Vikan


Vikan - 07.08.1947, Blaðsíða 9

Vikan - 07.08.1947, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 32, 1947 9 Það er erfitt að segja, hvað þeir eru að spjalla saman þessir tveir félagar. Ef til vill er sá litli að segja stóra leikbróður sínum, hvemig' hann eigi að fara að því að vinna hylli dómaranna, því að hann er nýbúinn að hljóta verðlaun í hundasamkeppni, en sá stóri biður eftir því að dóm- aramir meti verðleika hans. Stúlkan á myndinni er 21 árs og fædd fótalaus. Myndin er tekin af henni eftir að læknamir á spítalanum þar sem hún er, höfðu sagt henni, að eftir uppskurð muni hún fá gerfifætur, sem hún geti gengið á og jafnvel dansað á, án þess nokkuð beri á því. Barnið, sem tekur þátt i fögnuði hennar, er stofufélagi hennar á spítalanum. Þessi myndastytta er af amerískum hermanni, sem féll á Iwo Jima, en hlaut viðurkenningu fyrir frækilega framgöngu í orustunum á Guadalcanal. ForeJdrar hermannsins era að horfa á styttuna. Eldur kviknaði í bílnum, til hægri á myndinni og komst hann í olíulind þar rétt hjá. Varð af ógurlegt eldhaf og reykur, en fyrir vasklega fram- göngu slökkviliðsins tókst að verja aðrar olíulindir í nágrenninu. Þetta er í Kaliforníu. Sendiherra Breta í Bandaríkjunum, Bonnet (t. h.), sendiherra Frakka, það leyti, sem hann sagði af sér Inverchapel lávarður (t. v.) og Henri era að kveðja James F. Bymes um utanríkisráðherraembættinu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.