Vikan


Vikan - 17.07.1947, Blaðsíða 1

Vikan - 17.07.1947, Blaðsíða 1
16 síður Verð 1.50 Nr. 29, 17. júlí 1947. Agætur íþróttamaður "E\lest byggðahverfi landsins efndu til hátíðahalda 17. júní s. 1., á þjóðhátíð- ardaginn. Voru margvíslegar skemmtanir hafðar í frammi, en fyrst og fremst var stefnt að því marki, að fólkið sjálft skemmti sjálfu sér með leik og í leik, sam- stillt og samtaka, því þannig á þjóðhátíð að vera. Iþróttafólk á þakkir skilið fyrir sinn þátt í þessum hátíðahöldum, og jafn- framt má minna á, að þessi dagur er orð- inn samgróinn þjóðinni sem hátíðisdagur fyrir þeirra tilverknað, en íþróttamenn hafa haldið 17. júní hátíðlegan sem þjóð- hátíðardag allt frá aldarafmæli Jóns Sig- urðssonar forseta árið 1911, eða í tæp 40 ár. Iþróttamótið hér í Reykjavík, þennan dag, vekur ávallt mikla eftirtekt, enda ekki nema eðlilegt þar sem mörg þúsund áhorf- endur safnast á íþróttavöllinn til að horfa á íþróttasýningar og keppnir sem allir okkar beztu íþróttamenn taka þátt í. Veitt eru verðlaun fyrir unnin afrek, ágrafnir minnispeningar sem hver einstaklingur f ær til eignar. Þar eru og ein verðlaun, sem eftirsóknarverðust eru og er það hinn svo- kallaði „Konungsbikar", sem sá íþrótta- maðurinn hlýtur, sem mesta afrekið vinn- ur. Kristján konungur X gaf þennan bik- ar árið 1936 og vinnst hann aldrei til eignar. Að þessu sinni vann Finnbjörn Þorvalds- son úr Iþróttafélagi Reykjavíkur bikarinn fyrir afrek sitt í 100 metra hlaupi, en hann hljóp vegalengdina á 10,7 sek., sem er nýtt* ísl. met og árangur með ágætum. Finn- björn er Isfirðingur að ætt, 23 ára gamall og sá íþróttamaður okkar sem mestar von- ir eru tengdar við til afreka á þessu sviði. Myndin sýnir Finnbjörn eftir að Konungs- bikarinn var afhentur honum. -— (Sig. Nordahl tók myndina). '¦^'ál Finnbjörn Þorvaldsson, úr Iþróttafélagi Reykjavikur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.