Vikan


Vikan - 07.08.1947, Blaðsíða 11

Vikan - 07.08.1947, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 32, 1947 11 ---- Framhaldssaga: ------------ SPOR FORTÍÐARININIAR ----------------- ÁSTASAGA eftir Anne Dnffield svikinn jrfir konunni, sem hann hafði falið að sjá um skjólstæðing sinn. Hann hafði líka ástæðu til að vera það, ef það hefði veriö satt, játaði hún fyrir sjálfri sér. En hann hafði umsvifalaust trúað orðum Eve — því að auðvitað var það Eve og engin önnur, sem sagði frá þessu — og hann neitaði að hlusta á nokkrar skýringar. Andlit Lindu varð ennþá fölara og hún var gripin kaldri fyrirlitningu. „Hafið þér misst allt traust á mér?“ spurði hún. „Viljið þér að ég segi úpp stöðu minni?" Hún leit hæðnislega á hann. Hæðnin í rödd henn- ar særði hann eins og svipuhögg. Hann reiddist augnaráði hennar og raddblæ. Hún hafði engan rétt til að láta svona. „Talið ekki svona heimskulega," sagði hann hranalega, „auðvitað vil ég ekki að þér dragið yður í hlé, verið aðeins varkárari meðan Axel greifi dvelur hér í Abbou-Abbas." Að svo mæltu sneri hann sér frá henni og gekk að flugvélinni. Hún elti hann. „Kaye majór — þér verðið að lofa mér að gefa skýringu —.“ „Við skulum bara gleyma þessu,“ sagði hann og stökk upp í vélina. „Tilbúinn, Osman," sagði hann við einn mann- inn, sem stóð við hreyfilinn. „Farið frá ungfrú Summers — gætið yðar.“ Hann reyndi að brosa, því hann fyrirvarð sig fyrir að hafa látið bera á reiði sinni. „Au revoir! Ég kem aftur á laugar- daginn." „Nei, bíðið —,“ hún var skyndilega gripin hræðslu, hann mátti ekki skilja svona við hana — en mennirnir höfðu sett vélina í gang og skell- imir í henni yfirgnæfðu hróp hennar. Linda var öivæntingarfull og máttvana þegar hún horfði á eftir vélinni út yfir grasflötinn. Kaye veifaði þegar vélin hóf sig á loft og Linda horfði á eftir henni þar til hún hvarf á bak við mangó- trén. Linda hallaði sér fram á handriðið á svölunum hjá Albertu. Það var heitt í veðri þetta kvöld. Dymar inn í setustofuna stóðu opnar og þaðan heyrðust raddir og hávaði í útvarpi. Alberta hafði haldið smá matarveizlu Axel greifa til heiðurs, en hann hafði lengt dvöl sína í Abbou-Abbas og bjó nú hjá Albertu og Michael. Linda, sem var máttlaus af hitanum og í daufu skapi, hafði laumast út á svalimar, þar sem dimmt var og svalt. Það var föstudagskvöld — á morgun gerði majórinn ráð fyrir að koma. Linda hafði fyrst í reiði sinni verið ákveðin í að fara frá „Friðarlundi" og til Englands aftur. Hún vildi ekki vinna hjá manni, sem trúði slíkum söguburði um hana og vildi ekki heyra neinar skýringar. En smátt og smátt rann henni reiðin og hún tók að líta á málið frá sjónarhól majórsins. Hann hafði ekki viljað láta hana útskýra þetta nánar af þeirri einföldu ástæðu að hann taldi sig ekkert hafa yfir henni að segja i þeim sökum. Hann skyldi samt engu að síður fá skýringu — hún vildi að hann fengi að vita sannleikann. Hann var sá eini, sem hún gat með góðri samvizku sagt frá leyndarmáli Tony, því að hjá honum yrði það vel geymt. Fólk í Abbou-Abbas mátti segja það sem því þóknaðist, en Kaye varð að vita sannleikann. Hún hafði líka gilda ástæðu til að vera hér áfram — vegna framKomu Sybil við Michael. Daður þeirra var ekki hætt — daður, sem var að öllu leyti meinlaust, að öðru en því að það kvaldi Albertu. Linda var viss um að Michael meinti ekkert með þvi, en hún hélt sig verða vara við kviðavænlegar breytingar hjá Sybil. Sybil var að eðlisfari kát og fjörug og laus við alla taugaveiklim. Hún var of kaldgeðja og eigin- gjöm til að láta hrífast. En nú — ef Lindu skjátl- aðist þá ekki — var stelpan æst og í sífelldu taugastríði. Engir virtust taka eftir þessu nema Linda, sem tók starf sitt alvarlega og gætti stúlkunnar vand- lega. Hið hrokafulla, litla andlit hennar var eins og blíðara og blá augun, sem höfðu ætið verið köld sem is vom mildari. Hún var ör í skapi og jafnvel ennþá erfiðari i umgengni en áður. Lindu fannst henni á engan hátt hafa farið fram við þessa breytingu, hún vera hvorki fallegri né skemmtilegri, en hún var breytt og eitthvað vakn- að í henni — og Linda gat sér til með skelfingu um ástæðuna. Sybil gat þá orðið ástfangin! Stelpukjáninn var orðin ástfangin af Michael og var nú fyrst orðin verulega hættuleg og ásækin. Michael hafði ekki skilið þetta ennþá — það var Linda viss um. Hún þekkti karlmennina og vissi að þegar Michael kæmist að þessu yrði hann upp með sér, hrærður — og jafnvel eitthvað meira. Það er mikill munur á fallegu bami, sem maður styttir sér stundir við að leika við — og ungri, ósnortinni stúlku, sem er að verða ástfang- in í fyrsta sinn. Það hlaut að minnsta kosti að vekja meðaumkun hans — og kannske eitthvað meira. Hún gat ekkert gert. Þótt hún talaði við Michael yrði það ekki til neins annars en að flýta fyrir því sem hún vildi forðast og vekja áhuga hans á ungu stúlkunni, sem hann fram að þessu hafði skoðað sem hvert annað bam. Það var jafn vonlaust að tala við Sybil. Það var eina vonin, ef einhver yrði til að vekja at- hygli Sybil á sér, svo að hún hætti að hugsa um Michael. Linda velti þessu öllu fyrir sér þar sem hún stóð á svölunum heima hjá Albertu og Michael. Skrjáfur einhvers staðar í garðinum vakti athygli hennar — og hún sá bregða fyrir tveimur skugg- um. Kitlandi og æsandi'hlátur benti til þess að þama væri Sybil á ferð og hinn skugginn hlaut að vera Michael. Linda sást ekki, því að hún var í svörtum kjól; hún stóð grafkyrr og lagði við hlustimar. Hún heyrði ekki nema orð og orð á stangli fyrir há- vaðanum i stofunni, en heyrði þó það mikið að hún skildi að Michael var að mótmæla einhverju. Sybil hló aftur og var óðamála. Það var auð- heyrt að Michael hafði stungið upp á að fara inn aftur, en Sybil viljað vera úti. Linda fór inn í stofuna. Axel greifi sat og talaði við Albertu, sem var stúrin á svipinn og leiðin- lega klædd — í gráum silkikjól og rauð í framan af taugaæsingi. Það var ekkert imgt fólk i boð- inu — Eve og vinkoriur hennar vom ekki, aðeins Sanders-hjónin og fólk á aldur við þau. Sybil hafði 'verið boðið af því að það var ekki hægt að skilja hana eftir eina heima á „Friðarlundi" og þegar Alberta stakk upp á því við hana að hún færi til vinkonu sinnar Eve Lacy þetta kvöld, þvi að henni myndi leiðast innan um þetta eldra fólk, hafði Sybil svarað kuldalega: „Nei — ég þakka yður fyrir -— mér leiðist aldrei hjá yður. Það þúrfið þér ekki að vera hræddar um.“ Alberta hafði þegar orðið áhyggjufull og það ekki að ástæðulausu, frá þeirri stundu, því að hún vissi vel hvað stelpuvargurinn átti við með þessu. Axel greifi sneri sér feginn að Lindu, þegar hún kom inn og settist hjá þeim. Það hafði verið erfitt að halda uppi samræðum við Albertu, þvl að hún var svo utan við sig. „Þér hafið verið að fá yður hreint loft?“ sagði hann. „Já, það er óvenju heitt í kvöld. Michael og Sybil héldu að það væri ennþá svolítill andvari úti á svölunum — sem er mesta vitleysa. Þetta kæfandi loft er ekki holt fyrir lungun í Michael." „Varst þú úti með þeim?“ spurði Alberta óðara. „Já, en ég gafst upp,“ sagði Linda. „Það blakt- ir ekki hár á höfði.“ Albertu virtist strax vera rórra. „Syngið þér ekki ennþá, Axel,“ spurði Linda og sneri sér að greifanum. „Jú, stundum — mér til afþreyingar," svaraði hann brosandi. „Þér ættuð að syngja fyrir okkur núna. Hann hefir ljómandi fallega rödd, Alberta." „Nei, mér hefir farið aftur með aldrinum," mótmælti hann. „En ef þið haldið að þið hafið ánægju af að hlusta á mig er það velkomið. Ég geri svo vel sem ég get.“ Axel greifi settist við flygilinn. Linda slökkti á útvarpinu og gekk svo út að svalahurðinni og kallaði: „Michael, Axel ætlar að syngja fyrir okkur.“ „Það var skemmtilegt." Það var auðheyrt að honum létti. Hann kom strax inn með Sybil með sér, en unga stúlkan sendi Lindu þrjózkufullt augnaráð, þegar hún gekk fram hjá henni. Rödd Axels hafði breytzt og vakti mikla aðdáun. Þegar hann hætti að syngja tóku gestimir að kveðja og fara. Linda og Sybil ætluðu að gista um nótt- ina, en þar sem aðeins voru tvö gestaherbergi urðu þær að sofa saman í öðru þeirra, en hitt hafði Axel greifi. Sybil var ekki fús til að fara strax inn til sin og sagðist ekki vera orðin syfjuð. „En ég er orðin syfjuð og Alberta líka,“ sagði Linda, „komið nú og lofum Michael og Axel að tala saman í ró ög næði.“ Sybil hlýddi þvi nöldrandi. 14. KAFLI. Kay majór kom heim frá Súdan-landamærun- um í talsvert betra skapi en þegar hann fór. En hann virtist samt ekki fagna því neitt sérstak- lega, þegar Linda sagði honum að Axel greifi væri ennþá i Abbas og kæmi seinna um daginn til að heimsækja þau. „Það er ágætt," svaraði hann þó vingjamlega. „Ég hefi gaman af að hitta hann aftur." Hann bætti því við að hann ætlaði að hringja í fleiri og bjóða þeim að koma. „Ég ætlaði hvort sem var að bjóða Hussein hingað einhvern daginn. Það em óeirðir í suður- hémðunum og Bedawi-feðgamir geta komið mér þar að miklu gagni. Næstu vikur verðum við að umgangast þá mikið. Þér minnist kannske á það við Sybil fyrir mig að hún verði að gæta timgu sinnar og vera kurteis þegar þeir em viðstaddir." Hún hét því. „Ágætt." Hann var fljótmæltur og órólegur. „Það hefir vonandi allt verið í lagi meðan ég var að heiman, ungfrú Summers." „Það er ekki undan neinu að kvarta. En mig

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.