Vikan


Vikan - 14.08.1947, Blaðsíða 4

Vikan - 14.08.1947, Blaðsíða 4
4 VTKAN, nr. 33, 1947 Musterið fordæmda Smásaga eftir S. A. Klubien. T^RÁ Shan-hai-kuan, þar sem kínverski múrinn byrjar að hlykkja sig inn í landið, liggja slæmir og ógreiðfærir vegir til Peking. Lu hafði haldið áfram ferð sinni með- fram múmum í fjóra daga, en nú fór leið- in að verða of erfið, jafnvel fyrir þraut- seiga, mongólska hestinn, sem hann reið. Á eftir honum kom tvíhjóla kerra, dregin af múlasna, og í henni sat img, kínversk kona. Öðru hvoru nam Lu staðar, gægðist inn í kerruna og talaði nokkur orð við konuna, sem var lág vexti, en fíngerð. Augu þeirra mættust í brosi, því að þau álitu, að for- eldrar þeirra hefðu gert rétt, þegar þeir trúlofuðu þau á barnsaldri. — Lu hafði farið til Shan-hai-kuan, til að sækja konu- efnið sitt, brúðkaupið var um garð gengið, og nú var Ko-Ai litla á leiðinni til nýja heimkynisins. Lu reyndi að hraða förinni. Hann lang- aði að leiða brúði sína yfir þröskuld húss síns, en vegir voru slæmir og margar dag- leiðir ófarnar. Hann hafði ætlað að gista í litlu veit- ingahúsi, en nú sá hann, að þau myndu ekki komazt þangað, áður en myrkrið skylli á. Þau héldu því eftir öðriun vegi í suðurátt, þar sem stórt, grátt musteri, með drekum prýtt þak, gnæfði upp úr skógin- um. Ef sömu siðir voru hér og í Peking, þá myndu mustirisprestarnir veita þeim húsaskjól, fyr smávægilega þóknun. Þegar þau staðnæmdust fyrir framan marmarahlið musterisins, var sólin enn á lofti í vestri. Lu hjálpaði Ko-Ai út úr kerrunni og sneri sé að ökumanninum. — Þú finnur einhvem, sem hjálpar þér með farangurinn, sagði hann. Og hugs- aðu vel um skepnumar. Honum fannst það kynlegt, að engin lif- andi manneskja sást. Hér vom engir á- gjarnir dyraverðir, engir prestar, sem buðu ferðafólkið velkomið! Lu gekk nú inn í yzta forgarðinn og Ko- Ai á eftir honum, eins og siður var. Hann kallaði, en enginn svaraði nema bergmálið. Það var farið að skyggja og það ískr- aði í musterishliðinu, þegar kvöldgolan sveiflaði því til og frá. Þau stóðu grafkyrr og hlustuðu, en ekk- ert heyrðist, nema ískrið í hliðinu. — Við verðum að fara inn í innri garð- inn, sagði Lu. Ef til vill eru prestarnir að borða kvöldverðinn. Ko-Ai var undarlega kvíðin. Það var allt svo eyðilegt og tómt í þessu foma musteri. Hún gekk varlega við hlið manns síns, undrandi yfir hugrekki sínu. Grönn hönd hennar fálmaði í skikkju eigin- mannsins — eins og bam væri að grípa í kjól móður sinnar. — Farðu ekki þarna inn, hvíslaði hún og kafroðnaði. — Hvernig gat hún dirfst að gefa húsbónda sínum ráð? — Við getum ekki verið hér í nótt! svaraði Lu og gekk að musterisdyrunum, en Ko-Ai kom í humátt á eftir. Dyrnar voru í hálfa gátt og kvöldsólin varpaði daufum geisla inn í musterið. Inni í hálfrökkrinu sáu þau risastór guðalíkneski, sem störðu á þau með stein- gerðu kuldaglotti. Líkneskin vom mjög máð og allt musterisgólfið var þakið múr- brotum of fúnum brotnum plönkum, en ill- gresi teygði sig upp á milli, steinanna. Það stafaði einhver nágjóstur frá þessu hrör- lega musteri. Það var eins og það byggi yfir einhverju hryllilegu leyndarmáli. Nú skildu þau, hvers vegna enginn hafði svarað. Musterið var í eyði — helgidómur, sem hafði verið yfirgefinn um aldaraðir. Ko-Ai stóð skjálfandi af hræðslu við lílið manns síns. Hún var þreytt eftir ferð- ina og umhverfið var svo draugalegt, að hún fór að gráta — fyrst lágt, en síðar ákaft. Lu tók utan um hana. — Þú ert þreytt, sagði hann blíðlega, en nú færðu að hvíla þig. Við hljótum að geta verið hér í nótt. En Koi-Ai var dauðskelkuð og hætti ekki að gráta. I VEIZTU —? : 1. Enda þótt forseti Bandaríkjanna sé j æðsti maður í hermálum lands síns, | leyíist honum þó ekki eitt, sem hver j hermaður gerir. Hvað er það? = 2. Hvenær tók Snorri Sturluson við búi : á Borg á Mýrum? : 3. Hvaða þjóðhöfðingi er kunnur undir j nafninu „Sólkonungurinn“ ? \ j 4. Á hvaða þrem tungumálum eru frið- = arsamningarnir eftir síðustu styrjöld i : gerðir. 1 j 5. Hvaða borg er kölluð „París Norður- j I landa" ? : 6. Hvar er lengsrta brú í heimi og hve : löng er hún? j j 7. Hve langt er til tunglsins? : 8. Hvað heitir hæsta fjall í heimi og hve : hátt er það? i : 9. Hvar á jörðinni hefir verið mæit mest i frost og hve mikið? E 10. Hver er Maurice Baring? = Sjá svör á blaðsíðu 14. j Myrkrið var að færast yfir sléttuna — Þau urðu að hafa hraðan á að finna stað, þar sem þau gætu látið fyrirberast um nóttina, því að næturloftið var kalt og ó- holt á þessum slóðum, jafnvel á sumrin. Ko-Ai leit biðjandi á Lu, með társtokkn- um augunum. — Við skulum fara héðan, hvíslaði hún, ég finn það á mér, að það verður okkur til ógæfu, ef við sofum hér í nótt. Lu starði forviða á hana. Þetta var í fyrsta skifti, sem þessi hæga og hlýðna kona hafði risið gegn honum. Þetta var auðvitað barnaskapur í henni, og ef hann léti undan, myndi hún halda, að hann væri hræddur líka. En hann ætlaði að sýna henni, að ekkert guðalíkneski í heimi gæti skotið honum skelk í bringu. Hann tók í hönd hennar. — Komdu, sagði hann ákveðinn og dró hana með sér inn í musterið. Hún hlýddi og fór með honum. Henni fannst stærsta líkneskið horfa á sig með djöfullegu augnaráði, um leið og hún gekk fram hjá, en Lu ruddist gegnum brakið og gekk að stórum dyrum, sem voru á veggnum andspænis. Með snöggu átaki losaði hann bjálkann, sem hélt dyrunum aftur, og í einu vetfangi opnuðust dyrnar. I sama bili kvað við dynkur að baki þeim. Ko-Ai sá, að, stærsta guðalíkneskið lyftist upp af undirstöðinni og féll á gólfið. Svo huldist allt í rykmekki og múrsteinsbrotum. Ko-Ai rak upp óp og brá höndunum fyrir andlitið. Sterkir armar gripu hana um leið og hún féll í ómegin. Þegar hún kom aftur til sjálfs sín, laut Lu yfir hana. Hann var náfölur. — Hvað kom fyrir, spurði Ko-Ai, hvar er ég? Hann vætti enni hennar með köldu vatni úr lind, sem rann rétt hjá musterinu. — Það var súgurinn, sagði Lu lágt, Þess vegna hrundi þakið. En hvemig líð- ur þér ? Treystir þú þér til að halda áfram til næsta þorps? — Ég treysti mér til alls, sagði Ko-Ai, aðeins ef við komumst héðan. Nokkrum klukkustundum síðar stóðu þau fyrir framan musteri í litlum bæ. Presturinn, sem tók á móti þeim, var gam- all og alúðlegur. Hann neri saman hönd- unum af tilhlökkun yfir borguninni, sem hann myndi fá fyrir næturgreiðann. Enda þótt áliðið væri, setti hann einn af musterisþjónunum þegar til starfa. Ko- Ai leið nú betur og fór að matselda, og innan stundar hékk leirpottur yfir skíð- logandi eldi. Þau voru öll orðin svöng, ekki sízt presturinn. Hann trítlaði kring- um Ko-Ai og brosti út undir eyru. Ko-Ai hafði verið svo hugsunarsöm að hafa með sér leifamar úr brúðkaupsveislunni. 1 innsta musterisgarðinum var komið fyrir borði og stólum, og ljósker hengt í trjágrein. Þegar rísinn var soðinn og ilm- andi matarlyktin barst að vitum prestsins, vöknaði honum um augu, og hann tók svo Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.