Vikan


Vikan - 10.07.1947, Page 13

Vikan - 10.07.1947, Page 13
VIKAN, nr. 28, 1947 13 HAPPASKOT Barnasaga eftir Axel Bræmer „Ég skil þetta ekki,“ sagði Hamm- er stórkaupmaður æstur og hallaði sér aftur í stólnum í skrifstofu sinni í kinversku verzlunarborginni Han- kow, ,,nú er aftur kvartað um það að baunasekkirnir okkar innihaldi leðju og leirhnausa. Hvernig kemst þessi leðja í pokana?“ Hann horfði ergilegur út um opinn gluggann og sneri sér síðan að nýju að umboðsmanni sínum. „Að lokum verðum við kærðir fyrir að setja leðju á milli baunanna til að auka á þyngd pokanna!" hélt hann áfram. „Við verðum — æ, hver skollinn. Hvað er nú þetta?“ Hann þreifaði undrandi undir flibbann og náði þar í grábrúna baun, sem allt í einu hafði komizt inn á milli flibbans og háls hans. Umboðsmaðurinn gat ekki varizt brosi. „Pyrirgefið," sagði hann, það er sonur yðár, Henning, sem hefir vaiið yður að skotspæni fyrir nýju teygju- byssuna stna. Ég sá honum bregða fyrir þarna fyrir utan, og það er eðUlegt að hann noti verzlunarvöru okkar, baunirnar, fyrir skot.“ „Rækalsstrákurinn," sagði Hamm- er og hrópaði hátt. „Henning, komdu hingað. Það hefir komizt upp um þig.“ Það heyrðist Indíánaöskur fyrir utan og skömmu seinna kom Henning, röskleika strákur, fjórtán ára, þjót- andi inn til þeirra. Það var ekki á honum að sjá að hann iðraðist gjörða sinna. „Heyrðu, sonur sæll,“ sagði stór- kaupmaðurinn góðlátlega, „gætir þú ekki haft annað að skotspæni fyrir teygjubyssuna þína en gamlan, heið- virðan föður þinn.“ „Jú,“ sagði Henning, „en það var svo freistandi þar sem þú sast þama fast við gluggann. Og hæfði ég ekki vel ?“ „Ó, jú,“ sagði faðir hans, „hér er skotið, drengur minn. En hvað -— hvað er nú þetta?" Stórkaupmaðurinn starði eins og dáleiddur væri á baunina, sem lent hafði á honum. „Lítið á, Jensen," hélt hann ákafur áfram. „Skoðið þessa baun. Hún er úr leir!“ Umboðsmaðurinn tók við bauninni og velti henni i lófa sér. „Satt segið þér,“ sagði hann undr- andi. „Baunin er sólþurrkaður leir úr Yangtsekiang-ánni. Hér höfum við ráðið gátuna í þessu fölsunarmáli. Það eru bændumir, sem við kaupum af, sem setja þessar leirkúlur innan um baunirnar!" „Já, og þegar pokarnir blotna, verða fölsuðu baunirnar aftur að leðjimni, sem alltaf er verið að kvarta undan við okkur,“ sagði Hammer gramur. „Það er Kínverj- unum líkt að hafa svona svik i Veiztu þetta (Efst t. v.:) 1 biblíunni er 293 sinnum talað um steina og 135 sinnum um kletta. 1 Palestínu er enn mikið af kalksteinsklettum, stórum og smáum. — (Neðst t. v.:) Þegar froskurinn lætur út úr sér tunguna, lyft- ir hann henni fyrst og slöngvar henni síðan út. — (T. h.:) Charles Mar tell, höfuðsmaður í ameríska verzlimarflotanum, hefir miimkað um 30 em! — (I miðju) Snjór og regn getur ekki myndazt nema i loftinu séu i-ykagnir, sem vatnsgufan í loftinu getur sezt utan á. frammi. Við skulum nú athuga pokana betur.“ Hammer umboðsmaður hans og Henning gengu núútivörugeymsluna, þar sem baunapokum var hlaðið upp hundruðum saman og tilbúnir til að vera sendir í ýmsar áttir. Kínversku baunirnar eru of grófar til mann- eldis, en eru mjög notaðir handa múldýrum, sem höfð eru ofan í námunum, þvi að þessar baunir eru ríkar af D-bætiefni og bæta dýnm- um upp missi sólarljóssins. Hammer og umboðsmaðurinn rannsökuðu nú innihald eins pokans. Það kom í ljós að næstum tíunda hver baun var úr leir. „Já, það er greinilegt," sagði Hammer stórkaupmaður, „það er líklega heil verksmiðja þarna uppi með ánni, sem framleiðir þessar leirbaunir. En hvernig eigum við að koma í veg fyrir þennan ófögnuð? Við getum ekki rannsakað nákvæm- lega hvern poka.“ „Ég kann ráð, pabbi!,“ hrópaði Henning. „Ef þú vilt fyrirgefa mér að ég skaut í þig, þá skal ég skýra ykkur frá aðferð." „Leystu frá skjóðunni," sagði Hammer. Henning skýrði þeim nú frá ráðagerð sinni og faðir hans sló á öxl hans. „Ágætt,“ sagði hann, „þú ert ekki af baki dottinn. Ég má vera þakk- látur fyrir að þú skauzt á mig með teygjubyssunni, því að þá komumst við að svikunum og nú kunnum við auk þess ráð til að koma í veg fyr- ir þau.“ Þegar kínversku bændurnir komu daginn eftir akandi með baunapok- ana sína, urðu þeir steinhissa að sjá pall í sex til sjö metra hæð yfir steingólfinu. Það gekk alveg fram af þeim, þegar þeim var skipað að fara með pokana upp á pallinn og hella þar úr þeim niður á steingólf- ið. Ósviknu baunimar þoldu þetta, en leirbaunirnar molnuðu. Kinverj- unum féllst alveg hugur við þetta og urðu að játa svik sín. — Það var því Henning að þakka, að komið var i veg fyrir þessa svikastarfsemi. Upp frá þessu komu aldrei leir- baunir í pokunum, en pallurinn var lengi látinn standa Kínverjunum til viðvörunar — og var Henning löngu hættur að skjóta með teygjubyssum, þegar hann var rifinn. 1. Þú skalt ekki stela ... Bölvað- ur er sá, sem færir úr stað landa- merki náunga síns! Og allur lýðurinn skal segja: Amen. 2. Lát fals og lygaorð vera fjarri mér; gef mér hvorki fátækt né auðæfi, en veit mér minn deildan verð. Ég kynni annars að verða of saddur og afneita og segja: Hver er Drottinn? Eða ef ég yrði fátækur, kynni ég að stela og misbjóða nafni Guðs míns. 3. Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir, og þar sem þjófar brjótast inn og stela; en safnið yður fjársjóðum á himni. 4. Og hann gekk inn í helgidóm- inn og tók að reka út þá, er voru að selja, og sagði við þá: Ritað er: Og hús mitt á að vera bænahús, en þér hafið gjört það að ræningja- bæli.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.