Vikan


Vikan - 10.07.1947, Page 11

Vikan - 10.07.1947, Page 11
VTKAN, nr. 28, 1947 11 Mignon G. Eberhart: 22 Framhaldssaga. SAKAMALASAGA sem tilgangurinn yðar kann að hafa verið með því að byrla dr. Harrigan þetta slæpan-lyf, þá er það eitt víst, að morðið hefði ekki verið fram- ið, ef þér hefðuð ekki gert þetta.“ Ég bjóst við, að Lance O’Leary mundi leggja fleiri spurningar fyrir Dione Melady, en svo var ekki. f>að hefir ef til vill verið vegna þess, að Dione brá mjög við síðustu orð hans og hann því ekki treyst henni til að svara fleiri spurning- um að sinni svo mikið er víst, að hann kvaddi Dione í skyndi og við fórum fram í ganginn. „Jæja, ertu nú ekki fegin, að Nancy skyldi ekki hafa hlýtt frú Melady? Hún verður þá ekki ásökuð um þetta.“ „Jú,“ svaraði ég, „en þetta gefur enga skýr- ingu á því, hvers vegna hún faldi kínverska tóbaksskrínið í herbergi sínu.“ „Nei, en við munum brátt fá skýringu á því líka,“ svaraði Lance O’Leary og brosti. „Er þetta ekki stofan hennar frú Harrigan?,“ spurði hann svo og benti á dymar á herbergi hennar. „Og stofan á móti — það er stofan hennar ungfrú Ash, eða réttara sagt, sjúklingsins hennar, og herbergin þeirra Péturs og Dione Melady eru and- spænis hvort öðru í ganginu. Er þetta ekki rétt hjá mér? Nú, jæja. Þá ætla ég að biðja þig að sýna mér fjórðu hæðina, skurðstofuna og það allt. Svo verður þú að ná í einkasafnið þitt, hárið, tyggigúmið og hvað það nú er fleira og sýna mér það. Já, það er ekki ónýtt að eiga svona ungfrú að eins og þig, Sarah. Það gerir aðstöðu mina ólíkt betri við rannsókn þessa máls. Mér liggur við að segja, að þetta sé ekki fullkomlega heiðarlegt gagnvart Lamb fulltrúa." „En ég reyndi að skýra honum frá þessu“ svaraði ég vandræðalega. „en hann sagðist að- eins vilja hlusta á staðreyndir." „Hann hefir ekki vitað — eins og ég — hve slyng þú ert í þessum efnum,“ hvíslaði O’Leary og hljóp léttilega upp stigann. Lance O’Leary rannsakaði skurðstofuna gaum- gæfilega. Hann spurði mig, hvar ég hefði fundið korkþynnuna, hvað ég hefði beðið lengi eftir að lyftan kæmi upp, þegar ég hringdi á hana síðast, hvort ég héldi að lyftuklefinn hefði verið á þriðju hæð, eða jafnvel annarri hæð eða fyrstu. Var ljósið fyrir framan lyftudyrnar skærara á þriðju hæð en þeirri fjórðu — og var það þess vegna að ég sá lík dr. Harrigans strax og ég kom niður, þó ég sæi það ekki hér ? Ég reyndi að svara þessu eftir beztu getu og hann virtist ánægður með svörin. Að lokum fór hann inn í lyftuna og bað mig að hringja á hana, þegar hann væri kominn á þá hæð, sem hann til tók og athuga hve lengi lyftan væri á leiðinni frá hverri hæð. Eftir að hafa reynt þetta aftur og aftur, þóttist ég geta fullyrt, að lyftan hefði ekki verið á fyrstu hæð þarna um kvöldið, en hvort hún var á annarri hæð eða þriðju, eða einhversstaðar þar á milli, það var mér ómögulegt að vita. Lance O’Leary virtist ánægður yfir þessum tilraunum, og í síð- asta sinn, sem ég hringdi, leið langur tími þar til ég heyrði lyftuna hreyfast. Ég býst við að þá hafi hann þrýst á öryggishnappinn og verið ein- hversstaðar milli hæða. Loksins kom lyftan þó í ljós, og Lance O’Leary opnaði dyrnar og gekk fram í ganginn með ánægjubros á vör. „Jæja, þá veit ég hvernig þetta er,“ sagði hann. „Þá er næst að líta á safnið þitt.“ Við fórum að herberginu mínu, en hann vildi ekki að ég færi inn fyr en hann var búinn að fara á undan og litast um. Hann brosti, þegar ég helti úr hitapokanum á borðið, en bros hans hvarf brátt, er hann kom auga á gyllta hárið og miðann, sem dr. Harrigan hafði skrifað mér, og hann rannsakaði þetta hvortveggja nákvæm- lega og var alvarlegur á svipinn. Síðan stakk hann öllu safni mínu í vasa sinn þar sem kin- verska tóbaksskrínið var fyrir. „Hefði 'lögreglan vitað, að þú hafðir þetta safn undir höndum allan tímann, mundi hún án efa hafa skotið þig á staðnum,” sagði Lance O’Leary brosandi. „Ef Lamb fulltrúi kæmist að því, hvað orðið hefði um ljósa hárið —“ „Ég vona, að hann komizt aldrei að því,“ greip ég fram í. „Og kínverska tóbaksskrinið! Lögreglan er búin að leita að því dyrum og dyngjum, og svo geymir þú það hér í herberginu þínu ofan í hita- poka. Þeir gerðu leit að því hér í sjúkrahúsinu seinast í gærkvöldi eftir beiðni Court Melady. Hvenær náðir þú í hárið?“ „Seinni hluta dagsins í gær. Ég náði því fyrir tilviljun.“ „Já, það skeður margt fyrir tilviljun hjá þér, Sarah mín,“ sagði hann hægt. „Það er það ein- kennilega við þig.“ Lance O’Leary leit á klukkuna og sá að komið var fram undir kvöldverðartíma. Hann kvaðst verða að líta á Melady-stofnunina fyrir kvöldið og yrði því að fara þangað strax. Við urðum samferða niður á fyrstu hæð. Við staðnæmdumst. þar dálitla stund, og þá komu þær ungfrú Blane og ungfrú Bianchi niður á fyrstu hæðina á leið sinni til kvöldverðar. Lance O’Leary sagði er hann sá þær: „Nú skaltu verða þessum stúlkum samferða niður og gættu þess jafnan að vera í fylgd með einhverjum. Þér er alveg óhætt, ef þú gætir þess.“ „Bíddu augnablik," sagði ég. „Þetta hár — heldur þú að það sé af Nancy?“ „Nei, ekki nema hún liti á sér hárið," sagði hann fljótmæltur. „En flýttu þér nú, svo þú náir stúlkunum." Ég hlýddi. Hann stóð kyr og beið þess að ég næði ungfrúnum Blane og Bianchi. Ég varð sam- ferða þeim niður, en heyrði ekkert orð af því, sem þær voru að segja, því ég var að hugsa um Nancy. Ég vissi, að hún hafði aldrei litað á sér hárið eða lýst það, en ég vissi um aðra stúlku, sem þetta gerði. Lillian Ash kom rétt á eftir okkur til kvöldverðarins, og ég gat ekki haft augun af ljósgula hárinu hennar. Það leit út fyrir að vera þurrt og stökkt, en þó hafði hún gefið sér tima til að liða það og greiða sér á frívaktinni. Mér virtist hún hafa lagt mikla vinnu í það, að reyna að líta betur og eðlilegar út í dag en undan- farið. Hún vissi, að frásögnin um að hún hefði áður verið gifta dr. Harrigan, mundi koma í kvöldblöðunum. Það hlaut að vera óskemmtilegt að hugsa til þess. Útvarpið fór nú að segja frá því, að Kenwood Ladd sæti í gæzluvarðhaldi og að lílturnar gegn honum væru mjög sterkar. Nancy hefir ekki langað til að hlusta á þessa frásögn, því hún stóð skyndilega upp frá borðinu og bjóst til að fara upp. Ég kallaði á hana og varð henni sam- ferða. XVI. KAFLI. Þegar við vorum á leiðinni upp, byrjuðu fyrstu regndroparnir að falla. Er við komum upp á þriðju hæðina komu fyrstu vindkviðurnar, eld- ingarnar leiftruðu og þrumur heyrðust í fjarska. Hjúkrunarkonurnar voru á harða stökki við að loka gluggum og róa sjúklingana, og það skrjáf- aði í hvítum einkennibúningunum, þegar þeir blöktu fyrir vindinum- Við Nancy tókum þegar til við verk okkar, þvi nóg var að starfa. Ég gætti þess vandlega að vera aldrei ein á ferð, en hélt mig i hæfilegri fjarlægð frá hinum stúlkunum. Ég vissi, að mér var óhætt að treysta því, að Lance O’Leary hefði ekki aðvarað mig að ástæðulausu. Þegar ég kom inn í stofuna til Inu Harrigan til að fara fram með blómsturvasana fyrir nótt- ina, var hún að lesa í dagblaði, sem hún stakk undir sængina, er hún sá mig. Hún var þung- búin á svipinn og ég sá, að henni var mikið niðri fyrir, en þó sagði hún ekkert fyr en ég var komin fram að dyrunum og ætlaði að fara að loka á eftir mér. Þá spurði hún mig, hvort það hefði verið ég, sem fundið hefið tyggigúmið og fengið lögreglunni það. „Já, ég gerði það," svaraði ég. „Ég bjóst við því,“ sagði hún. „En hvað um það. Ég skal láta yður vita, að ég hef enga hugmynd um, hvernig þetta tyggigúm hefir farið að festast við föt mannsins míns sáluga. En Lamb fulltrúi vill ekki leggja trúnað á þetta, hvað sem ég segi. Þeir fara villur vegar í því að sitja Kenwood Ladd í gæzluvarðhald. Lögfræð- ingurinn minn segir, að líkurnar gegn honum séu einskisvirði." „Það færi betur, að svo væri,“ sagði ég. „Get ég nokkuð gert fyrir yður undir nóttina?" „Nei,“ sagði hún. Ég bauð þá góða nótt og fór út. Klukkan var á mínútunni hálf tíu, þegar Court Melady, sem verið hafði hjá konu sinni, lagði af stað út úr sjúkrahúsinu. Ég sat við skrifborðið, þegar hann kom fram og gekk niður stigann. Mér létti við að sjá hanna fara, því hann var einn af hinum grunuðu á lista mínum. Nú var hann farinn, Kenwood Ladd i gæzluvarðhaldi, dr. Kunce og Teuber einhvers staðar niðri—hvað var þá að hræðast? Ég átti bágt með að leggja trún- að á það, að Ina Harrigan, Dione Melady eða Lillian Ash væru svo hættulegar, en þó gætti ég þess að vera ekki ein í námimda við þær hér eftir. Um klukkan ellefu vorum við búnar að undir- búa allt fyrir nóttina. Ellen sat inni hjá Dione Melady og las upphátt fýrir hana, en þagnaði að- eins þegar þrumumar drundu, og Nancy var inni hjá sjúklingnum í stofu nr. 301, en sjálf gekk ég fram og aftur í ganginum fyrir framan dyrnar á stofum þeirra, svo ég væri ekki langt frá þeim. Nú var hringt úr stofu 303 og ég fór þangað inn, þó ekki án þess að reka höfuðið fyrst inn úr gættinni og litast um. Sjúklingurinn sat uppi í rúmi sínu og hélt út frá sér hitavatnspoka, sem hann hafði fengið til að leggja við verk í bakinu. Vatnið lak úr pokanum niður á gólf, og sagði sjúklingurinn að pokinn hefði spmngið við það að hann lagðist óvart ofan á hann. Lakið í rúm- inu var auðvitað allt blautt, svo ég tók það og bað sjúklinginn að vera rólegan á meðan ég næði i annað lak. Ég stökk fram í ganginn að taustofunni, opn- aði dyrnar, rak höndina inn fyrir og þreyfaði eftir Ijósrofanum. Þó ég væri að flýta mér,

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.