Vikan


Vikan - 07.08.1947, Blaðsíða 2

Vikan - 07.08.1947, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 32, 194T PÓSTURINN • Vika mín góð! Þú ert alltaf svo þolinmóð að svara öllu kvabbi, en mig langar nú samt að spyrja þig um kvikmyndaleikar- ann Turhan Bey. Hvað er hann gam- all ? Er hann gif tur ? Er hann Tyrki ? Hvað gerði hann áður en hann byrjaði að leika? Hefir hann leikið lengi? Þakka svarið fyrirfram. Forvitin. Svar: Turhan Bey er fæddur 30. marz 1919 í Vín. Hann erókvænturog var faðir hans Tyrki. Skömmu fyrir stríð fór hann til Hollywood og gerð- ist kvikmyndaleikari, en áður hafði hann ferðast víða um heiminn. Kæra Vika! Af því þú ræður fram úr öllum mínum vandræðum, ætla ég að biðja þig að gera svo vel að segja mér hvað kvikmyndaleikkonan Judy Gar- land er gömul og hvort hún er gift ? Vonast eftir svari í næsta blaði. Þín 'Nanna. Svar: Judy Garland er fædd 10. jan. 1923. Hún er tvigift, var fyrri maður hennar Dave Rose, sá núver- andi Vincente Minnelli. Kæra Vika! Vilt þú ekki vera svo góð, að svara okkur eftirfarandi spurningum: 1. Hvaða bóklegar námsgreinar eru kenndar í Loftskeytaskólanum ? 2. Þarf nokkurn vissan aldur, til þess að fá þar kennslu? 3. Er hægt að komast þar að til náms næsta vetur? Með fyrirfram þakklæti. Nonni og Manni. Svar: 1. Póst- og símamálastjóm- in starfrækir skólann og gefur hún allar upplýsingar um námstilhögun. — 2. Umsækjendur þurfa að vera 18 ára og hafa lokið gagnfræðaprófi eða hlotið hliðstæða menntun. Skól- inn hefst í oktober í haust og munu enginn vandkvæði á að fá inngöngu. Kæra Vika! Getur þú sagt mér hvort kvenfólk getur orðið loftskeytamenn. Og hve langan tíma það tekur að læra það og hvar það er kennt. Vonast eftir svari í næsta blaði. E. K. Svar: Já, kvenfólk getur orðið loft- skeytamenn og hafa tvær stúlkur þegar lokið prófi með prýði. Náms- tíminn er ca. 9 mánuðir. Að öðru leyti vísast til bréfsins hér á undan. Kæra Vika! Viltu vera svo góð að leysa úr þessum spurningum fyrir mig: 1. Hvað kostar fæði og húsnæði á hóteli í Rvík um viku tíma? 2. Hvemig á ég að komast í bréfasamband við einhvem í Cali- forníu ? 3. Er það virkilega satt að leik- arablöðin séu hætt að koma? Með ástarþökk fyrir svarið, sem ég vonast eftir hið fyrsta. Tiger-lily. Svar: 1. Eins manns herbergi kosta samkvæmt úrskurði verðlagsstjóra kr. 27,50 á dag. Minni herbergi 21 krónu. Fæði er aðeins selt í ein- stökum máltíðum og kosta misjafn- lega mikið. 2. Við höfum engin ráð til að koma þér I bréfasamband við „einhvem í Califomíu.“ 3..Leikarablöðin munu að heita má alveg hætt að koma. Kæra Vika! Getur þú sagt mér hvort hægt er að fá að lærá tannsmíði hér í bæn- um (Reykjavík) ? Ef svo er, hvað Framh. á bls. 15. Þeir, sem nýlega hafa gerzt bifreiða-eigendur, og aðrir, sem bifreiðar eiga, þurfa að eignast Bifreiðabókina, — nauðsyn- lega handbók, — sem jafnan ætti að liggjá í hverri bifreið. tJtgefandi. Bréfasambönd Blrtlng á nafni, aldri og heimilie- fangi kostar 5 krónur. Hér fara á eftir nöfn þeirra, sem óska að komaat í bréfasamband: Irskur maður, Gerald Monaghan, óskar að komast í bréfasamband við íslenzka frímerkjasafnara. Heimilis- fang hans er: 6 Vernon St. S. C. Rd., Dublin, Eire. Miss Goyce Dale, 10 Circular Drive, Lache Lane, Chester, Cheshire, England (15—16 ára pilt eða stúlku, bréfin séu á ensku). Judith Nilssen (17—19 ára), Saup- stad, Mærvoll, Lofoten, Norge. Vilborg Vilmundardóttir (16—18 ára) (Helzt á Norður- eða Austurlandi), Króki, Garðahverfi, við Hafnar- fjörð. Fjóla Sigurbjörnsdóttir (16—18 ára) (Helzt á Norður- eða Austurlandi), Hlíð, Garðahverfi, við Hafnarfjörð. Hjördís Albertsdóttir (16—21 ára), Krossi, Berufjarðarströnd, Djúpa- vogi. Gunnar Einarsson (16—25 ára), Núpi, Berufjarðarströnd, Djúpa- vogi. Guðmundur Ingvarsson (16—18 ára), Síldarverksmiðjunni, Ingólfsfirði. Magnús Jónsson (16—18 ára), Síld- arverksmiðjtmni Ihgólfsfirði. ^MIMMMIMHMMMMIIMMMMMMIMMMIMMHMMMMIIMMHMIMI,^ i t | Tækifærisgjafir I fjölbreyttu úrvali Gottsveinn Oddsson I úrsmiður. - Laugavegi 10. I (Genglð inn frá Bergstaðastr.) : WINDS ORKASTALI Þessi mjmd sýnir morgunguðsþjónustu í Kapellu hins heilaga Georgs. TAKGÐ Snorra Snorrason, nýútkomnu skáldsöguna eftir Jón H. Guðmundsson, með yður í sumarfríið. Sagan gerist í Reykjavík fyrir síðasta stríð og á hemámsárunum. Hún fjallar um ástir og baráttu ungs Vestfirðings í höfuðborginni. VterÖV I vönðuðu bandi kr. 19,50, heft kr. 12,50. Kaupíð og lesið skáldsöguna Snorri Snorrason TJtgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.