Vikan


Vikan - 17.07.1947, Qupperneq 1

Vikan - 17.07.1947, Qupperneq 1
16 síður Nr. 29, 17. júlí 1947. * Agætur íþróttamaður * jpiest byggðahverfi landsins efndu til hátíðahalda 17. júní s. 1., á þjóðhátíð- ardaginn. Voru margvíslegar skemmtanir hafðar í frammi, en fyrst og fremst var stefnt að því marki, að fólkið sjálft skemmti sjálfu sér með leik og í leik, sam- stillt og samtaka, því þannig á þjóðhátíð að vera. íþróttafólk á þakkir skilið fyrir sinn þátt í þessum hátíðahöldum, og jafn- framt má minna á, að þessi dagur er orð- inn samgróinn þjóðinni sem hátíðisdagur fyrir þeirra tilverknað, en íþróttamenn hafa haldið 17. júní hátíðlegan sem þjóð- hátíðardag allt frá aldarafmæli Jóns Sig- urðssonar forseta árið 1911, eða í tæp 40 ár. íþróttamótið hér í Reykjavík, þennan dag, vekur ávallt mikla eftirtekt, enda ekki nema eðlilegt þar sem mörg þúsund áhorf- endur safnast á íþróttavöllinn til að horfa á íþróttasýningar og keppnir sem allir okkar beztu íþróttamenn taka þátt í. Veitt eru verðlaun fyrir unnin afrek, ágrafnir minnispeningar sem hver einstaklingur fær til eignar. Þar eru og ein verðlaun, sem eftirsóknarverðust eru og er það hinn svo- kallaði ,, Konungsbikar‘ ‘, sem sá íþrótta- maðurinn hlýtur, sem mesta afrekið vinn- ur. Kristján konungur X gaf þennan bik- ar árið 1936 og vinnst hann aldrei til t eignar. Að þessu sinni vann Finnbjörn Þorvalds- son úr íþróttafélagi Reykjavíkur bikarinn fyrir afrek sitt í 100 metra hlaupi, en hann hljóp vegalengdina á 10,7 sek., sem er nýtt' ísl. met og árangur með ágætum. Finn- björn er ísfirðingur að ætt, 23 ára gamall og sá íþróttamaður okkar sem mestar von- ir eru tengdar við til afreka á þessu sviði. Myndin sýnir Finnbjörn eftir að Konungs- bikarinn var afhentur honum. -— (Sig. Nordahl tók myndina). Pinnbjöm Þorvaldsson, úr Iþróttafélagi Keykjavíkur.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.