Vikan


Vikan - 07.08.1947, Blaðsíða 1

Vikan - 07.08.1947, Blaðsíða 1
16 síður Verð 1.50 Nr. 32, 7. ágúst 1947 VERZLUNARSKÓLASTÚDENTAR 17. júní 8.1. voru brautskráðir 10 stúdentar úr Verzlunarskóla íslands. Þetta er þriðji árgangurinn, sem brautskráður er síðan lærdómsdeild var stofnuð við skólann 1942. En skólinn var stofnaður árið 1905. Burtfararpróf skólans eru tvö, verzlunarpróf, eftir 4 ára nám og stúdentspróf, eftir 6 ára nám, eins og í eldri menntaskólunum. I Verzlunarskólanum voru alls í vetur um 330 nemendur í 12 deildum. í ræðu sinni við brautskráningu stúdentanna talaði skólastjórinn, Vilhjálmur Þ. Gíslason, um námskostnað og námsgildi og um próf, og ávarpaði að lokum hina nýju stúdenta og árnaði þeim heilla. Síðan voru kenn- arar, stúdentar og ýmsir fleiri, gestir á heimili skólastjóra og konu hans um stund. Ýmsan gleðskap höfðu nýju stúdentarnir og fóru saman í ferðalag norður í land. Stúdentamir á myndinni eru þessir: Efri töð frá vinstri: Jóhann Jónsson, Reykjavík, Þórhallur Arason, Patreksfirði, Emil Ágú'stsson, Reykjavík, Þórir Ingvarsson, Reykjavik, Valur Sigurðsson, Reykjavik, Theodor Georgsson, Vestmannaeyjum. Neðri röð frá vinstri: Magnús M. Guðjónsson, Reykjavík, Svanhild Wendel, Reykjavík, Björn Júlíusson, Vestmannaeyjum, Jóhann Guðmundsson, Ytri Sveinseyri, Tálknafirði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.