Vikan


Vikan - 17.07.1947, Qupperneq 11

Vikan - 17.07.1947, Qupperneq 11
VIKAN, nr. 29, 1947 11 Mignon G. Eberhart: Framhaldssaga. - 23 frá SAKAMALASAGA morSing-jans. Hún fann þessa korkþynnu í skurð- stofunni daginn eftir morðið." Hann hélt kork- þynnunni á lofti og sýndi mönnum hana. „Eins og þið munið finna, ef þið lyktið af korkinu, er einkennilegur þefur af því. Frú Melady gat þess í frásögn sinni um árásina á hana, að hún hefði fundið einkennilega lykt af árásarmanninum, og þegar ég kom með þessa þorkþynnu til hennar og bað hana að lykta af henni, kvað hún þetta vera samskonar lykt og hún hefði fundið þarna um kvöldið. Af þessu gat ég ráðið, að ákveðin persóna hefði komið upp í skurðstofuna um kvöldið, sem morðið var framið, því stofan hafði verið þvegin vandlega daginn áður og ekkert verið notuð fram að þvi að ungfrú Keate fann þessa þynnu.“ Korkþynnan gekk nú milli manna. Hver og einn virti hana fyrir sér, þefaði af henni og rétti hana síðan næsta manni. „Eg skal nú reyna að hafa frásögn mína sem einfaldasta," hélt Lance O’Leary áfram. „Margs- konar atvik og tilviljanir gerðu morðingjanum fært að framkvæma glæpinn. Tíminn hafði, til dæmis, mikla þýðingu, það er að segja, að þetta eða hitt skyldi einmitt gerast á ákveðnu augna- bliki. Eins og þið vitið, hringdi ungfrú Keate á lyftuna frá fyrstu hæð um klukkan 18 mínútur yfir 12 um kvöldið, sem morðið var framið. Ég segi 18 mínútur yfir 12, af þvi að það mun taka hana um tvær mínútur að ganga 'stigana upp á þriðju hæð. Ungfrú Brody segist hafa sér dr. Harrigan fara inn I lyftuna klukkan 18 mínútur yfir 12. Þá mun slæpan-efnið hafa verið farið að verka á hann, hann hefir skrúfað peruna í lyftuklefanum lausa og ætlað að jafna sig þar. Nú er það sannað með framburði ugfrú Ash, að dr. Harrigan kom aftur niður, eftir að hafa farið upp með Pétur Melady, fór inn í herbergi hans og fann þetta kínverska tóbaksskrín, sem slæpan- formúlan var geymd í. Hann var með þetta skrín í höndunum, þegar hann missti meðvitundina í lyftunni." „Eigið þér við, þegar hann var myrtur ? “ spurði Lamb fulltrúi. „Nei, þegar hann sofnaði, missti meðvitundina vegna áhrifa slæpan-efnisins," svaraði O’Leary. „Klukkan 20 mínútur yfir 12 kom ungfrú Keate upp á þriðju hæðina og varð þess þá vör, að sjúklingurinn hennar var horfinn, fékk þá skýr- ingu, að farið hefði verið með hann upp í skurð- stofuna og að hún væri beðin að koma þangað. Hún fór þá að lyftudyrunum á þriðju hæð, hringdi á lyftuna, en fékk ekkert svar — það er, lyftan kom ekki að hennar áliti, en hún var reyndar við þriðju hæðina, þótt hún sæi það ekki, þar eð ljósið í lyftuklefanum hafði verið slökkt. Dr. Harrigan hafði slökkt ljósið með því að skrúfa ljósaperuna i loftinu lausa og hann mundi einnig hafa þrýst á neyðarhemlana í þeim tilgangi að fá að vera í friði meðan hann væri að jafna sig. Hann hefir liklega eklci tekið eftir því, að Pétur Melady lá dauður í lyftuklefanum á þessu augna- bliki. Þegar ungfrú Keate hringdi, voru tveir menn í fyftunni — annar dáinn, það var Pétur Melady; hinn lifandi, það var dr. Harrigan. Ungfrú Keate hljóp nú upp á loft, en sá þá að enginn var i skurðstofunni. Hún hringdi þá enn á lyftuna frá fjórðu hæðinni, en lyftan kom held- ur ekki nú, því neyðarhemlarnir voru settir á hana. Ungfrú Keate fór þá aftur niður, spurðist nánar fyrir um þessa skyndilegu ákvörðun dr. Harrigans, en hringdi síðan á lyftuna að nýju af þriðju hæðinni. Ekkert skrölt heyrðist í lyftunni og ekkert ljós sást — svo hún hélt að lyftan væri einhversstaðar niðri. Þegar hér var komið tók ungfrú Keate eftir því, að Jacob Teuber nálgað- ist lyftudyrnar og ók á undan sér sjúkravagni. Rétt um sama leyti kom ungfrú Lillian Ash út frá sjúklingum sínum og kom að lyftudyrunum. Ungfrú Keate lyfti blæjunni af blökkumanninum og leit sem snöggvast á hann. Teuber fór að reyna við lyftuna, en Lillian Ash sagði þá eitt- hvað á þessa leið: „Það þýðir ekki að reyna að opna lyftudyrnar þegar lyftuklefinn er ekki á þessari hæð.“ Nú skulum við snúa okkur að annarri hlið máls- ins og byrja þar sem dr. Harrigan fór með Pétur Melady á sjúkrabörum inn í lyftuna klukk- an rúmlega tólf. Þegar hann kom inn í lyftuna, var þar maður fyrir, maður, sem dr. Harrigan hafði enga ástæðu til að óttast eða vantreysta. Dr. Harrigan skýrði frá því, sem til stóð, og þessi maður bauðst þá til að hjálpa honum við að koma sjúklingnum upp. Dr. Harrigan kvaðst þurfa að skreppa niður aftur, eftir að upp í skurðstofuna var komið og bað þá þennan mann að vera hjá sjúklingnum á meðan. Þegar dr. Harrigan var farinn, byrjaði þessi maður að krefja Pétur Melady um formúluna fyrir slæpan- lyfinu, því hann þóttist eiga einhvern þátt í upp- götvun efnisins. Við vitum litið 'um, hvað fram fór milli þessara tveggja manna, en liklegt er að morðinginn hafi tekið einn skurðhnífinn úr verkfærakassanum og otað honum að Pétri Melady í þeim tilgangi að fá hann til að afhenda formúluna. Pétur Melady mun hafa skýrt frá því að formúlan væri i kínverska tóbaksskríninu, en síðan dó hann úr hjartaslagi vegna geðshrær- inga. Nú varð morðinginn skelfingu gripinn. Hann tók það til ráðs að fara með lík Péturs Melady fram í lyftuna, fór í henni niður á þriðju hæð, yfirgaf lyftuna þar og skildi lík Pétur Melady eftir. Hnífinn hafði hann enn á sér hann var ákveðinn í að ná formúlunni fyrir slæpan-lyfinu, hvað sem það kostaði. Þannig er mál með vexti, að þessi maður hafði í rauninni uppgötvað þetta lyf. Hann fann það fyrstur manna, að visu var það þá ekki fullkomið og margra breytingar til batnaðar höfðu verið gerðar á því síðan, en hann fann þó undirstöðuna og er því í rauninni höfund- ur þess. Hann var þá starfsmaður í Melady- stofnuninni, og Pétur Melady hældi honum mjög fyrir þessa uppgötvun og lét halda áfram að rannsaka þetta nýja efni. Þegar sýnt var, að efnið væri mjög mikilvægt, neitaði Pétur Melady að gefa þessum manni nokkra hlutdeild í gróða þeim, sem af framleiðslu efnisins mundi fást eða þókna honum nokkuð fyrir uppgötvunina ög sagði þessum starfsmanni upp vinnunni. Þegar nú þessi maður, sem í rauninni var höfundur slæpan-lyfsins, sá dr. Harrigan sofandi í lyft- unni með kínverska tóbaksskrínið, sem hann vissi að formúlan var í, þá greip hann eitthvert æði 'og hann rak hnífinn í brjóst læknisins." „Vissi þá þessi ungfrú Ash um þetta allan tímann?,“ spurði sakadómarinn undrandi. „Já, auðvitað," svaraði Lance O’Leary. „Eg mundi, satt að segja, hafa álitið hana sjálfa seka, ef hún hefði ekki lagt svo mikla áherzlu á að verja morðingjann. Hún reyndi aldrei að verja sjálfa sig, nema hvað fingraförin á hnif- skaftinu snerti. Hnífurinn hafði verið skilinn eftir í brjósti dr. Harrigans með vilja, í þeim tilgangi að koma gruninum á Pétur Melady, sem vitað var að dr. Harrigan hafði farið með upp í lyft- unni, svo og að þeir voru óvinir. Annars voru það ekki fingraför hennar, sem hún þurrkaði af hnífskaftinu. Lillian Ash skýrði frá því, að hún hefði séð Kenwood Ladd við lyftudyrnar rétt um það leyti sem morðið var framið og hún gerði það í þeim tilgangi að villa lögregluna. Kenwood Ladd hafði reyndar verið þama á þessum tima, og þetta varð til þess, að hann var settur í gæzlu- varðhald. Það var líka Lillian Ash, sem kom kínverska tóbaksskríninu fyrir undir dýnunni í rúmi Pétur Melady, eftir að lögreglan hafði rannsakað herbergið hans. Hún hjálpaði líka morðingjanum til að liomast upp á þriðju hæðina með því að opna gluggann út að brunaþrepunum. Morðinginn beið, þar til ungfrú Keate var komin úr augsýn, en hitti frú Dione Melady fyrir í her- berginu og þá hafði hún páð í kinverska tóbaks- skrínið, sem formúlan var enn óhreyfð í. Hann réðist á Dione og náði í kínverska skrlnið, en komst undan áður en hjúkrunarkonurnar komu Dione Melady til hjálpar.“ „Hvernig komst skrínið þá i hendur Náncy eftir að formúlan hafði. verið tekin úr því?“ spurði ég eftirvæntingarfull. „Nancy hafði skrínið aldrei í vörzlum sinum,“ Lance O’Leary. „Það var Lillian Ash, sem kom því þar fyrir.“ „Vissi þessi Lillian Ash þá að hægt var að opna lyftudyrnar, þegar hún sagði þessi orð um að dyrnar opnuðust aðeins, ef lyftan væri komin upp á hæðina?”, spurði sakadómarinn. „Já, hún vissi það,“ svaraði Lance O’Leary. „Hún var með þessu að hjálpa morðingjanum, eins og endranær. Hún hjálpaði honum líka til að koma líki Péturs Melady niður. Hvað ungfi’ú Lillian Ash snerti, var aðeins um tvennt að ræða: Annaðhvort hafði hún myrt dr. Harrigan, eða hún hafði sérstaka ástæðu til að vernda morð- ingjann. Við vitum nú, að hún myrti ekki dr. Harrigan og ástæðan til þess, að hún fann hjá sér köllun til að vemda morðingjann, var þessi: Lillian Ash varð að vinna fyrir sér og þar eð hún hafði talsverða æfingu í hjúkrun, án þess þó að vera útlærð hjúkrunarkona, treysti hún sér helzt til að vinna við slík störf. Hún hafði sótt um stöðu sem hjúkrunarkona í einni eða tveimur öðrum borgum, en ekki staðizt inntöku- prófið eða ekki haft fullnægjandi skilríki fyrir kunnáttu sinni. Hún fór þá á námskeið fyrir hjúkrunamema og að því loknu bauðst henni staða hér og tók hún henni strax. Eins og ykkur er kunnugt, hafði dr. Harrigan verið henni mjög slæmur eignmaður og hún óttaðist hann og hat- aði. Hún vissi ekki strax að hann væri starfandi læknir við þetta sjúkrahús, en þegar hún komst að því, varð hún mjög óttaslegin, því hún bjóst við, að hann mundi starx beita áhrifum sínum til að láta hana fara. úr vistinni, enda hefði það sjálfsagt reynzt honum auðvelt.” „Mér skilst, að hún hafi forðazt hann og hann ekki vitað um a^ð hún væri hér,“ skaut sakadóm- arinn inn f. „Já, einmitt — hún forðaðist hann eftir megni,“ svaraði Lance O’Leary. „Að lolcum mættust þau þó — hér á ganginum á þriðju hæð. Það var um kvöldið 7. júlí. Hann tútnaði út af reiði, hún varð

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.