Vikan


Vikan - 14.08.1947, Blaðsíða 5

Vikan - 14.08.1947, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 33, 1947 5 Ný framhaldssaga:-------------------------- Hver var afbrotamaðurinn ? \ -----------—— -------- Sakamálasaga eftir Agatha Christie „Þessi tungumál eru mismunandi," sagði ég. „Það er einkennilegt, hvað mikið er til af mis- :munandi tungumálum." Frú Leidner brosti. „Það er kirkja í Palestínu og inni í henni er „Faðir vor“ skrifað á — ég held ég fari rétt með það, að það sé á níutíu tungumálum." „Níutíu!" át ég eftir. „Þetta verð ég að segja henni frænku minni. Hún mundi hafa gaman af að heyra um þetta." Frú Leidner gekk um í herberginu, færði þvottagrindina lítið eitt til og ýtti sápuskálinni til um nokkra þumlunga. „Ég vona að yður komi til að líða vel héma," sagði hún. „Og látið yður ekki leiðast." „Mér leiðist mjög sjaidan," sagði ég ákveðin. „Lifið er of stutt til þess, að maður fari að láta sér leiðast." Hún svaraði þessu engu, en hélt áfram að fitla við sápuskálina. Skyndilega leit hún hvast á mig og spurði: „Hvað sagði maðurinn minn yður eig- inlega, ungfrú?" Nú, ég varð að svara einhverju og sagði þvi blátt áfram: „Mér skildist á honum að þér væruð þreyttar og eitthvað lítilsháttar lasnar. Ég ætti að annast yður og reyna að taka öll ómök af yður, meðan þér væruð að ná yður." Hún leit niður fyrir fætur sér og sagði hægt og hugsandi: „Já — það er rétt, alveg rétt." Mér fannst þetta dálítið dularfullt, en ég fór auðvitað ekki lengra út í það mál. „Ég vona að þér leyfið mér að hjálpa yður með það, sem gera þarf," sagði ég. „Þér megið ekki láta mig vera hér aðgerðarlausa." Hún brosti. „Já, ég þakka yður fyrir, ungfrú." Nú settist hún á rúmið og byrjaði að spyrja mig í þaula — og kom það mér mjög á óvart. Ég segi, að það hafi komið mér á óvart, og er það vegna þess, að strax og ég sá frú Leidner, þóttist ég þess fullviss, að hún væri slík hefðar- kona, að hún ræddi ekki einkamál sín við aðra, né hnýstist í einkamál annara. En frú Leidner virtist áköf í að fá að vita allt, sem hægt var að vita um mig. Hvar ég hefði lært hjúkrun og hvenær. Hvers vegna ég hefði farið til austurlanda. Hvers vegna dr. Reilly hefði mælt nieð mér. Hún spurði mig jafnvel, hvort ég hefði nokkurn tíma komið til Ameríku, eða hefði kynni af fólki, sem þar byggi. Hún lagði einnig fyrir mig nokkrar fleiri spurningar, aem mér fannst þá að væru þýðingarlausar og aðeins bornar fram fyrir forvitnissakir, en ég hef síðan skilið, í hvaða tilgangi þær voru fram bornar. Eftir þetta skipti hún skyndilega um tón. Hún brósti — hlýtt og innilega — og sagði mjög vin- gjamlega, að henni þætti vænt um að ég væri komin og hún væri viss um, að ég mundi verða henni til mikillar gleði og hressingar. Hún stóðu upp af rúminu og sagði: „Langar yður ekki til að koma upp á þak að sjá sólina setjast? Það er venjulega mjög fagurt sólarlag hér um þennan tíma árs.“ Jú, ég þakkaði fyrir það. Um leið og við gengum út úr herberginu mínu, spurði hún: „Voru margir farþegar með yður í ,lestinni frá Bagdad? Voru nokkrir karlmenn?" Ég sagðist ekki hafa tekið neitt sérstaklega eftir fólkinu. Ég hefði orðið vör við tvo franska SÖGCPERSÓNURNAR: Hercule Poirot, litli, feitlagni Belgíumaður- inn, sem er snillingur í að leysa torráðin glæpamál. Amy Leathoran, hjúkrunarkona — dugleg, skarpskyggn, glaðlynd og trygg — hefir verið ráðin til að annast Lovísu Leidner, forkunnarfagra konu, sem er taugaveikluð. Hún er gædd einhverjum óheillavænlegum töframætti, sem veldur óró- leik meðal leiðangursmanna. Hún er kona dr. Eric Leidner, forystumanns leiðangurs- ins. Hann hefir ekki áhuga á neinu nema fom- um leirkerabrotum - og hinni fögru konu sinni. Richard Carey, arkitekt leiðangursins og 1 gamall vinur og samverkamaður dr. Leidners. Hann er laglegur og myndarlegur og nýtur hylli kvenna. Anha Johnson, einnig gamall samverkamað- ur dr. Leidners og tilbiður jörðina sem hann gengur á. Hún er kona um fimmtugt, stutt- klippt og dugnaðarleg. Séra Lavigny, kaþólskur prestur, svart- skeggjaður með lonéttur, helgirúnafræðingur og hálfgerður vandræðamaður. Jósep Mercado, efnafræðingur leiðangursins, hár, grannur, gugginn og raunamæddur. Hann er miklu eldri en konan hans, María Mercado, sem er dökkhærð og ekki öll þar sem hún er séð. Hún hatar Lovísu. Karl Reiter, er ljósmyndari leiðangursins, heldur óásjálegur og lítill fyrir mann að sjá. WilUam Coleman, ungur uppskafningur, sem talar mikið, en bætir lítið við þekkingu manna. Davíð Emmott, er þriðji „ungi maðurinn" í leiðangrinum, snotur, duglegur Amerikumaður. GUes ReUly, læknir leiðangursins, roskinn maður, duglegur og spaugsamur og á heima nálægt Hassanieh. Honum þykir gaman að stríða Leatheran hjúkiunarkonu. Sheila ReUly, img nútímakona, lagleg, kald- ljmd, kæruleysisleg, örugg í framkomu og hæðin. Fer stundum dálítið í taugamar á Amy Leatheran. karlmenn í veitingavagninum og þrír karlmenn aðrir hefðu verið með, og af samtali þeirra teldi ég víst að það væru eftirlitsmenn með olíuleiðsl- unum. Hún kinkaði kolli og varp öndinni létt, eins og hún hefði' orðið fegin þessum upplýsingum. Við gengum saman upp á þakið. Frú Mercado var þar fyrir, hún sat á virkis- garðinum og virti fyrir sér útsýnið. Dr. Leidner var álútur að skoða steina og leirmuni, sem raðað var upp á þakinu. Þar voru stórir steinar, sem hann kallaði kvarnarsteina, axir úr steini og ýmis önnur verkfæri, auk þess brotnir leir- munir með ýmsum myndum eða áletrunum, og hafði ég aldrei séð neitt þessu líkt af fommunum. „Heyrið þið þarna," kallaði frú Mercado. „Sjáið þið sólarlagið! Hafið þið séð aðra eins fegurð?" Það var satt, sólarlagið var fallegt. Hassanieh varð eins og töfraborg í fjarska, þegar sólin settist á bak við hana, og áin Tigris leið fram milli hinna breiðu bakka sinna eins og á í undra- landi, en ekki veruleikanum. „Finnst þér sólarlagið ekki yndislegt, Eric?" sagði frú Leidner við mann sinn. Dr. Leidner leit upp, eins og utan við sig, og muldraði: „Yndislegt, jú, yndislegt." Síðan beygði hann sig niður aftur og hélt áfram að skoða leir- munina. Frú Leidner brosti og sagði: „Fornfræðingamir líta aldrei á annað en það, sem liggur við fætur þeirra. Himinn og heiðríkja er ekki til í huga þeirra." Frú Mercado skrikti: „Já, þeir em einkenni- legir menn — þér munuð brátt komast að því, ungfrú." Hún þagnaði, en bætti litlu síðar við: „Við erum svo fegin, að þér skuluð vera komnar ungfrú. Við höfum haft svo miklar áhyggjur út af henni frú Leidner. Er það ekki satt, Lovísa mín?" „Hafið þið haft það?" svaraði frú Leidner ekki sem blíðast. „Já, þú veizt það. Ég skal segja yður, ungfrú, henni hefir liðið mjög illa. Þegar einhver segir sem svo við mig: „Það eru bara taugarnar", þá svara ég jafnan: „En hvað getur það verið verra?" Taugamar em miðstöð tilfinninga og hugsana mannsiná. Er það ekki satt hjá mér, ungfrú?" Mikið malar þú, hugsaði ég, en svaraði engu. Frú Leidner svaraði heldur þurlega: „Jæja, nú þarftu ekki að vera hrædd um mig lengur, María. Hjúkrunarkonan mun gæta mín." „Já, það mun ég gera eftir mætti," svaraði ég glaðlega. „Já, ég veit þér gerið það," svaraði frú Mer- cado, „og ég vona að þetta lagist allt saman. Okkur fannst öllum, að hún ætti að leita læknis, eða gera að minnsta kosti eitthvað. Taugar henn- ar em í stakasta ólagi — er það ekki satt, Lovísa min?" „Þær virðast að minnsta kosti hafa veiklað taugarnar í þér," sagði frú Leidner. „En eigum við ekki að snúa frá heilsufari minu og taka upp eitthvert léttara hjal?" Ég sá nú, að frú Leidner var þannig skapi far- in, að hún átti gott með að fá fólk upp á móti sér. Það var kuldahreim- ur í rödd hennar (og ég er ekki að ásaka hana fyrir það), svo frú Mercado roðnaði við, er hún sagði þessi orð. Hún muldraði eitthvað, en irú Leidner hafði nú staðið upp og var komin til mahnsins síns, sem var í nokkurri fjarlægð frá okkur. Ég býst ekki við að hann hafi heyrt i henni fyrr en hún lagði höndina á öxl honum, þvi þá fyrst leit hann upp heldur snögglega. Á svip hans mátti sjá að honum þótti vænt um konu sina og horfði á hana spyrjandi. Hún sagði eitthvað við hann og tók undir handlegg hans, síðan gengu þau fram eftir þakinu ög niður stigann.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.