Vikan


Vikan - 10.07.1947, Síða 4

Vikan - 10.07.1947, Síða 4
4 YIKAJSÍ, nr. 28, 1947 TVEIR SYIMDARAR Smásaga eftir Dahlia Gordon eorge Merivale kom gangandi út ■ úr ^ Waterloojárnbrautarstöðinni. Hann var afar leiður yfir því, að konan hans skyldi vera að fara í ferðalag, en var jafn- framt ánægður yfir hryggð sinni, sem hon- um fannst bera vott um, að hann væri fyr- irmyndar eiginmaður, því hversu fáir eig- inmenn vorra daga láta sig slíkt nokkru skipta. George hafði verið giftur í liðugt ár. Konan hans hafði farið í heimsókn til fjölskyldu sinnar er bjó í Cowes, en hann gat fyrst farið eftir 10 daga, og eins og nú stóðu sakir fannst honum 10 dagar vera heil eilífð. Til allrar hamingju hafði hann nóg að gera í skrifstofunni, og á kvöldin gat hann spilað bridge í klúbbnum og glatt sig við þá tilhugsun, að næsta morgun mundi hann fá bréf frá Betty. Hversu aumkunarverðir heimskingjar voni þeir menn, er dæmdu hjónabandið eftir áliti kaldhæðinna manna. Auðvitað var ekki hægt að neita því, að það voru til hjón, sem tóku fram hjá hvort öðru svo um munaði, en slíkt mundu Betty og hann aldrei gera. — þau mundu verða hvort öðru trú og trygg. 1 þessu rakst haxm á Cynthia Stanton. Cynthia hafði alla þá eiginleika til að bera, sem geta fengið menn til að gleyma. Fögru, brúnu augun hennar lýstu innilegri gleði yfir að sjá George. George Merivale! Ég held, að tvö ár séu liðin síðan ég sá þig.“ Hann þrýsti hjartanlega hönd hennar. Cynthia, en hvað það er gaman að sjá þig! Já, síðast þegar við hittumst var í veizlunni hjá Roddy Mathers." „Veslings Roddy! Hann hefir eyðilagt lífið fyrir sér,“ andvarpaði George.“ „Já, þannig fer það, þegar ástin deyr,“ svaraði hún og yppti öxlum um leið. „En ert þú ekki búinn að gifta þig?“ Hann kinkaði kolli brosandi. „Jú, og ég er hamingjusamasti maðurinn í veröld- inni.“ Cynthia Stanton virti hann hugsandi fyrir sér, því það mun alltaf vera annarri stúlku hulin ráðgáta, hvernig hin fer að til þess að ná svo góðum árangri. „Það er yndislegt að heyra það. Ætli að ég þekki ekki konuna þína?“ „Það held ég ekki. Hún hét Betty Fraser og er frá Cowes. Ég var að fylgja henni á jámbrautarstöðina." Augu Cynthiu voru full hluttekningar. „Þá ertu einn þíns liðs, veslings drengur- inn!“ „Já, aleinn í 10 daga. Það er hræðilega langur tími, en þegar hún kemur heim, þá verður þú að heimsækja okkur — hún er yndislegasta konan, sem til er.“ „Hún er að minnsta kosti sú hamingju- samasta.“ George brosti upp með sér af lofsyrðinu, er fólst í orðum hennar. „Það var fallega sagt, en hvert ert þú að fara?“ spurði hann. „Ég ætla að borða miðdegisverð með nokkrum kunningjum á Savoy.“ „Má ég ekki aka þér þangað í bílnum mínum, ég fer hvort sem er sömu leið.“ „Jú, þakka þér fyrir. Það væri fyrirtak," svaraði hún. Þegar Cynthia fór út úr bílnum við Savoy, hafði hann boðið henni upp á mið- degisverð og í leikhúsið næsta kvöld. Andvarpandi hafði hún sagt við hann, að enginn skildi eins vel og hún, hvemig það væri að vera einmana. Og George, sem í einfeldni sinni vissi ekki að einveran getur verið rót til ills, varð þakklátur yfir samúðinni, er hlýjaði honum um hjartarætumar. Cynthia var vel gefin, hnittin í orði, og kunni líka vel að meta slíkt hjá öðrum. Þau áttu marga sameiginlega kunningja, svo þau höfðu margt til að tala um og margs að minnast. Ennfremur minntist George á Betty, og sagði að hún mundi verða Cynthiu mjög þakklát fyrir, að hafa aumkvazt yfir hann. „Þú heldur þá, að hún hafi ekkert á móti því?“ spurði Cjmthía. „Nei, alls ekki. Betty mun vel skilja það,“ svaraði hann með sannfæringu. / ^niinnHHiiimutMiuimmHiiiiHiHiMMMHHiniuiuMHiiiiNiiiMiMNiinmiMiii^ I VEIZTU —? | 1. Hvar er Sfinxinn frægi og hvenœr rar hann búinn tiIT : í. Hvenær dó danski náttúrufreeðingur- inn H. C. örstedT \ S. Hvenær kom út fyrsta útgáfa af Njólu Bjöms Gunnlaugssonar T [ 4. Hvenær rar gríska ákáldið Hómer I uppi ? jj 5. Hvenær kom Kristján 8. til ríkis i Danmörku T = 6. Hvenær var Leo Xlll. uppi og hvenær varð hann páfiT 1 1. Hver var G. V. SehiapareHi og hvenær var hann uppi? | 8. Hve margir ferkílómetrar er Afríka? | 9. Hvaðan er þetta: Hverr es karl karla, es kallar of váginn? i 10. Hvað er fjallið Fusijama hátt og í hvaða heimsálfu er þaðT Sjá svör á bls. 14. ■*imMMiiiiiii»rM»r»mii»miiiiiiiiiti»i*iniiiiaiiif«titiiiMiriiiiviiMiS(||MIIIM(l(l(l Kvöldið leið fljótt, og þegar George fór heim dáðist hann að viðmóti Cynthiu. Honum fannst hún vera ágætur félagi, og þótti vænt um að hún hafði samþykkt að hitta hann aftur. Kvöldið áður en George Merivale fór til Cowes, voru þau í boði hjá Roddy Mathers. 1 veizlunni var allskonar vín ríkulega veitt, og voru flestir meira og minna undir áhrifum víns. Þar töluðu allir hver í kapp við annan svo engum leiddist. George var í ágætis skapi. Hann dansaði næstum því eingöngu við Cynthiu. „Þú ert fegursta stúlkan, sem ég hefi séð,“ sagði hann og þrýsti hönd hennar. „Og þú ert ... Nei, ég segi það ekki, því þá verðurðu bara svo montinn,“ sagði hún brosandi. Hann horfði hvað eftir annað á freist- andi fagrar, rauðar varir hennar. I bílnum á heimleiðinni sagði hann við hana. „En hvað þú hefir fallegt bros!“ „Njóttu þess þá í kvöld, því að á morgun. brosi ég ekki.“ „Hvers vegna ekki á morgun?“ Hún svaraði ekki. Hann lagði hönd sína yfir hennar. „Cynthia, segðu mér hvers vegna?“ „Vegna þess — vegna þess, að þá ferð þú í burtu.“ „Ó, áttirðu við það?“ „Já, þegar við sjáumst seinna mun allt viðhorf vera breytt.“ „Auðvitað munum við sjást seinna og allt mun vera eins og nú. Heldurðu, að ég sé svo vanþakklátur að ég gleymi strax hinum skemmtilegu stimdum, sem við höf- um átt saman.“ Hún yppti öxlum. „Ég er þér einskis virði, George.“ „Það veizt þú ekkert um, Cynthia . . . Cynthia — mér finnst þú vera dásamleg.“ „Vegna þess, að ég hefi stytt þér stund- ir,“ sagði hún beisklega. „Nei, ekki þess vegna. Cynthia . . . veiztu að mig hefir langað til að kyssa þig í allt kvöld.“ Hún sneri sér að honum og andvarpaði um leið og hún vafði handleggjunum um háls hans. „Ó, George. 1 heila viku hefi ég einungis þráð að heyra þig segja þetta,“ hvíslaði hún. Þegar George vaknaði næsta morgun var honum órótt innanbrjósts. Það, sem honum fyrir 8 stundum hafði fundizt smá- munir einir, lá nú eins og þungt farg á sálu hans. Þannig komu aðeins þorparar fram. George fór samstundis til gimsteinasal- ans Tiffanys og bað um að fá að sjá nýj- ustu skartgripina. Hann skoðaði smaragða, perlur og demanta. Að lokum valdi hann hjartalagaðan, blóðrauðan rúbín, sem hékk í gullfesti. Betty tók á móti honum í Cowes, og þau fóru svo til Brewster-Worthings. Hann tal-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.