Vikan


Vikan - 14.08.1947, Blaðsíða 13

Vikan - 14.08.1947, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 33, 1947 13 Fiðlan Barnasaga eftir Axel Bræmer Pétur fór á harðahlaupum i gegn- um þorpið. Hann hafði mikið að gera og það var svo flesta daga. Foreldr- ar hans voru fátækt hjáleigufólk og varð Pétur litli að hjálpa til heima hjá sér eins og hann gat og vinna sér inn aura með því að fara í sendi- ferðir fyrir nágrannana eða á ein- hvern annan hátt. Nú átti hann að fara í gönguferð með Olsen gamla, sem bjó hjá skósmiðnum, en fyrir það að leiða hann úti í klukkutíma á dag fékk Pétur 10 aura. Olsen gamli var nefnilega blindur og gat ekki verið einn sins liðs nema í litlu stofunni sinni, þar sem hann var heimavanur. Olsen var gamall og góður karl og sú ógæfa að hann var blindur hafði hvorki gert hann beiskan né geð- stirðan. Pétur hafði því mikla ánægju af því að ganga úti með honum. Gamli maðurinn lék á fiðlu og þrátt fyrir aldurinn og blinduna þótti öll- um hann leika bezt þar um slóðir, svo að hann var ætíð fenginn til að spila fyrir dansinum við brúðkaup og önnur hátiðleg tækifæri. Gamli maðurinn hafði líka nóg fyrir sig að leggja, því að hann græddi talsvert á að leika á fiðluna. Hann var í ætt við skósmiðinn, sem hann bjó hjá, en hann borgaði hon- um fyrir húsaleigu og fæði og alla þá aðhlynningu, sem hann naut hjá honum. öllum þótti vænt um gamla manninn og þá ekki sizt Pétri. Þegar þeir gengu úti saman sagði blindi hljóðfæraleikarinn drengnum sögur úr lífi sínu, þegar hann ferðaðist um með fiðluna. Pétri fannst næstum því að það væri hann sjálfur, sem ætti að borga Olsen gamla 10 aura á degi fyrir gönguferðina, svo mikla ánægju hafði hann af félagsskap gamla mannsins. Þess vegna flýtti hann sér eins og hann mögulega gat til að koma ekki of seirtt til Olsens í dag. Hann hafði verið að höggva brenni allan morg- uninn og þegar hann kæmi heim aft- ur, átti hann að laga til í skemm- unni. Já, Pétur hafði alltaf nóg að starfa. Hann kom nú að húsj skósmiðsins og skömmu seinna leiddi hann blinda manninn út á þjóðveginn. Þeir voru í fjörugum samræðum. „Hvaða mánaðardagur er annars S dag?“ spurði Olsen gamli allt í einu. „Það er fjórtándi marz,“ svaraði Pétur. „Einmitt það,“ sagði Olsen, „þá er afmælisdagurinn minn hinn daginn. Hvað heldurðu að ég verði þá gamall ?" „Þú verður þá eitthvað um sex- tugt!" sagði Pétur. „Bættu fimmtán við," sagði Olsen og hló við, „sjötíu og fimm ára verð ég þá, það er að segja, ef ég lifi þangað til." Síðan felldu þeir talið. Þegar Pétur iitli var búinn að leiða Olsen úti og lagður af stað heim til sín, hugsaði hann með sjálfum sér að það væri nógu gaman að gefa gamla mann- inum einhverja gjöf, sem hann gæti haft ánægju af. Pétur átti tvær krónur, sem hann hafði sparað saman á löngum tíma. Þegar heim kom færði hann þetta í tal við mömmu sína. „Hvað gæti það verið?“ sagði mamma hans. „Maðurinn er blindur, en við getum hugsað um það. Farðu nú að laga til í skemm- unni." Pétur þaut af stað og brátt var hann önnum kafinn við að róta i gömlu dóti. Innst í skemmunni stóð kista, full af ýmsu drasli og Pétur tók það allt upp úr. AUt í einu þaut hann inn til mömmu sinnar. „Ég fann þetta úti í kistu," sagði hann ákafur og rétti fram fiðlu. „Mamma, má ég gefa Olsen hana í afmælisgjöf ?“ „Olsen á víst tvær fiðlur fyrir," sagði mamma hans, „og þessi hlutur er víst ekki mikils virði. En þó gæt- um við kannske fengið tvær krónur fyrir hann hjá fornsalanum. Við eig- um við mikla fjárhagsörðugleika að etja, Pétur minn." Pétur leit á fiðluna. Hún var óhrein og rykug. Strengirnir voru slitnir, en þetta var þó fiðla. „Mamma, mig langar til að gefa Olsen hana. Ég á sjálfur tvær krón- ur. Má ég kaupa hana af þér?" „Þú ert góður drengur, væni minn! Ef þú vilt eyða peningunum þínum í það, þá máttu það. Það má einu gilda hvort þú eða fornsalinn kaupir hana." Þannig eignaðist Pétur fiðluna og tveimur dögum síðar gaf hann hreyk- inn vini sínum hana. „Þetta er falleg gjöf," sagði Olsen hrærður," nú ætla ég að setja nýja strengi á hana og reyna hana." Hann var á þönum um herbergið sitt, eins og hann hefði fulla sjón. Skömmu seinna stillti hann gömlu fiðluna og strauk strengina ástúð- lega með boganum. Hann lék fjörug- an „polka." Blindi maðurinn hætti snögglega að leika. „Það eru yndislegir hljómar í fiðlunni. Þetta er bezta fiðla, sem ég hefi leikið á. Hvar fékkstu hana?" Pétur sagði honum upp alla sög- unna, hvernig hann fann fiðluna i gömlu kistunni í skemmunni og keypti hana af mömmu sinni fyrir sparifé sitt. „Jæja," muldraði gafnli maðurinn, „þetta var fallegt af þér. Eg held að ég láti gamlan vin minn, sem selur hljóðfæri í Kaupmannahöfn, líta á fiðluna. Hún er mjög góð — ég hefi aldrei heyrt svona fallegan hljóm." Mánuði seinna, þegar Pétur kom til að sækja blinda hljóðfæraleikar- ann til að fara í gönguferð, sagði Olsen gamli. * „Fylgdu mér heim til þín. Ég þarf að tala við foreldra þína." Hálftíma síðar sátu þeir heima hjá Pétri. „Þið vitið að Pétur gaf mér fiðlu í afmælisgjöf," sagði Olsen. „Ó, já,“ svaraði móðir Péturs. „Ég hefi látið skoða þá fiðlu," hélt gamli maðurinn áfram, „og hún var alltof góð handa mér, svo að ég seldi hana." „Það varstu alveg sjálfráður um,“ sagði faðir Péturs. „Fiðluna áttir þú." „Ég fékk átta þúsundir fyrir hana," sagði Olsen gamli, „fiðlan var af ágætri gerð og því mjög dýr. Mér er það hreinasta ráðgáta, hvern- ig hún hefir lent í skemmunni hjá ykkur. Ég á það mikið af peningum, að þeir munu endast mér það sem ég á eftir ólifað, þess vegna vil ég að þessir peningar renni til ykkar — 1. Nú var maður nokkur af flokki Faríseanna, að nafni Nikódemus, ráðherra meðal Gyðinga. Hann kom til hans um nótt og sagði við hann: Rabbi, vér vitum, að þú ert læri- meistari kominn frá Guði, því að enginn getur gjört þessi tákn, sem þú gjörir, nema Guð sé með honum. 2. Jesús svaraði og sagði við hann: Sannlega, sannlega segi ég þér: enginn getur séð guðsriki nema hann endurfæðist. Nikódemus segir við hann: Hvernig getur noltkur fæðst, þegar hann er orðinn gamall? Hvort getur hann aftur komizt inn í kvið móður sinnar og fæðst? Jesús svaraði: Sannlega, sannlega segi ég þér, ef maðurinn fæðist ekki af vatni sérstaklega til þess að koma Pétri til manns. Hann er góður drengur. Gjörið svo vel, hérna eru peningarn- ir.“ „En fiðluna áttir þú,“ sagði faðir Pétur og var fastmæltur, „við höf- um engan rétt til að taka við þeim. Hefði Pétur ekki keypt fiðluna, hefði hún lent hjá fornsalanum!" „Það er satt,“ sagði gamli maður- inn hlæjandi, „en hún lenti hjá mér, og ég ætla að gefa ykkur andvirði hennar aftur.“ „Já, en þá hefir þú ekki fengið neina afmælisgjöf frá mér,“ hrópaði Pétur. „Jú, drengur minn,“ sagði Olsen, „þá beztu gjöf, sem ég gat fengið — sönnun þess að þér þykir vænt um mig.“ „Átta þúsund krónur," muldraði faðir Péturs, „þá er öllum okkar erfiðleikum lokið. Að það skuli önn- ur eins blessun og þessi hafa fylgt fiðlunni." „Þetta er allt ástúðlegu lundarfari drengsins að þakka,“ sagði Olsen hrærður, „komdu nú, Pétur, þú verður að leiða mig aftur heim." Foreldrarnir þökkuðu gamla manninum fyrir, en Pétur, sem hvorki vissi í þennan heim né annan af gleði, leiddi vin sinn heim. og anda, getur hann ekki komist inn í Guðsríkið. 3. Eftir þetta kom Jesús og læri- sveinar hans til Júdeulands; og þar dvaldist hann ásamt þeim og skírði. En Jóhannes skírði líka í Ainon ná- lægt Salem, því að þar var vatn mikið. 4. Þá kom upp þræta af hálfu lærisveina Jóhannesar og Gyðings nokkurs um hreinsanir. Og þeir komu til Jóhannesar og sögðu við hann: Rabbi, sá sem var með þér hinu- megin Jórdanar, hann sem þú vitn- aðir um, sjá hann skírir, og allir koma til hans. Jóhannes svaraði. .. Ekki er ég Kristur, heldur: Ég er sendur á undan honum. Biblíumvndir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.