Vikan


Vikan - 10.07.1947, Blaðsíða 6

Vikan - 10.07.1947, Blaðsíða 6
VIKAN, nr. 28, 1947 Linda, en ég held að þér skiljið mig. Þér vitið vel, hvað þér gerðuð í dag, og hvers vegna þér gerðuð það. Þetta má ekki koma fyrir aftur." „Ég held að þér séuð bara brjálaðar!" „Það haldið þér svo oft, Sybil, en þó kemur alltaf að því fyrr eða siðar að þér verðið að játa að ég haföi á réttu að standa. Ég er eldri en þér —" „Er það satt! Það hefði ég ekki getað hugsað mér!" „Og ég er reyndari," hélt Linda áfram. „Ég vil að þér lofið mér því að skipta 'yður ekkert af Hussein El Bedawi — ekki á nokkurn hátt. Láta sem þér sjáið hann ekki." „Hvernig get ég gert það. Majórinn býður honum alltaf hingað." „Þegar hann er hérna, verðið þér auðvitað að vera kurteis. Þér vitið ósköp vel við hvað ég á. Eg vil helzt ekki þurfa að tala um þetta við Kaye majór —" „Þér ráðið því, hvort þér farið að lepja þetta í majórinn! Þér getið bara ekkert sagt. Þér'getið ekki ásakað mig fyrir neitt — ég hefi ekkert gert. Þetta er aðeins hinn saurugi hugsunarhátt- ur yðar. Kannske eruð þér afbrýðisamar, af því að Hussein litur ekki við yður. Ég hélt raun- ar að yður væri nóg að krækja í einn aðdáenda minna. En mér er alveg sama — ef þér viljið fá Hussein, takið hann þá. En reynið ekki að segja fjárráðamanni mínum heimskulegar sögur, sem þér spinnið upp." „Ég ætla ekki að fara til majórsins, Sybil, nema þið Hussein neyðið mig til þess," sagði Linda náföl í framan. „Þér eruð — skepna!" Sybil var með grátstaf- inn í kverkunum, en hún vissi að hún hafði beðið ósigur. „Þá það! Þér þurfið ekki að ómaka yður neitt, ungfrú Summers, þetta er allt heimskuleg ímyndun." „Það vona ég," sagði Linda glaðlega, „ekkert myndi gleðja mig meira. Jæja, farið nú að þvo yður, Sybil, — við förum að borða eftir tíu mín- útur." Sybil stappaði niður fótunum. Andlit hennar var geiflað og augun hörkuleg. „Ég hata yður, forvitna, teprulega kerling!" Þá varð henni htið á sjálfa sig í speglinum og flýtti 'sér að breyta um svip — brosti skyndilega. Linda gekk eftir ganginum að herbergi mág- konu sinnar. Hún heyrði hávært skvamp í majórn- um inni í baðherberginu. Michael var þegar far- inn niður. „Komdu inn, Linda," sagði Alberta. „Ég er alveg tilbúin — en drottinn minn — hvað er að sjá þig?" Linda kom inn og lokaði hurðinni á eftir sér. „Þú ert náföl," sagði Alberta, „það er eins og það ætli að líða yfir þig." „Ó, við vorum lítilsháttar að rífast, við Sybil," sagði Linda. Hún var ekki ennþá búin að ná sér eftir að Sybil fór að dylgja um Tony Severing, en hún hafði talið þann kost vænstan, að láta það sem vind um eyrun þjóta. „Þá er ekki að furða þótt þú sért föl," sagði Alberta beisklega. „Þessi stelpuskratti er óþol- andi! Fegin er ég að losna héðan í næstu viku! Ég gæti ekki þolað hana lengur." „Þú hefir staðið þig vel," sagði Linda. „Hún hefir verið ósvífin og ókurteis við þig oftar en einu sinni — ég hefi séð það, Alberta, en ég taldi það hyggilegra að segja ekki neitt. Húh er vara- söm. Skammir gera bara illt verra — hún espast þá um allan helming." „Ekki vil ég verða þess valdandi að hún versni frá þvi sem nú er," svaraði Alberta og kipraði saman varirnar. „Auðvitað hefi ée setið á mér — sem gestur majórsins varð ég að gera það — stelpuskömmin er skjólstæðingur hans. Hann tekur ekki eftir neinu — þannig eru karlmenn- irnir ætíð — og hvað Michael viðvíkur —" „Hann skoðar hana sem kenjóttan stelpu- krakka," flýtti Linda sér að segja. '„36., ég veit það. En hún er ekki lengur neitt barn — þetta óhræsi. Mér geðjast ekki að þvL" Það sama gat Linda sagt, enda þótt hún vissi að bróðir hennar tók þetta daður stelpunnar sem barnalegt gaman. En Albertu leiddist það og það vissi Sybil. Linda var alveg að missa þolinmæð- ina. Hún hafði reynt að tala við Sybil, en stelpan hafði verið þrjózk og í það skipti hafði hún sleg- ið Lindu út af laginu. „Mér geðjast vel að honum — og honum að mér. Hann getur næstum því verið faðir minn, hann er það eldri en ég — ég skil bara ekki hvað þér ímyndið yður, ungfrú Summers. Kona bróður yðar hefir gætur á honum eins og fanga ¦— hann fær aldrei að umgangast fólk, sem er yngra en fimmtugt. Þetta er í fyrsta sinn sem hann fær um frjálst höfuð að strjúka. Getið þér ásakað hann fyrir það, þótt hann hafi ánægju af að vera í f élagsskap ungs f ólks ? Það má ásaka hana fyr- ir að vera svona afbrýðisöm." Það fólst sannleikur í þessu, Linda varð að játa það. Hún sagði ekkert fleira — það var ekki til neins. Og ekki gat hún hótað því að fara til majórsins — hún hafði ekkert tilefni til þess. „Michael tekur þetta ekki alvarlega," sagði hún svo, „en ef hann vissi að þér væri illa við þetta, Alberta, eða ef ég segði eitthvað við hann." „Það gæti orðið örlagaríkt," sagði mágkona hennar. „Hann fengi ótal grillur í höfuðið við það." „Það getur vel verið að þú hafir rétt fyrir þér," tók Linda til máls. „Áreiðanlega! Forboðnir ávextir," svaraði Alberta af sannfæringu. Linda varð hálf skefld. Alberta hafði á réttu að standa. Að minnast á þetta við Michael hefði tvennt í för með sér — að verða sakaður um kvenlega illkvittni og vekja hjá Michael aðrar tilfinningar gagnvart ungu stúlkunni. Hann færi að sjá hana í öðru ljósi — forboðnir ávextir — það var rétta orðið yfir það. Alberta hafði hitt naglann á höfuðið eins og fyrri daginn. Seinni partinn á sunnudaginn hélt Kaye majór kokteil-boð til heiðurs gestum sínum, sem voru að fara. Fjöldi manns var boðinn frá Abbou- Abbas. Eve og sá hópur, sem fylgdi henni, var þar á meðal og fru Sanders, en hún hafði tekið miklu ástfóstri við Lindu. Linda sat við hliðina á mágkonu sinni og eldri frúnum — en Eve, Sybil Blessað barnidl Teikning eftir George McManus. —VI JfffflB— ' ' jk ¦^yL-. ....i o,J—- fjf fW&q&gjm ~i iim^ Mamman: Gáðu að þér, góði! Passaðu að hann detti ekki af bakil Mamman: Elsku litli kúturinn okkar! LilU: Da-da. Pabbinn: Þarna kemur leiðindaskjóðan hann Lárus! Pabbinn: Pabbakútur kann líklega að ríða á hesti! Við kærum okkur ekki um að fá hann hingað til að ónáða okkur. Mamman: Hvað ætlarðu að gera? Hann er Lárus: Sæll vertu! Ég átti leið hérna fram- Larus: Engin hætta! Krakkarnir mínir eru ný- við útidyrnar. hjá, og mér datt í hug að líta inn. búnir að hafa hana, og ég fékk hana ekki. Pabbinn: Eg hefi rað undir rifi hverju. Pabbinn: Heyrðu, ég held þú ættir ekki að . gera það. Lilli er með hettusóttina. Þú gætir smitast.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.