Vikan


Vikan - 28.08.1947, Blaðsíða 13

Vikan - 28.08.1947, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 35, 1947 13 Rennibraut álfanna Barnasaga. 1 skóg-arjaðrinum bjó gömul kona, sem hét Anna. Hún átti litið, snoturt hús með þaki úr rauðum tígulsteini og öðrum megin slútti þakið næstum því niður að jörðu. 1 húsinu voru að- eins tvö lítil herbergi og eldhús, en þetta var nægilegt húsrúm fyrir gömlu konuna, því að hún bjó þama ein síns liðs og átti enga ættingja. Hún hugsaði vel um húsið sitt og <;/ "cs3.. reyndi að hafa það eins hreint og snoturt og hún gat, en hún var fá- tæk og varð því að spara við sig í mat, þegar mála þurfti eða þegar þurfti að dytta að einhverju. „Það sakar ekki þótt ég borði ekki alltaf jafn mikið," hugsaði hún, ,,en ef húsið er ekki málað verður það Ijótt og að síðustu fúnar það nið- ur. Og hvað ætti ég þá að taka til bragðs, þegar ég hefði ekki húsið mitt til að búa í? Ég kann líka svo ljómandi vel við mig í skógarjaðr- inum.“ En fólkið hristi höfuðið og sagði: „Hvernig þorir þú að búa rétt við Álfhólana? Það vita allir að þar eru álfar og einn góðan veðurdag gera þeir þér kannske eitthvert mein.“ „Álfarnir gera mér ekkert illt,“ svaraði Anna gamla. „Hvað ætli þeir fari að skipta sér af gamalli konu eins og mér? Þeir hafa áreiðanlega um annað að hugsa. Ég hefi aldrei séð þeim einu sinni bregða fyrir.“ „Það væri nógu gaman að eiga eitthvað af því, sem þeir geyma í hólunum," sagði Lars, sein var jafn nizkur og hann var ríkur. „Mér hefir verið sagt að þeir eigi svo mikið silfur og gull, að það væri hægt að fylla kirkjuna af þvi.“ „Það væri auðvitað gaman að fá svolitið af þvi," sagði Anna gamla og varð hugsað til allra þeirra fátækl- inga sem börðu að dyrum hjá henni og báðu um mat, og sem hún varð að láta synjandi frá sér fara. „Þú ættir að tala viö álfana, Anna," sagði Lars og hló hæðnis- lega. „Þeir gefa þér kannske hand- fylli af peningum, ef þú biður þá um það, þar sem þeir eru nágrannar þínir." „Það getur vel verið, ef ég bæði þá um það,“ sagði Anna og hló við hugs- unina um það. Lars sagði svo öllum að Anna væri góður vinur álfanna og vonaði að þeir gæfu henni peninga. Menn hlógu að þessu, því að þeir vissu að álfar gefa aldrei neinum neitt. En Anna gamla lét sig engu skipta hvað sagt var. Á hverjum degi gekk hún upp fyrir Álfhólana til að horfa á sólarlagið og oft fór hún inn í skóg- inn til að safna sér spreki í eldinn og tína ber. Stundum heyrði hún þrusk fyrir aftan sig, en hún skipti sér ekkert af því og var ekkert hrædd. Hún hélt að litlu álfunum væri ekki of gott að horfa á hana, ef þá langaði tii. Álfamir vöndust önnu smátt og smátt og að síðustu hræddust þeir hana ekki eins og þeir eru vanir að hræðast menn. Þeir földu sig að vísu þegar þeir sáu hana koma, en breyttu sér ekki í runna og steina eins og þegar annað fólk var i nánd. En dag nokkum áræddi einn litli álfurinn að fara í ferðalag tii að skoða sig um í heiminum og þegar hann kom.heim sagði hann frá öllu sem hann hafði séð meðal mannanna. Nú urðu hinir álfamir auðvitað fullir öfundar og hrópuðu: „Við viljum líka skemmta okkur. Við viljum fá hringekju og rólu — „Rólu getum við sjálfir búið okkur til,“ hrópaði einhver. Þegar Anna gamla kom nokkmm dögum seinna út í skóg og sá að þar hékk lítil róla, skildi hún óðara hvað var á seiði og hló með sjálfri sér. Hún vildi gjarnan hjálpa álfunum til að skemmta sér og þess vegna bað hún vagnasmiðinn að reka stóran staur niður úti i skógi og setja hjól ofan á hann og þannig fengu álfarn- ir hringekju. „En okkur vantar rennibraut," hrópaði einn álfurinn. „Það er hægur vandi að fá hana,“ svaraði annar, „við getum rennt okk- ur á þakinu á húsi önnu gömlu. Það verður prýðilegt." Nótt eina um hásumarið, þegar það var næstum því eins bjart og um dag, vaknaði Anna gamla við undarlegan hávaða. Hún gægðist út um gluggann og gat þá varla varizt brosi. Álfamir höfðu útbúið sér vatns- rennibraut á þakinu hennar og voru ofsakátir. Þeir skemmtu sér svo vel að þeir mundu ekkert eftir því að öll þæg álfaböm áttu fyrir löngu að vera háttuð og farin að sofa. Álfamir vom önnu þakklátir fyrir hvað hún hafði verið þeim góð og hugsuðu sér að launa henni á ein- hvem hátt. Þeir höfðu heyrt að mennimir vildu eignast gull og silf- ur og þess vegna ætluðu þeir sér að gefa henni eitthvað af slíku. Þegar Anna gamla opnaði útidym- ar morguninn eftir, fann hún gull- klump á þröskuldinum. Hún vissi óðara að þetta var frá álfunum og hún varð glöð við. Upp frá þessu fékk hún alltaf öðm hverju gull að gjöf frá álfunum og þurfti aldrei framar að liða skort. Svona fer fyrir þeim, sem em góðir og hjálpsamir við nágranna sína, hvort sem þeir em menn eða álfar. Sé maður sjálfur góður og vingjam- legur má maður vænta góðs af öðr- um og jafnvel álfar eru þakklátir. Nokkrir amerískir hermenn á Nýju-Guineu syntu í ármynninu við Finchaven. Innfæddur maður réri í bát fram hjá þeim. „Eru hákarlar hérna," hrópaði einn hermannanna til hans. „Nei,“ svaraði sá innfæddi, „það er of mikið af krókudílum hérna til að hákarlar geti þrifizt." Skotinn: „Ég myndi fúslega gefa 1000 pund til að vera miljónamær- ingur." Lausn á bridgeþraut í síðasta tölublaði: A Á, 9 y K’ 5. 4, 2 4 10, 6, 5, 4, 3, 2 4 4 ❖ Jk 4, 2 G, 10, 8 K, G, 9, 7 K, D, 10, 2 10, 8, 5 D, 9, 8, 7 D, 8 8, 6, 5, 3 4 K, D, G, 7, 6, 3 V Á, .3 ♦ A Jf, Á, G, 9, 7 Suður spilar 7 spaða. Vestur lætur út laufkóng. Suður tekur slaginn með ás og spilar tígulás. Laufgosi, drepinn með laufdrottningu er trompaður með spaðaníu. Tigull er trompaður í suðri. Laufnía, drepin með lauftíu, er tromp- uð með spaðaás og tígull aftur trompaður í suðri. Suður spilar nú kóng, drottningu og gosa í spaða. Vestur lætur spaðatvist og spaðafjarka og lauf- tvist, norður hjartatvist og tígulfimm og tígulsex, austur spaðafimm, spaða- áttu og spaðatíu. Spilið stendur nú þannig: V G, 10, 8 ♦ K * 7 Á, Þegar suður spilar út síðasta trompi lenda vestur og austur báðir í kast- þröng. Vestur má ekki fleygja tígulkóng, því að þá er tígultía frispil hjá norðri, og austur má ekki fleygja laufáttu, þvi að þá verður laufsjö fríspil hjá suðri. Ef hjarta er látið í bæði frá austri og vestri verður lághjarta frítt hjá norðri.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.