanókonsert nr. 1, eftir Tschaikowsky til á nótum í Reykjavík. Eg var svo hrifinn af koncertinum, þegar hann var leikinn í myndinni „Óður Rússlands“. Með fyrirfram þökk fyrir svarið, sem vonandi birtist í næsta blaði. Sonur dalanna. Svar: Það fer eftir hæfileikum, en mest eftir iðni. Á einum vetri tekst mörgum að verða „stautandi“ — spila létt lög. Ný píanó eru næstum ófáanleg, og verð á gömlum píánó- um mjög misjafnt, frá 3—6 þús. kr. Við teljum vist, að konsertinn muni fást í hljóðfæraverzlunum. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilisfangi kostar 5 krónur. (Þær beiðnir um bréfasamband, sem sendar voru til okkar áður en ákveðið var að taka greiðslu fyrir að birta þau þarf auðvitað ekki að borga). Hér fara á eftir nöfn þeirra, sem óska að komast í bréfasamband: Ragnar Ólafsson (18—19 ára), Selár- dal, pr. Bíldudal. Auður Ólafsdóttir (15—16 ára), Sel- árdal, pr. Bíldudal. Lilja Þorbjamardóttir (15—17 ára), Mel, Þykkvabæ, Rangárvallasýslu. Bjarghildur Gunnarsdóttir (14—16 ára), Stykkishólmi. Kristrún Ásbjörg Ingólfsdóttir (14— 16 ára), Stykkishólmi. Ingibjörg Gunnarsdóttir (10—12 ára), Stykkishólmi. Kæra Vika min! Mig langar til að spyrja þig, hvemig maður getur náð naglalakki úr hvítu handklæði án þess að skemma það. Vonast eftir svari. Sigga. Svar: Við þekkjum ekki annað efni en acetone, en gallinn er, að það em Rikismannsdóttirin: Já, ég veit, að nafnið hans pabba er skrítið, en það er gott undir ávísanir! slagir x laufi og sögnin því óvinnandi, en við nánari athugun og aðgæzlu er þó hægt að vinna spilið. Lausn í næsta blaði. Iðgjaldabreyting. Ákveðin hefir verið breyting á iðgjöldum til Sjúkrasamlags Reykjavíkur sem hér segir: Iðgjöldin hækka sem svarar 10 kr. á samlags- númer samtals fyrir 6 síðustu mánuði ársins. Verður iðgjaldið fyrir síðara missirið því 100 kr., nema meiri háttar verðlagsbreytingar síðar á ár- inu geri frekari hækkun nauðsynlega. Gjalddagar breytast, þannig að iðgjöldin eiga að greiðast á f jórum mánuðum í stað sex mán- aða, í gjalddögum 1. júlí, 1. ágúst, 1. sept. og 1. okt., með kr. 25,00 á hverjum gjalddaga. Þeir, sem greitt hafa iðgjöld fyrirfram, þurfa að greiða viðbót, sem svarar hækkuninni. Sérstök ástæða er til að brýna fyrir mönnum að hafa samlagsrétindi sín í lagi, þar sem van- skil við samlagið á þessu ári valda missi rétt- inda til sjúkrahjálpar hjá almannatryggingim- um á næsta; ári. Sjúkrasamlag Reykjavikur

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.