Vikan


Vikan - 04.09.1947, Blaðsíða 7

Vikan - 04.09.1947, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 36, 1947 7 Úr ýmsum áttum — Á gömlu veg'gspjaldi í Florens í Ítalíu eru gleraugu talin vera fundin upp á 13. öld. ! ! ! 1 hænsnabúi í Alabama var komið að hænu, sem lá á — ekki eggjum, heldur 2 stórum hnetum. Amerískur hermaður, sem lengi var fangi Japana í stríðinu, segir að Japanir leika sér mikið að jó-jó og telji það eitthvert allra skemmtileg- asta leikfang sem til sé. ! ! ! Fiskibátur, sem staddur var 8 km. undan ströndum Massachusetts, rakst á tvö dádýr á sundi, og voru þau á leið til hafs. Bóndi nokkur í Illinois i Banda- rikjunum á önd með þremur fótleggj- um og fjórum fótum. Tveir fótlegg- imir (og fætumir) eru eðlilegir, en þriðji fótleggurinn er nálægt stélinu og á honum em tveir fætur. ! ! ! Rússum hefir tekizt að rækta ýmislega lita bómull, græna, rós- rauða, gula og brúna. Sagt er að brezkum dávaldi hafi tekizt að dáleiða fjölda manns í gegnum sjónvarpsstöð brezka út- varpsins. ! ! ! Húseigandi nokkur í Barent í Kanada fékk mann með jarðýtu til að ryðja burtu tíu metra þykku lagi of- an af hól, sem skyggði á útsýnið frá húsinu hans til sjávar. 1 h BCCÍSiStt HJlíBíHr m* m uffl ttsi íuyDWHniíiffi: HikYanmiuifB kj Bu tsi fc’Kks uy IHH in sIm fflssasi Mnnrs BffHHSffl CEfiEHBlB lonaniiu BBBBnB ttöaEBU iEBIÍBfl iÉfewwkuiiö iflBfflSH atBéarfiu- BfllfflflS Qfljaöi BgBffiD® pim V Til vinstri: Eitt stærsta verzlunarhús í Los Angeles var klofið í miðju til að bæta úr umferðarvandræðum. •— Til hægri: Ef öll höf hnattarins þomuðu, yrði svo mikið salt eftir á sjávarbotninum að það næmi rúmlega 14 sinnum meira en allt meginland Evrópu. — Neðan til hægri: Býflugnadrottningin verpir 2000 til 3000 eggjum á dag. — 1 Finnlandi eru 60 þús. vötn og 80 þúsund eyjar! ÞRAUT 4 8, 7, 6, 5 V 8, 2 4 K, 2 Á, K, D, 7, 6 4 K, 10, 9, 4, 3, 2 4 10, 6, 5 4 D, G, 10 * 2 N. V. A. S. 4 ¥ ♦ * G G, 9, 4, 3 9, 8, 7, 6 G, 10, 9, 8 4 A, D 4 Á, K, D, 7 4 Á, 5, 4, 3 Jft 5, 4, 3 Suður spilar 6 grönd. Vestur lætur tígul. Sjá lausn í næsta blaði. Knnffiir kiírpk/inn/) ^oy á bófaveiðum 11. V 11 2% U1 11 U1 1/11.(11111(1 Roy er að sækja kort, sem Max ingaskáp sinum. (framh. úr síðasta blaði). Maxton hefir stolið og geymir í pen- 1. Roy er að reyna við talnalásinn, þegar hann heyrir skyndilega skrölthljóð. Hann lítur upp og hrekkur aftur á bak, þegar hann sér skröltorm uppi á skápnum. Blóðið stirðnar í æðum hans og kaldur sviti sprettur fram á enni hans. Andartak er eins og Roy sé dáleiddur. Slangan ris hærra og hærra, reiðubúin til að bita. 2. Með því að beita öllu viljaþreki sinu tekat honum að ná valdi yfir sér aftur. Hann grípur skammbyssuna, skýtur á slönguna og hún dettur dauð á gólfið. Roy stekkur á fætur, því að hann veit, að skotið hefir komið upp um hann. Hann verður að hætta við að ná í kort Jasonar i þetta sinn. 3. En um leið og hann snýr sér i áttina til glugg- ans, opnast hurðin og illilegur maður birtist i dyrunum með byssu í hendi. ,,Upp með hendurn- ar!“ skipar hann. ,,Hank,“ segir hann við mann, sem birtist i glugganum, „Taktu af honum skammbyssumar." 4. En Roy hefir komizt í hann krappari. Skjótt eins og elding sparkar hann i stól svo að hann þeytist í höndina á þorparanum og skotið ríður af upp í loftið. Samtíníis gripur hann aftur fyrir sig og læsir höndunum utan um háls þorparans í glugganum. Hann herðir á takinu og þorparinn æpir af sársauka. 5. „Þolirðu ekki að láta taka um hálsinn á þér,“ segir Roy háðslega. „Það er bezt að þú fáir að heilsa upp á kunningja þinn!“ Hann herðir takið enn meir og sveiflar honum af helj- arafli fram yfir sig og beint á hinn þorparann. Aflið var svo mikið, að báðir þorpararnir falla óvígir á gólfið. 6. Á meðan þeir liggja þarna stynjandi á gólf- inu, koma félagar þeirra hlaupandi. En Roy miðar á þá byssunum og skipar þeim að rétta upp hend- urnar. „Jæja, Maxton,“ segir Roy,. „fáðu mér nú kortið hans Jasonar, og svo skulum við allir heimsækja lögregluna!"

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.