Vikan


Vikan - 10.07.1947, Blaðsíða 12

Vikan - 10.07.1947, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 28, 1947 gleymdi ég samt ekki að Iitast fyrst um í her- berginu áður en ég fór inn. Ég rétti fram höndina eftir lakinu, en varð þess þá vörð, að einhver kom að dyrunum. Áður en ég gat snúið mér við eða séð nokkuð, var ljósið í stofunni slökkt og hurðinni skellt aftur. Ég heyrði, að einhver var kominn inn í stofuna, einhver, sem stóð milli mín og dyranna og færð- ist nú nær mér. Ég hrópaði upp yfir mig, en þrumuhljóð yfir- gnæfði kall mitt. Lance O'Leary sagði mér síðar, hvað gerzt hafði. Hann sagðist hafa lagt af stað út í sjúkra- húsið strax og hann hafði lokið erindi sinu í Melady-stofnuninni. Nokkrir lögreglumenn voru með honum og þeir komu í þeim tilgangi að handtaka morðingjann. Hann kom upp á þriðju hæðina, að því er hann heldur, rétt eftir að ég f ór inn í tau-stofuna. Hann vissi ekki, að ég væri í neinni sérstakri hættu, svo hann gekk ekki hraðar en venjulega. Þegar hann kom að dyrun- um á tau-stofunni, heyrði hann mig hrópa, en þó lágt — og beið þá ekki boðanna. Ég man ekkert eftir því, þegar hann hratt upp dyrunum, ég heyrði ekki hvellinn í skammbyssu- skotunum, sem hleypt var af, vissi ekkert um hrópin og köllin, sem yfirgnæfðu stormhljóðin ¦úti og þrumurnar. Ég rankaði fyrst við mér inni í herbergi Péturs Melady og þá sat ég þar í stól og Ellen var að klappa mér í framan með blautum klút og brjóst- ið á kjólnum mínum var orðið rennvott. Nancy nuddaði handleggina á mér og spurði í sifellu: „Ertu meidd? Ertu meidd?" „Hvað hefir komið fyrir?", spurði ég. „Ö, þetta er hræðilegt, ungfrú Keate," svaraði Ellen og gusaði á mig vatni. „Einhver hefir verið skotinn til bana, en við vitum ekki hver það er." „Hvað var að gerast hér?" var 'spurt frammi við dyrnar. Það var Dione Melady, sem spurði. Hún kom nú inn, tók í handlegg Nancy og hristi hana til. „Þér verðið að segja mér, hvað komið hefir fyrir. Ég heyrði skothvellina. Hafa þeir handsamað morðingjann? Hver er hann?" „Ég veit ekkert um þetta, Dione," svaraði Nancy. „Slepptu handleggnum á mér. Við vitum >engar neitt um þetta." Nú kom Lance O'Leary inn til okkar. Hann gekk beint til mín, tók í báðar hendur mínar, leit framan í mig og velti vöngum. „Ertu ekki alveg að ná þér, Sarah?" . „Jú, jú — alveg," stamaði ég. „Hann tók fastar um hendur mínar. „Þú áttir ekki að fara svona óvarlega, eftir að ég var búinn að aðvara þig. Ég ætlaði mér að vera kominn hingað klukkan 10, því ég vissi að þér væri óhætt fram að þeim tíma, ef þú færir að ráðum mínum. Óveðrið tafði okkur, við gátum ekki komizt gangandi og okkur gekk erfiðlega að ná í bíl. Ég náði meira að segja ekki síma- sambandi við sjúkrahúsið. — Þú ert vonandi ekkert meidd — eða hvað?" „Nei, ég slapp með óttann," svaraði ég. Hann brosti ekki, eins og ég hefði þó búizt við. Hann sleppti aðeins takinu á hóndum mín- um og var horfinn út áður en ég vissi af. „Sá þykir mér tala kunnuglega við þig, ung- frú Keate," sagði Ellen hæðnislega. „Já, það er von," svaraði ég. „Við þekkjumst frá gamalli tíð." . Ungírú Blane stakk nú höfðinu inn í gættina og þegar hún kom auga á okkur hrópaði hún: „Nú, svo þið eruð þarna! Já, það er bezt fyrir þá, sem það geta, að forða sér eitthvað afsíðis. Ja — mikið gengur nú á! Sjálfur sakadómar- inn er kominn hingað og heill hópur blaðamanna, ljósmyndara og lögreglumanna. Nú ætlar einn að fara að taka myndir." „Parðu og lokaðu sjúkrastofunum," sagði ég, „svo að sjúklingarnir sjái ekki ljósglampana frá myndavélunum og finni ekki reykjarlyktina af þessum blúss-ljósum þeirra. Pljót nú! — Mér finnst að dr. Kunce ætti að banna þennan um- gang svona margra manna." Ungfrú Blane hljóp fram, en kom að vörmu spori aftur og spurði: „Hvað eru þeir að gera þama frammi í stofunni ? Sakadómarinn og þessi O'Leary eru þar inni og þeir eru að tala við Lillian Ash. Ég sá, þegar hurðin opnaðist, að Lillian var að gráta. Nei, og þarna kemur hann gamli dr. Peattie, einn úr sjúkrahúsnefndinni. Ætli það sé ekki betra að reyna að láta hendur standa fram úr ermum." Og með þeim orðum þaut hún burt. Ég sá, að margt mundi vera að starfa og reyndi því að standa upp. Eg var hálf óstöðug á fótunum fyrst i stað, en brátt var ég farin að annast um sjúklingana, enda var nóg að starfa við að hjúkra þeim og hughreysta þá. Ég sá lögreglumennina aka vagni að lyftunni og á MAGGI OG RAGGI. Teikning eftir Wally Bishop. 1. Pétur: Það verður gaman að gera at í þess- Maggi og Raggi: Já! um stelpum núna á kvennadaginn! 4. Pétur: Aldrei skal ég gera at í smástelpum 2. Pétur: Hæ! Hó! Gerum at! Gerum at! á kvennadaginn framar! 3. Pétur: Hvað er þetta? Maggi og Raggi? vagninum lá einhver maður, sem breitt var al- gerlega yfir, svo að ég sá ekki hver það var. Þeir fóru með vagninn inn í lyftuna og lokuðu á eftir sér. Litlu síðar sá ég Lillian Ash koma út úr stofu nr. 310. Hún var öll útgrátin og þrútin í framan. Lance O'Leary kom rétt á eftir henni og hann var mjóg alvarlegur á svipinn, jafnvel sorg- mæddur. Skömmu síðar höfðum við lokið við að gegna þeim störfum, sem mest aðkallandi voru, og fór þá allt brátt að færast í eðlilegt horf. Það varð aftur kyrrt í gangínum, en okkur var sagt, að lögreglu- og blaðamennirnir væru allir komnir niður í skrifstofu dr. Kunce. Enginn vissi enn hér uppi hvað skeð hafði. Ég fór að svipast um eftir Lance O'Leary, en hann var hvergi að sjá hér uppi, svo að ég taldi víst, að hann hefði farið niður í skrifstofu dr. Kunce ásamt hinum lög- reglumönnunum. Ég bjóst því ekki við að hitta hann í bráðina, svo að það gat orðið bið á því, að ég fengi að vita, hvað skeð hefði í raun og veru. Ég settist við skrifborðið og ætlaði að fara að skoða spjöld sjúklinganna, þegar lögreglu- þjónn kom skyndilega upp á hæðina og spurði um mig. Ég gaf mig til kynna, og sagði hann mér þá, að Lance O'Leary hefði sent sig til að biðja mig að koma niður í skrifstofu dr. Kunce. Þegar þangað kom, var skrifstofan full af fólki. Sakadómarinn var þar, fjöldinn allur af lögreglu- og blaðamönnum, Lamb fulltrúi, dr. Peattie og — auðvitað — Lance O'Leary. Þegar ég kom inn í skrifstofuna, gekk O'Leary á móti mér 'og bauð mér sæti. Siðan sneri hann sér að mannsöfnuðinum og sagði: „Jæja, drengir, þá getum við byrjað að rekja gang þessa máls. Eg hefi óskað þess að ungfrú Keate væri viðstödd á meðan, þar eð hún hefir átt verulegan þátt í að upplýsa þetta leiðinlega mál." Við þessi orð hans sló þögn á samkomuna og allir litu á mig, en mér varð það helzt fyrir að stara út í eitt horn stofunnar, en þar sat þá Lamb fulltrúi og setti upp skeifu eins og barn. Lance O'Leary hefir tekið eftir þessu, því hann flýtti sér að bæta við: „Lögreglan, en þó einkum Lamb fulltrúi hefir sýnt framúrskarandi dugnað við rannsókn þessa máls, sem nú er að mesta leyti upplýst, þótt okk- ur vanti að vísu upplýsingar um nokkur smá- atriði, sem ef til vill verða aldrei að fullu skýrð." Við þessi orð hans hýrnaði heldur yfir Lamb, hann rétti úr sér og hummaði ánægjulega. Lance O'Leary hélt áfram: „Sumir þættir þessa máls munu kunnir mörg- um þeirra, sem hér eru inni, en til þess að fá betra yfirlit yfir málið sem heild, mun ég byrja á upphafinu og segja frá gangi málsins i sem fæstum orðum. Glæpur sá, sem hér hefur verið framinn, hefir ekki verið hugsaður og undirbúinn fyrirfram, heldur hefir hann verið framkvæmdur við sérstakt tækifæri, sem lagt var svo að segja upp í hendurnar á manni, sem þóttist hafa verið misrétti beittur. Hann þjáðist af minnimáttar- kennd, sem braust út í hefndarhug og glæpsam- legu athæfi, þegar tækifærið gaf tilefni til og mjög auðvelt virtist að hefna sín rækilega og fá uppreisn og bætur fyrir misrétti, sem hann taldi sig hafa verið beittan. Eftir að morðið var framið, reyndi morðinginn að losa sig við eitt aðalvitnið, en að öðru leyti gerði hann engar sérstakar ráð- stafanir til að leyna glæpnum. Fyrst i stað átti ég bágt með að komast að nokkurri sérstakri niðurstöðu eftir að mér hafði verið skýrt frá gangi málsins. Þó var ég frá upp- hafi sannfærður um, að aðeins einn maður hefði framið þennan glæp, en um samsæri hafði ekki verið að ræða. Ég vissi ekki hver tilgangurinn með morðinu hafði verið, vissi ekki, hvers vegna Lillian Ash hefði reynt að leyna því, sem hún vissi um málið, ég vissi ekki hver árásina gerði á Dione Melady, þó sá grunur hafi nú reynzt vera réttur. Ungfrú Keate gaf mér margar góðar hugmyndir og kom mér, svo að segja, á spor

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.