Vikan


Vikan - 17.07.1947, Blaðsíða 4

Vikan - 17.07.1947, Blaðsíða 4
VIKAN, nr. 29, 1947 Lokaða skrínið. Smásaga eftir Netíic Wolcott Park. "TVelia Howe fann allt í einu til mikillar þreytu; hún settist á tröppurnar, sem lágu að loftsvölunum og horfði á gestina, er voru að hverfa á bak við hæðina. Hún heyrði nokkrar setningar úr samræðum þeirra. „Það er allt í röð og reglu hjá Deliu, og húsið hreint og fágað." „Hvernig í ósköpunum fer hún að að halda sér svona unglegri, það skil ég ekki. Hún lítur út eins og ung stúlka, en hlýtur þó að vera um fertugt." „Ef hún ætti 8 börn eins og ég, þá mundi hún tæplega líta svo vel út." Delia vissi, að þær mundu halda áfram að tala um sig, manninn hennar, barnið þeirra og nýja húsið; samt mundi einna mest verða talað um Bellu Rennert, sem hafði dvalið þar fyrir mörgum árum. í kvöld fór jarðarför Bellu fram, og menn- irnir höfðu stigið á hestbak og riðið til kofans, sem stóð við jaðar Sidskogs. Kven- fólkinu hafði verið htið um Bellu gefið. „Eunice, sæktu kartöflurnar, því pabbi þinn getur komið á hverri stundu," sagði Delia við dóttur sína, sem sat þar skammt frá. Telpan hlýddi strax, og hjálpaði móður sinni við að afhýða kartöflurnar. Eunice spurði hugsandi: „Mamma, hvers vegna fórst þú ekki eins og hinar kon- urnar til að vera við jarðarförina ?" „Vegna þess, að það hefir rignt svo mikið undanfarið, að vegirnir hafa eyði- lagzt, svo ekki er hægt að aka eftir þeim, Þarna kemur pabbi þinn------------. Ham- ingjan góða, hver er þetta sem kemur með honum?" Áður en nokkur hafði svarað henni, vissi hún að þetta hlaut að vera barnið hennar Bellu. Jason sagði: „Delia, þetta er Jill, telp- an hennar Bellu. Sheldrake læknir var þarna, og sagði, að Bella hefði beiðzt þess, að við tækjum barnið að okkur, þangað til góð ferð fellur til Ionia, þá fer hún til ömmu sinnar." Þegar Jill heyrði síðustu setninguna skutu augu hennar gneistum og hún hróp- aði. „Ég fer ekki til ömmu, þá — þá strýk ég heldur. Hún lemur mig, þó að ég hafi ekkert ljótt aðhafzt. Einu sinni datt ég og óhreinkaði mig, og hún barði mig, þegar heim kom, en ekki gat ég gert að því, að ég datt!" Delia gat ekki varizt brosi. Hún virti nú telpuna betur fyrir sér og sá að hún var afar tötralega til fara, og í annari hend- inni hélt hún á litlu skríni úr tré. „Heilsaðu Eunice, hún stendur þarna," sagði hún við Jill. Jason fór með Deliu inn í eldhúsið og kyssti hana á kinnina um leið og hún kveikti upp í eldavélinni. Hún vissi, að hann mundi finna það á sér, að henni líkaði það ekki, að hann hafði komið með barnið, svo hún snéri sér við og horfði beint í bláu augun hans með hinum sérkennilegu brúnu blettum i lithimnunni. — „Jason, hvers vegna þurfti það endilega að vera hlut- skipti okkar, að sjá fyrir barninu?" „Það veit ég ekki. Bellu hefir geðjazt bezt að okkur. Vertu ekki gröm, Delía, mundu eftir því, að það er Bellu að þakka að þið Euniqe eruð enn á lífi. Hvernig held- urðu, að þá hefði farið fyrir mér?" „Þú værir þá að líkindum giftur annarri og ættir heilan hóp af börnum. Taktu þetta og gefðu hænsnunum." Hún vildi losna við hann og hugsa um hið liðna í ró og næði, það var satt, sem Jason sagði. Bella bjargaði lífi hennar og Eunice fyrir 9 árum, þegar hún lá á barns- sæng. Maðurinn hennar var einhvers stað- ar langt í burtu á vígvellinum, og hún lá ein síns liðs. Þegar sem verst leit út hafði Bella komið eins-og frelsandi engill. Bella hafði ekki getað komizt lengra, vegna þess að rigningar höfðu gert vegina ófæra. Hún minnstist þess, að hún hafði vakn- _,1IMIIIIII>II>..... ¦ n-».»......i..«i.."ii"""""'"" """""*"""' inifi.ii, u. VEIZTU —? 1. Bandaríkin hðfðu elnu sinni þrjá for- | seta á einum mánuði. Hvernig stóð á 1 því og hvað hétu þeir menn? 2. Hvenær uppgötvaði William Herchel | Uranus ? = S. Hvenær dó Karl Marx? 4. Hve margir ferkílómetrar er Evrópa? \ 5. Hvar er þetta: i Þrótt ðflugr kom á þing goða. »3. Hvað er f jallið Hermon hatt og í hvaða i heimsalfu er það? f 7. Hvenær uppgötvaði Englendingurinn I Smeaton, hvernig átti aö búa til i sement ? i 8. Hvenær hertóku Asseríumenn Baby- = lon? | ft. Hvenaer totu fyrstu olympsku ksikirn- I ir? | 10. Hver gerðl fyrsta nothæfa sæúrið og i hvenaer var það? | Svör á bls. 14. | að og séð 2 stúlkubörn fyrir framan sig í rúminu, og við dyrnar stóðu tveir geltandi hundar. Þegar hún opnaði augun næst, hafði hún spurt Bellu, hvort barnið væri ekki fætt. Bella hafði án þess að svara, Iagt reifarstrangann í faðm hennar. Það voru þrír sólarhringar síðan hún hafði átt barnið. Delia lá máttfarin í rúminu og horfði á Bellu á meðan hún þvoði barninu og lét vel að því. Bella hafði augu eins blá og Michiganvatnið. Hárið var kolsvart og munnurinn rauður sem kórall. Rödd henn- ar var djúp og hljómfögur þegar hún söng. Engin furða að karlmennirnir voru vitlausir í henni, fyrst eftir að hún kom. Jasori sagði, að það væri ekki vegna feg- urðar hennar að þeir heimsóttu hana held- ur vegna þess að hún kynni vel að leika á hljóðfæri og hefði þar að auki ágæta söng- rödd. Bella hafði dvalið hjá henni í marga daga, þar til vegirnir urðu færir og systir Deliu kom, og síðan hafði Delia ekki séð hana. Þegar hún svo frétti, að Bella hefði eignazt stúlkubarn, 4 mánuðum seinna, gladdist hún yfir því, og skrifaði Bellu og bauð henni að koma til sín, en Bella svar- aði, að hún væri ennþá lasburða og þyrði ekki að fara svo langa leið, hvort Delia vildi ekki koma og heimsækja sig. En Delía þorði ekki að hætta sér út í slíka langferð. Bella hafði einu sinni gert henni stóran greiða, nú var röðin komin að henni að endurgjalda hann. Bara að krakkinn setti ekki allt á annan endann. Bella hafði bjargað lífi hennar og það var í raun og veru skammarlegt af henni að láta svona. Jill át eins og soltinn úlfur. Þau störðu öll á hana, og þegar hún varð þess vör, varð hún vandræðaleg og 'hartti að borða. Delia fylltist meðaumkun með henni. Hún gaf henni kjól af Eunice. Semna kvartaði Eunice við móður sína, að hún hefði gefið Jill fallegasta kjólinn sinn. Delia horfði undrandi á dóttur sína og sagði: „Að heyra til þín, þú, sem átt svo marga fallega kjóla." „Er ekki bezt að telpan sofi hjá Eun- ice?" spurði Jason. Delia hristi höfuðið. „Hún getur sofið í htla herberginu. Á morgun baða ég hana." Meðan þau borðuðu morgunverð, tók Delia eftir því að augu Jill voru blá með sérkennilegum brúnum blettum í lithimn- unni og hjarta hennar virtist hætta að slá. „Hvað er þetta, þú borðar ekki, Delia," sagði Jason. „Eg er ekki svöng," svaraði hún. Delia reyndi að telja sér trú um, að grun- ur hennar væri á engum rökum byggður, það væri eintóm tilviljun, að Jason og Jill hefðu eins augu. Kvöld nokkurt, þegar þau sátu öll við. borðið, spurði Jill: FramhaW á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.