Vikan


Vikan - 04.09.1947, Blaðsíða 1

Vikan - 04.09.1947, Blaðsíða 1
16 síðnr Verð 1.50 Nr. 36, 4. september 1947 mHAN œsmBBm-*w?Z: í%wmmm Guðmundur Jónsson söngvari Hér birtist mynd af einum fremsta söngvara okkar, sem að vísu hefir enn ekki lokið námi og þó þegar öðlast miklar vinsældlr rcieðal þjóðarinnar. T?R við heyrðum, að Guðmundur Jóns- son væri í þann veginn að hverfa af landi brott til Stokkhólms, gripum við tækifærið og báðum um mynd af honum og nokkrar upplýsingar. Söngvarinn glæsilegi er hreinræktaður Reykvíkingur og meira að segja bæði aust- oir- og vesturbæingur, því að hann er f ædd- ur á Lindargötunni, en hefir frá sex ára aldri átt heima í Vesturbænum og mega því báðir bæjarhlutar eigna sér hann og vel við una! Guðmundur Jónssson er fæddur 10. maí 1920 í Stóragerði við Lindargötu, sonur Jóns kaupmanns Þorvarðarsonar og konu hans, Halldóru Guðmundsdóttur, og er hún f ædd og uppalin á Akranesi. Er Guðmund- ur hafði lokið námi í Verzlunarskóla Is- lands vann hann við verzlunarstörf og var einn vetur á enskum verzlunarskóla. Guðmundur hóf söngnám sitt hjá Pétri Jónssyni óperusöngvara og var tvö ár hjá honum. Síðan hélt Guðmundur til Ameríku » og stundaði nám hjá rússneskum söng- kennara í Los Angeles, Samoiloff að nafni. Þar var hann í tvö ár, en þó eitt ár heima á milli. Guðmundur kom heim með Karla- kór Reykjavíkur fyrir jól í fyrra; hann söng með kórnum vestanhafs. Guðmundur hefir sungið hér víðsvegar um land við hinar ágætustu undirtektir, en nú er hann, einsog fyrr er sagt, á förum til Svíþjóðar — og ætlar þar að læra meira., Hinar beztu óskir fylgja honum í þeirri för. Kvæntur er Guðmundur Þóru Haralds- •dóttur og eiga þau eina dóttur, sem er f jögra mánaða gömul. Þeir Stefán Islandi og Guðmundur höfðu sameiginlega hljómleika seint í síð- astliðnum mánuði. Þeir sungu í Tripoli- leikhúsinu og var söngnum útvarpað. Hús- fyllir var á hljómleikunum og var söngv- urunum báðum forkunnar vel tekið. Má óefað telja þetta einhvern glæsilegasta -t-'ísönrj, sem hér hefir heyrzt. Guðmundur Jónsson söngvari.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.