Vikan


Vikan - 17.07.1947, Qupperneq 3

Vikan - 17.07.1947, Qupperneq 3
VIKAN, nr. 29, 1947 3 Eppingskógur — griðland Lundúnabúa. Um 20 km. norðvestur af London er undurfagur, gamall skógur, um 2500 hekt- arar að stærð, þar sem Lundúnabúar leita friðar og unaðssemda ósnortinnar náttúru í frístundum sínum. Fyrir 400 árum var þessi skógur tífalt stærri, og var hann þá í eigu Hinriks konungs Vin. Þar skemmti konungur sér og gestum sínum við veiðar, endá var þar gnægð góðra veiðidýra, og enn lifa þar dádýr og hirtir. Á seytjándu öld hnignaði skóginum mjög, var hann þá höggvinn mikið, enda var þá mikil þörf fyrir efnivið í ört vax- andi flota konungs, og myndi skógurinn sennilega hafa hlotið sömu örlög og flest önnur skóglendi landsins, ef sérstakar ástæður hefðu ekki verið fyrir hendi. Alþýða manna í þorpunum umhverfis skóg- Framhald á bls. 7. Á myndinni sést vegur, sem liggur inn í Eppingskóg. Á helgidögum og fridögum streyma Lundúnabúar eftir þessum vegi til þess að njóta nátt- úrunnar í faðmi skógarins. Þessi mynd er af Waltham-klausturkirkjunni, sem einu sinni var fegursta kirkja Englands. Hún er eldri en Westminster Abbey í Lundúnum. Mið- skip hinnar gömlu kirkju stendur enn þá, en hitt hefir verið endurbyggt síðan. Brúin og hliðið, sem sést á myndinni er það eina, sem eftir stendur af klausturbyggingunum. Kóngur kurekanna Roy Rogers og gullþjófarnir. Kvikmyndaleikarinn Koy Rogers CS 1. Roy er á leiðinni niður þröngt fjallaeinstigi, þegar hann heyrir svipusmelli og hundgá í fjarska. „Það er svo að heyra, sem einhver sé á hraðri ferð, Þjósti,“ segir hann við hestinn sinn. „Við skulum fara niður að ánni og sjá, hvað um er að vera!“ 2. Sér til mikillar undrunar sér Roy, að ung stúlka brunar i sleða eftir isilagðri ánni. Og þó að hann sé alllangt í burtu, .sér hann, að hún er óttaslegin, en þó einbeitt, á svipinn. Hann er rétt í þann veginn að kalla til hennar, þegar hann heyrir lágar drunur, og sér hvar stór, snæviþakinn steinn fellur á ísinn rétt hjá sleðanum. 3. Stúlkan æpir upp yfir sig um leið og hún kastast af sleðanum og ofan í ískalda vök. Roy snarar sér af baki og hleypur út á ísinn. „Haldið yður!" kallar hann. „Hg er að koma!“ Hann rennir sér fótskriðu að vökinni, nær í stúlkuna og •dregur hana upp á ísinn. 4. „Þakka yður fyrir!“ segir stúlkan og sýpur hveljur. „Það munaði litlu. En sleðinn — er hann óskemmdur? Ég verð að halda áfram.“ „Hvað er að?“ spyr Roy. Stúlkan lítur á hann. Hún sér, að óhætt muni að treysta honum, og segir hon- um eftirfarandi sögu: 5. „Ég heiti Jóna Kassen,“ segir hún. „Faðir minn er umsjónarmaður. Hann fann gull í jörðu hjá Furulindum. 1 morgun þegar hann ætlaði að láta skrá sig sem eiganda að landsvæðinu, réðust tveir bræður á hann og særðu hann með skot- um, og nú eru þeir á leiðinni til Grenivalla til þess að láta skrá sig sem eigendur að landsvæð- inu. Ég ætlaði að reyna að ná þeim.“ „Látið mig um það, Jóna!" hrópaði Roy. (Niðurlag aögunnar kemur í næsta blaöi).

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.