Vikan


Vikan - 10.07.1947, Blaðsíða 3

Vikan - 10.07.1947, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 28, 1947 3 vatn“. Það er eitt af þrem nærri samliggjandi vötnum. Hin heita Loch Katrine og Loch Achray. Vegurinn á myndinni liggur meðfram öllum þessum vötnum. 1 norðri (sést ekki á myndinni) gnæfir fjallið Ben Ledi, „Fjall guðs“, sem svo heitir, af því að þar héldu Drúidaprestar trúarhátíð- ir í heiðnum sið 1. maí ár hvert. Þessi vegur liggur um þröngan dal í Trossachshéraði og vex laufskrúðugt og hávaxið silfurbirki á báða bóga. Á þessum slóðum hafðist þjóðsagna- hetjan Rob Roy við. Walter Scott hefir gert um hann skáldsögu. Hann var sekur skógarmaður, sem rændi nautpeningi frá stórbændum og aðals- mönnum og gaf fátækum. Skozku Hálöndin. Skozku Hálöndin eru orðlögð fyrir feg- urð. Þar skiptast á f jöll og dalir, vötn og skógar. Þau minna að mörgu leyti á ís- lenzkt fjallalandslag, en skógurinn ljær þeim mildari svip. Margar þjóðsögur eru tengdar við Hálöndin og er kunnust sagan af Rob Roy, sem Walter Scott hefir gert um samnefnda skáldsögu. Rob Roy svipar að mörgu leyti til Hróa hattar. Hann var uppi fyrir tvö hundruð og fimmtíu árum, og var dæmdur sekur skógarmaður og út- lagi. Upp frá því tök hann að ræna naut- peningi frá stórbændum og aðalsmönnum og gefa hann fátæklingum, og varð hann af því mjög ástsæll af alþýðu manna. Skotar af keltneskum uppruna búa í Há- löndunum og tala þeir keltneska tungu. Þeir eiga sérkennilega þjóðmenningu og þjóðsiði. Þjóðbúning þeirra — skozku pils- in — kannast allir við, og hina sérkenni- legu sekkjapíputónlist þeirra. Mikill ferðamannastraumur er til Hálandanna á sumrin. 6. Roy á Þjósta líf sitt að launa. En hver hafði fellt tréð? Roy stekkur af baki og hleyp- ur að rótarstubbnum, sem eftir stendur. Þar er enginn, en skammt frá kemur hann auga á klunnalegan mann, sem er að klifra um borð í eintrjáning. Það er Jói rauði að leggja á flótta eftir að misheppnast hefir tilraun hans til að hefna sín á Roy! 7. Roy skýtur ekki á hann. Ef hann á að fá botn í hin dullarfullu slys, verður hann að ná Jóa lifandi. En hvernig getur hann náð honum, hann er þegar kominn nokkra faðma frá bakk- annm. Þarna er enginn annar eintrjáningur, en þá kemur hann auga á fljótandi trjábol, og við það dettur honum snjallræði í hug. 8. Hann ætlar að stökkva stangarstökk út i bátinn! Það er enginn barnaleikur, en Roy gefur sér ekki tima til umhugsunar. Hann grípur hak- ann, tekur tilhlaup, og þegar hann kemur að bakkanum, stingur hann hakaoddinum í trjábol- inn og sveiflar sér á loft af ægilegum krafti. 9. Þegar hann er kominn hátt i loft, sleppir hann hakanum og lætur sig svifa út yfir ein- trjáninginn og kemur niður klofvega á bakið á Jóa! En báturinn þolir ekki þessi átök og hon- um hvolfir, og þeir steypast báðir í ána. Jói sýp- ur vatn og æpir I ofboðslegri hræðslu: „Hjálp, hjálp! Ég er að drukkna!" 10. Roy hefir sina aðferð við að hjálpa hon- um. Hann slær hann, svo að hann missir meðvit- und. Það er eina ráðið, annars á hann á hættu, að Jói færi þá báða í kaf. Að svo búnu tekur Roy hann björgunartökum, syndir með hann að landi og dregur hann meðvitundarlausan upp á bakkann. 11. Þegar Roy er kominn með Jóa upp að timburverksmiðjunni, raknar hann við og játar allt. Hann hafði valdið ,,slysunum“. Keppinautar timburverksmiðjunnar höfðu keypt hann til þess- ara Öþokkaverka. „Mér þykir líklegt, að lögregl- an vilji fá að vita um þetta,“ segir Roy. „Og ég vona að ekki verði fleiri ,,slys“ í verksmiðjunni."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.