Vikan


Vikan - 07.08.1947, Blaðsíða 4

Vikan - 07.08.1947, Blaðsíða 4
4 FALSAÐIR PEIMIIMGAR. Smásaga eftir Douglas Newton ]l/faður ekki of vel búinn horfði á pen- 1 ingaseðil, sem jafnvel önnum kafinn þjónn hafði tekið eftir að var falsaður. Ösjálfrátt minntist hann atburðanna í Cannes fyrir nokkrum árum ... þá hafði það einnig verið um falska peninga að ræða og það hafði orðið honiun dýrkeypt. - 1 þá daga hafði allt staðið á öðrinn endanum í Cannes, sökum kappsiglinga, og hið sama endurtók sig nú 1 Ambersham. Þangað hafði verið stefnt unnendum sigl- ingaríþróttarinnar hvaðanæva að, til þess að reyna sig við keppinautana. Hann hafði dvalið í vikutíma í Ambers- ham í þeim tilgangi að bíða eftir því að eitthvað gerðist. Falsaði peningaseðillinn hafði styrkt grun hans um að í Ambersham mundi hann fá uppreist fyrir þá smán, sem hann hafði orðið að þola í Cannes. Fyrir utan gekk unga fólkið framhjá klætt eftir tízku siglingaríþróttarinnar — ungir menn í hvítum flúnelsbuxum — ungar stúlkur (þó nú á tímum sé afar erfitt að gizka á aldur þeirra!) í strand- fötum. Dögum saman hafði hann setið dottandi í veitingarhúsinu yfir ,,Café-au- lait“ og horft sljóvum augum á fólkið, sem streymdi framhjá ... og svo ... allt í einu hafði það skeð, sem hann hafði von- að og beðið eftir: Debora gekk fram hjá! Árin, sem höfðu liðið frá því að atburð- irnir gerðust í Cannes, virtust ekki hafa sett nein merki á Deboru. Hún var jafn grönn og þá — og virtist vera jafn aðlað- andi.... nýtízku fegurðarmeðul eru dýr, ef það eru hinar réttu tegundir og gæði — en er hægt að kaupa æsku og fegurð of dýru verði? Debora og vinir hennar voru að minnsta kosti reiðubúnir að borga. .. . Maðurinn stakk peningaseðlinum kæru- leysislega í vasann og hélt heimleiðis til hótelsins, sem hann bjó á. Stundarf jórð- ungi seinna fór hann út aftur, og hafði þá algjörlega skipt um ham. Enginn skradd- ari hefði getað fundið neitt að hinum glæsilega búningi hans, og fas hans var hvortveggja í senn virðulegt og yfirlætis- legt. Hann gekk beint að snotru húsi, sem lá við hliðargötu. Þar var dyravörður, sem opnaði ekki, nema gefið væri sérstakt merki. Hann þekkti það, og um leið og hann leitaði í veskinu eftir viðeigandi seðli handa dyraverðinum, gætti hann þess, að hinn sæi, hversu mikið væri í veskinu. Ef hann mundi rétt, þá hafði það einmitt verið svona í Cannes, og Debora hafði strax fengið vitneskju um það ... slíkt gat Debora ekki staðizt. Leon Rinda var ágætur gestgjafi rnn borð á lystisnekkju sinni „Spurrehögen.“ Vinahópurinn, sem hann hann hafði valið, af því að hann var góður mannþekkjari og þekkti breyzkleika þeirra/ var ásáttur mn að ekki yrði á betra kosið. Kampavíns-bar var í einu horninu á salnum og þar rétt hjá voru dyr, sem lágu að sérstökum sal, þar sem menn komu saman og spiluðu um engar smáupphæðir. „Hver er þessi nýi kunningi þinn Debora?“ spurði Leon Rinda. „Hann er nýkominn til bæjarins ... og er hreinasta gersemi." „Ekki skyldi maður ætla slíkt eftir föt- unum að dæma. Þau eru ágæt...“ „Já, en hvaða heimskingi sem er getur keypt sér fín föt, ef hann á peninga. Hann heitir Ahab Smith. Ég hitti hann hjá Jefferson, og dyravörðurinn sagði mér að veskið hans væri troðfullt af peningum.“ „Er það rétt?“ „Það held ég.“ „Hve mikið á hann?“ „Eina miljón!“ „Vitleysa, það er enginn, sem flækist með heila miljón á sér í veskinu." „Nei, auðvitað ekki, en hann sagði mér frá verzlun, sem hann á, þarna fyrir norð- an. Þ. e. a. s. hann hefir selt hana...“ „Þetta getur allt saman verið lygi...“ „Ég hefi það skriflegt," sagði hún sigrihrósandi. „Hann týndi bréfinu frá málfærslumanninum, sem viðurkenndi söluna fyrir 1 miljón.“ VEIZTU — ? § 1. „Eldflugan" er ekki flugnategund. I Hvað er hún þá? i I 2. Hvenær var Snorri Sturhison fyrst = = kjörinn lögsögumaður ? \ 3. Hvenær var norska skáldið Alexander § = Kielland uppi ?" i i 4. Hvenær fæddist William Booth, stofn- i andi Hjálpræðishersins ? i i 5. Hvenær fór Hallveig Ormsdóttir til bús | í með Snorra Sturlusyni og gerði félag i I við hann? = = 6. Hvað er mesta hafdýpi, sem mælt hefir i | verið og hvar er það? í 7. Hver er lengsti skipaskurður í heimi i og hvar er hann? i 8. Hvað eru til margar kaktustegundir ? i : 9. Hvað er lengsta á í heimi löng og hver i er hún? i i 10. Hvað heitir hæsta „lifandi" eldfjall í i heimi og hve hátt er það ? Sjá svör á blaðsíðu 14. « i 'ú JiimiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiifiiiMMMiuinMiC VEKAN, nr. 32, 194T „Hamingjan góða! Debora, þú ert perla."- „Farðu gætilega að honum.“ „Treystu mér, Debora.“ Ahab Smith leið ágætlega um borð á „Spurvehögen.“ Honum þótti mjög gaman að spila, og honum var alveg sama, þó að hann tapaði þremur þúsundum. Svo snérist hamingjan við, og eftir hálftíma hafði hann unnið sex. Eftir stutta hvíld var haldið áfram ... Ahab Smith bar sjálfur fram þá tillögu, að spilaféið yrði hækkað — því að þeir væru ekki komnir hingað til þess að spila um piparkökur. Vinningurinn varð að engu og hann tapaði hér um bil 6 þúsundum. Það hafði verið auglýst, að veizlu flug- eldarnir í Ambersham mundu verða sér- staklega frábærir, og þegar skothvellirnir heyrðust fór Ahab Smith að ókyrrast. „Þetta verð ég endilega að sjá,“ sagði hann. Debora vildi fá hann til þess að halda áfram að spila, og sýndi honum fram á, að það væri honum sjálfum fyrir beztu að hætta ekki, vegna þess að hann væri í tapi... en Leön Rinda gaf henni merki um að láta hann afskiptalausan. „Skiptu þér ekkert af honum,“ sagði Leon. „Honum á að finnast hann vera eins og heima hjá sér hér um borð. Ég hefi engan áhuga fyrir þeim smáupphæðum, sem við getum náð frá honum við spila- borðið. Ég vil ná í miljónina, og ég veit gott ráð til þess. Það er því nauðsynlegt, að hann viti sig öruggan hér. Ég hefi gefið öllum um borð skipun um, að lofa honum að fara ferða sinna hvert sem hann vill.“ „Hvert sem hann vill?“ „Næstum því.“ „Jæja.“ Þegar flugeldunum var lokið stóð Leon við hliðina á Ahab Smith. „Þetta var mjög íburðarmikið.“ „Já, við eigum ekki svo góðu að venjast í þesskonar efnum nyrðra.“ „Þykir yður gaman á sjó, Smith ?“ „Já, mjög gaman.“ „Langar yður til að fara eina ferð með „Spurvehögen?“ „Hvað kostar ferðin?“ „Nei, ég á auðvitað við, að þér séuð gest- ur minn,“ sagði Leon og hló. „Því tek ég með þökkum. En — satt að segja... viljið þér ekki selja skipið. Mér finnst’það vera anzi snotur skúta. Hvað gáfuð þér fyrir hana?“ „Tvö himdruð þúsund,“ svaraði Leon hiklaust, um leið og hann tvöfaldaði verðið. „Já, þér viljið náttúrlega fá einhvem ágóða. Eigum við að segja tvö hundruð og fimmtíu?“ En fyrirætlanir Leon Rinda voru á aðra leið. „Ég hefi alls ekki hugsað mér að selja...“ „Það hafði ég heldur ekki hugsað. En svo kom einhver heimskingi og bauð mér 1/4 miljón meira, en hægt var annars að fá Framhald á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.