Vikan


Vikan - 07.08.1947, Blaðsíða 5

Vikan - 07.08.1947, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 32, 1947 Ný f ramhaldssaga: 3 Hver var afbrotamaðurinn? Sakamálasaga eftir Ágatha Christie enda. Þar eð seinna kom í ljós, að herbergja- skipun í húsinu skipti mjög miklu máli, birtist hér teikning af henni. Herbergin sneru öll inn að garðinum og þangað aneru einnig flestir gluggarnir nema i gömlu suðurálmunni, þar. voru einnig gluggar á móti suðri, en járngTindur voru fyrir utan þá glugga. 1 suðvestur horninu var stigi, sem lá upp á langt, flatt þakið, en á þaki suðurálmunnar, sem var hærra en hinar þrjár, var brjóstvörn móti suðri. Coleman fór með mig meðfram austurvegg garðs- ins, að stóru, opnu svölunum í miðri suðurálm- unni. Hann opnaði hurð, og við komum inn í herbergi þar sem margt manna sat umhverfis teborð. „Halló! Hérna komum við!" sagði Coleman. Kona, sem sat við enda borðsins, stóð á fætur •og gekk á móti mér. Þetta voru fyrstu kynni mín af Lovísu Leidner. 4. KAFLI. Eg skal fúslega játa, að ég varð vægast sagt undrandi, þegar ég sá frú Leidner. Maður gerir sér ósjálfrátt ákveðnar hugmyndir um mann- eskju, sem maður hefir heyrt talað mikið um. Og ég var með sjálfri mér sannfærð um, að frú Leidner væri dökkhærð, gremjuleg á svipinn og , eirðarlaus — og ef satt skal segja, hafði ég ímyndað mér að hún væri grófgerð og dálítið ruddafengin. Og svo reyndist hún vera allt öðruvísi en ég hafði ímyndað mér. 1 fyrsta lagi var hún mjög ljós á hár og hörund. Það var ekki sænskt blóð í æðum hennar eins og í æðum manns hennar, en hún hefði getað verið sænsk eftir útlitinu að dæma. Ein af þessum sjaldgæfu, fögru, norrænu konum. Hún var ekki sérlega ung. Hálf fertug, gæti ég trúað. Það voru alldjúpir drættir í and- litinu á henni og hárið var aðeins byrjað að grána. En augu hennar voru undursamlega fögur. Það eru raunverulega einu augun, er ég hefi séð, sem með sanni er hægt að segja að séu f jólublá. Þau voru stór, og það voru daufir skuggabaugar fyrir neðan þau. Hún var grönn og veikluleg. Það var eins og hún væri örþreytt, en samtimis full af lífi — já, þetta hljómar kjánalega, en þannig kom hún mér fyrir sjónir. Hún rétti mér hönd- ina og brosti. Rödd hennar var dimm og mjúk og það vottaði fyrir amerískum hre^m í henni. „Mér þykir svo vænt um, að þér skuluð vera komin," sagði hún. „Viijið þér ekki fá yður te? Eða viljið þér kannske heldur koma upp í her- bergið yðar fyrst?" Ég þáði teið, og hún kynnti mig þeim, sem sátu við borðið: Ungfrú Johnson, herra Reiter, frú Mercado, herra Emmott og séra Lavigny. Hún vísaði mér til sætis milli ungfrú Johnson og prestsins. Von væri á dr. Leidner á hverri stundu. Ungfrú Johnson hóf máls við mig, spurði mig, hvernig ferðin hefði gengið og svo framvegis. Mér geðjaðist vel að henni. Hún minnti mig á yfirhjúkrunarkonu, sem ég hafði éinu sinni unnið , hjá, og sem okkur hafði öllum þótt mjög vænt um. Hún var nálægt fimmtugu og dálítið karl- mannleg, með mjög stuttklippt, stálgrátt hár. Hún var stuttorð, en rödd hennar var þægileg, djúp og hijómmikil. Hún var ófríð I andliti með mikið kartöflunef, og þegar hún komst í geðs- SÖGUPERSÓNURNAR: Hercule Poirot, litli, feitlagni Belgíumaður- inn, sem er snillingur í að leysa torráðin glæpamál. Amy Leatheran, hjúkrunarkona — dugleg, skarpskyggn, glaðlynd og trygg — hefir verið ráðin til að annast Lovísu Leidner, forkunnarfagra konu, sem er taugaveikluð. Hún er gædd einhverjum óheillavænlegum töframætti, sem veldur 6ró- leik meðal leiðangursmanna. Hún er kona dr. Eric Leidner, forystumanns leiðangurs- ins. Hann hefir ekki áhuga á neinu nema forn- um leirkerabrotum - og hinni f ögru konu sinni. Richard Carey, arkitekt leiðangursins og gamall vinur og samverkamaður dr. Leidners. Hann er laglegur og myndarlegur og nýtur hylli kvenna. Anna Johnson, einnig gamall samverkamað- ur dr. Leidners og tilbiður jörðina sem hann gengur á. Hún er kona um fimmtugt, stutt- klippt og dugnaðarleg. Séra Lavigny, kaþólskur prestur, svart- skeggjaður með lonéttur, helgirúnafræðingur og hálfgerður vandræðamaður. Jósep Mercado, efnafræðingur leiðangursins, hár, grannur, gugginn og raunamæddur. Hann er miklu eldri en konan hans, María Mercado, sem er dökkhærð og ekki öll þar sem hún er séð. Hún hatar Lovísu. Karl Reiter, er ljósmyndari leiðangursins, heldur óásjálegur og lítill fyrir mann að sjá. William Coleman, ungur uppskafningur, sem talar mikið, en bætir lítið við þekkingu manna. Davíð Emmott, er þriðji „ungi maðurinn" í leiðangrinum, snotur, duglegur Ameríkumaður. Giles Reilly, læknir leiðangursins, roskinn maður, duglegur og spaugsamur og á. heima nálægt Hassanieh. Honum þykir gaman að stríða Leatheran hjúkrunarkonu. Sheila Reilly, ung nútimakona, lagleg, kald- lynd, kæruleysisleg, örugg i framkomu og hæðin. Fer stundum dálitið í taugarnar á Amy Leatheran. hræringu, nuddaði hún það akaft. Hún var í grófgerðri ullardragt, sem gerði hana enn karl- mannlegri. Séra Lavigny fannst mér viðsjárverður. Hann var hár, hafði mikið, svart skegg og gekk með lonéttur. Frú Kelsey hafði sagt, að það væri franskur munkur meðal leiðangursmanna, og ég sa nú, að presturinn var í eins konar munka- kufli úr hvítu ullarefni. Frú Leidner talaði næstum alltaf frönsku við hann, en við mig talaði hann sæmilega ensku. Augnaráð hans var kænlegt og hvasst og var sífellt á flökti frá einum til annars. Hinir þrír sátu andspænis mér við borðið. Reit- er var ungur maður, hár og herðabreiður og með gleraugu. Hann var síðhærður og hrokkinhærður, og augu hans voru blá og hnöttótt. Hann hefir sjálfsagt verið fallegur sem barn, en nú — — mér datt í hug grís, þegar ég leit á hann. Emmott, hinn ungi maðurinn, var mjög snöggklipptur. Hann var langleitur, tennurnar mjallhvítar og brosið aðlaðandi og bar vott um kimnigáfu. En hann talaði ekki mikið. Kinkaði kolli, þegar yrt var á hann, eða svaraði með eins atkvæðis orðum. Hann var Ameríkumaður eins ogr Reiter. Loks var frú Mercado. Mér var ekki nokkur leið að gera mér ljósa grein fyrir henni, því að í hvert skipti sem ég leit á hana, mætti hún augnaráðl minu með starandi forvitnum augum, sem væg- ast sagt var ónotalegt. Ætla mátti að hjúkrunar- kona væri eitthvert furðudýr, eftir svip hennar að dæma. Hún var ung — í mesta lagi 25 ára. Dökkhærð, og eins og — kviðdregin, ef þið vitið hvað ég á. við. Og þó vafalaust lagleg. Hún var í hárauðri prjónatreyju og neglurnar voru málaðar í sama . lit. Það var einhver fuglssvipur á andlitinu á henni. Augun voru náin hvort öðru og einhver tortryggnissvipur kringum munninn. Teið var sterkt og gott, og með því var ristað brauð og marmelaði, bollur og sódakaka. Emmott var mjög kurteis og umhyggjusamur gagnvart mér. Þó að hann segði ekki mikið, tók hann alltaf eftir, ef mig vantaði eitthvað. Vonbráðar kom Coleman inn og settist við hliðina á ungfrú Johnson. Hann var áreiðanlega taugaveiklaður. Það óð jafnmikið á honum og áður. Frú Leidner andvarpaði einu sinni og leit þreytulega i áttina til hans; en það hafði engin áhrif. Hann lét það heldur ekkert á sig fá þó að frú Mercado, sem hann beindi máli sinu eink- um til, væri alltof önnum kafin við að stara á mig til að taka eftir þvi sem hann sagði. Rétt þegar við ætluðum að fara að standa upp frá borðum, kom dr. Leidner ásamt Mercado. Dr. Leidner heilsaði mér vingjamlega; en ég tók eftir, að hann leit kviðnum, éftirvæntingarfullum augum til konu sinnar; var auðséð, að honum létti við það, sem hann sá.. Hann settist við borðendann, og Mercado settist í auða sætið við hlið frú Leidnes. Hann var hár og grannur, þung- lyndislegur á svip og allmiklu eldri en kona hans. Litarháttur hans var veiklulegur, og skegg hans var næsta einkennilegt, lint og lúpulegt. Eg var fegin að hann skyldi koma, því að nú hætti konan hans að stara á mig, en beindi í þess stað allri athygli sinni að honum. Hún horfði á hann með eftirvæntingarfullri óþolinmæði, sem mér fannst mjög undarleg. Hann sat þögull og hrærði hugs- andi í tebollanum. Það -var sóda- kökusneið á diskinum hans en hann bragðaði ekki á henni. Eitt sæti var enn laust við borðið. Þá opnaðist hurðin í hálfa gátt og maður kom inn. Um leið og RichardGreykominnúr dyrunum, fannst mér hann vera ein- hver fallegasti maður sem ég hafði nokkurn tíma séð — og þó efast ég um að svo hafi verið! Að segja að

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.