Vikan


Vikan - 07.08.1947, Side 12

Vikan - 07.08.1947, Side 12
12 langar til að fá að tala við yður um annað, Kaye majór.“ „Getur það ekki beðið?“ ,,Eg vil heldur ljúka því af.“ Hún var róleg og ákveðin. „Komið þá með mér inn x skrifstofuna," sagði hann og fór á undan. Þegar hann hafði lokað hurðinni tók hún sér stöðu fyrir framan hann, svo að hún gæti séð andlit hans. „Þér neituðuð í síðustu viku að hlusta á mig og ég játa að þá var hvorki staður né stund til þess, en nú — „Æ, verið þér ekki að minnast á þetta aftur —.“ Það var fát á honum. „Ég hljóp víst á mig þá og bið ég yður afsökunar á því, ungfrú Summers. Ég komst víst klaufalega að orði — eigum við ekki að gleyma því?“ „Nei, ég vil segja eins og er,“ og hún sagði honum í sem fæstum orðum, hvað hafði gerzt í garðinum. „Það er erfitt fyrir mig að segja yður þetta, en það er þó betra þannig. Ég þarf víst ekki að biðja yður að minnast ekki á þetta við neinn —.“ „Nú er ég undrandi," varð Kaye að orði, þegar hún hafði lokið máli sinu, og hann horfði fast og rannsakandi í augu hennar. „Tony Severing ást- fanginn af yður!" „Ég veit að yður finnst það ósennilegt —." „Það var ekki það sem ég átti við. Það vekur bara furðu mína að hann skuli vera gæddur svona mikilli skynsemi og góðum smekk." Linda brosti angurvært. ,,l5g er hrædd um að þetta beri ekki vott um skynsemi hjá honum og ég fæ þvi ekki með orð- um lýst, hvað mér þykir þetta leiðinlegt." „Veslings pilturinn!" Kaye horfði fast á hana, en hún fékk ekkert ráðið af svip hans. Svo Tony var ástfanginn af henni? Ekki gat Kaye betur séð en að Axel greifi væri það einnig. Þeir báðir, §vo ólikir sem þeir þó voru, höfðu hrifist af henni. Hann varð hálf skelfdur þegar hann hugsaði um það. „Eg bið yður aftur afsökunar á orðum minum um daginn," hann brosti, en Linda fann að honum var alvara. „Ég fyrirgef yður og svo er það gleymt." ,.Mér finnst að ein ónefnd kona ætti að fá að vita hvemig i þessu liggur. Það er ekki drengi- lega gert gagnvart yður að láta hana halda — Tony má sjálfum sér um kenna, þegar hann fer að koma með slíkar ástarjátningar úti í garði, þar sem — „Nei,“ greip hún fram í fyrir honum. „Þér megið ekki segja það.“ „En kjaftasögumar —?“ „Ég kæri mig kollótta um það sem fólk í Abbou Abbas segir, Kaye majór." Já, það var auðséð að hún sagði satt — það var fyrirlitning í röddinni og hún bar höfuðið hátt. Hann sá hana allt i einu fyrir sér, dansandi Dónárvalsinn í faðmi annars manns — sem átti með henni margar minningar og hafði þekkt hana frá æsku. Hann sá þau fyrir sér, ömgg, sið- menntuð og ósnortin af öllum þvættingi og munn- fleipri. Honum fannst hann allt i einu vera svo lítill og auðvirðilegur og fór hjá sér. Hún sá vand- ræðasvipinn á honum, en misskildi hann. „En þér viljið kannske ekki láta bera út sögur um mig vegna Sybil? Ég gleymdi alveg þeirri hlið málsins —.“ „Nei, það skiptir mig engu,“ svaraði hann. „Það em í rauninni aðeins tvær konur, sem hafa ánægju af að baknaga yður. Þetta gleymist því fljótt. Við höfum gert úlfalda úr mýflugu og skammast ég mín fyrir það. En þér segist ætla að fyrirgefa mér.“ Gráu augun hans horfðu biðj- andi á hana og í þeim spegluðust allar hugsanir hans, þótt hann hefði ekki hugmynd um það sjálfur. „Það er þegar fyrirgefið," sagði hún vingjam- lega og bætti svo við glaðlega, „ef þér teljið upp þá, sem þér viljið bjóða, skal ég hringja í þá fyrir yður.“ „Ég þakka yður fyrir." 1 fljótu bragði var ekki annað að sjá en að sam- kvæmið sunnudaginn eftir tækist vel. Það var dá- samlega fagurt á „Friðarlundi" á þessum sól- bjarta degi. Rósirnar blómguðust ennþá og „chrysantemumar" stóðu í fullum skrúða. Michael Summers var óvenju hress þennan dag og Axel greifi dáðist að fegurð staðarins. Það var enginn vafi á að þessir tveir menn gerðu sitt til að samkvæmið væri skemmtilegt og Kaye var ágætur veitandi. Tony var þar lika, dálítið fölur, en glaðlegur og Jack Dainty og fleira ungt fólk. Hussein E1 Bedawi var auðsjáanlega hreykinn af að vera boðinn. Axel greifi, sem hafði áhuga á mörgu, talaði lengi við unga Arabann, um mál- efni, sem Hussein hafði gott vit á og sýndi honum mestu vinsemd. Hussein, sem átti ekki því að venjast að menn skiptu sér mikið af honum, brást glaður við. Sybil, sem líktist rós í ljósrauða „organdi"- VIKAN, nr. 32, 1947 kjólnum sínum, var i ljómandi skapi. Eve Lacy brosti við öllu og öllum. Alberta og frú Sanders ræddu um basar, sem halda átti til ágóða fyrir ensku kirkjuna. Samræður voru fjörugar og allir kátir að því er virtist. Þó lá eitthvað í loftinu, sem olh Lindu óróleika. Hún sat við teborðið og gaf öllum nánar gætur. Hún sá að Sybil gat ekki haft augun af Michael, en að öðru leyti hagaði stúlkan sér óað- finnanlega. Hvað eftir annað hvíldu augu hennar á Michael og svipur hennar var þannig að Linda furðaði sig á að allir skyldu ekki taka eftir þessu. Hussein hafði að minnsta kosti veitt því at- hygli. Hann átti eins erfitt með að líta af Sybil eins og unga stúlkan af Michael. Augnaráð hans kom upp um hann — það skein afbrýðisemi og fjrrirlitning úr því. Lindu fannst hún kólna upp — Arabinn hafði alltaf þau áhrif á hana, þegar hún var í nánd við hann — þótt hún reyndi að telja sér trú um að það væri betra að þessi ungi, hlédrægi maður kæmist að leyndarmáli Sybil en einhver af þess- um lausmálugu konum. Hussein mjmdi að minnsta kosti þegja yfir því. Kaye majór sá að Axel greifa varð oft litið á konuna við teborðið og það var eins og augu hans yrðu í hvert skipti blíðari og ástúðlegri. Kaye fekk grun sinn staðfestan með þessu — greifinn var ástfangínn af Lindu. „Þau ættu vel saman," hugsaði Kaye, en ekki geðjaðist honum þó vel að þeirri tilhugsun. Þegar gestimir luku við að drekka teið var gengið út í garðinn. Hussein gekk til Sybil og bað hana að sýna sér blómategundir þar í garð- inum, sem höfðu í fjrrsta skipti þetta ár náð full- um þroska í Egyptalandi. Unga stúlkan minntist þá áminningar Lindu og lét að orðum hans. Þau gengu saman yfir grasflötinn að blóma- beðinu. Hussein dáðist mjög að blómunum og lét orð falla eitthvað á þá leið að Úturinn á krónu- blöðunum væri likur rósrauðum kinnum hennar. Sybil hafði alltaf gaman af að láta slá sér gullhamra, en af einhverjum ástæðum varð þetta aðeins til að vekja hjá henni löngun til að þræta. Hún reigði höfuðið, horfði hrokafull á hann og svaraði engu. „Ég vona að ég hafi ekki móðgað yður?“ spurði hann. „Ó, nei, mér er alveg sama hvað þér segið." „Einnig hvað ég hugsa um yður, ungfrú Sybil?" „Algjörlega," svaraði hún. „Og þó emð þér ekki kaldljmdar að eðlisfari,“ sagði hann. Hún hrökk við. „Við hvað eigið þér?“ „Aðeins það, sem ég sagði. Hvers vegna má ég ekki vera vinur yðar? Hvers vegna sýnið þér mér aldrei annað en fjandskap?" Hún starði á hann. „Ég hefi aldrei —,“ byrjaði hún. „Þér forsmáið vináttu mina,“ greip hann fram i fyrir henni alvarlegur í bragði. „Ef þér viljið endilega vita það þá — „Segið ekki fleira, ég skil yður. En það er heimskulegt að forsmá vináttu nokkurs manns, jafnvel þótt það sé ég, sem á í hlut." „Ekki er ég á sömu skoðun." „Yður geðjast þá ekki að mér?“ „Hvomgt, ég hugsa bara ekkert um yður," hún brosti illgimislega. 1 raun og vem hafði hún ekkert á móti þessum unga manni, og hafði ánægju af tilbeiðslu hans. Hún naut þess að daðra við hann, reita hann til reiði og sjá eld brenna úr augum hans, sem annars vom svo kuldaleg. Það fór eins og hún hafði ætlað. Skapofsi og ástríða skein út úr grænum augum hans. Sybil hló — og naut æsingarinnar. Hún gat vafið hon- um um fingur sinn ef henni sýndist svo. „Þér fyrirlítið mig,“ sagði Hussein, ,,en það kemur kannske sá dagnr, þegar þér verðið ekki svona stórlátar og drambsamar. Þá finnst yður ef til vill gott að koma til mín.“ „Þér þykist vera eitthvað! Eigum við ekki að fara til fólksins?" MAGGI OG RAGGI. ‘Teikning eftir Wally Bishop. —ríí * / yW'i u: æ 3- ^ ík^ •(/, X. King Pcaturcs Syndicatc, Ínc.‘ Wor'ÍcÍ' figÍits'rcscfv'cd jjí:;:' /i 1. Raggi: Ég skal ná mér niðri á kennaranum! píanóleik getur leikið eftir nótunum öfugt einsog 2. Raggi: Skyldi henni ekki ofbjóða þetta? þú gerðir núna! 3. Raggi: Hvemig var þetta? 4. Raggi: Ekki tókst mér að slá kennarann út Kennarinn; Stórkostlegt! Aðeins snillingur í af laginu.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.