Vikan


Vikan - 04.09.1947, Page 8

Vikan - 04.09.1947, Page 8
8 VIKAN, nr. 36, 1947 Hurð skall nœrri hœlum! Teikning- eftir George McManun. Gissur (í kránni hjá Láka): Hvaða mannfígúra er þama frammi? Stebbi: Ég veit það ekki. Síðan í stórrigningun- um í vikunni sem leið hafa öðru hvoru komið hér skrítnir fuglar. Láki: Hann hlýtur að vera að villast. Gissur: Það er trúlegt, eftir svipnum á honum að dæma. 1. aðkomumaður: Drottinn minn! Enn sá lýður! Og staðurinn — aldrei hefi ég séð neitt hryllilegra! 2. aðkomumaður: Komdu! Við skulum koma héðan! 1. aðkomumaður: Ég hefi víða komið, en aldrei á annan eins stað og þennan! Að nokkur maður skuli geta haldizt við þarna inni! 2. aðkomumaður: Nú — þú vildir kynnast. skemmtanalífinu í undirheimum borgarinnar ■— þama fékkstu smjörþef af því. Rasmína: En hvað þú varst vænn að koma heim svona snemma. Von Rosin forstjóri kemur í heimsókn í kvöld. Farðu upp og skiptu um föt! Gissur: Hver er það? Gissur: Nei — hvert í heitasta! Þetta er mannfígúran, sem kom inn í krána hans Láka i dag! Hvað á ég að segja, ef hann þekkir mig? Rasmína: Gissur, þetta er von Rosin, forstjóri. Von Rosin: Ég bið yður að afsaka —■ ég gleymdi gler- augunum mínum heima, og ég sé ekkert án þeirra. Ég hefi gert þjóninum mínum orð að koma með þau. Gissur: Það er líklega hann, sem er að hringja dyra- bjöllunni. Ég ætla að fara fram og opna fyrir honum. Þjónninn: Þetta eru gleraugu von Rosins forstjóra. Þér verðið að fara afskaplega varlega með þau! Gissur: Öllu óhætt! Ég skal passa þau! Gissur: —■ og það meira að segja svo vel, að forstjórinn fái þdu ekki í hendur! Gissur: Það var bara pósturinn. Rasmina: Verið rólegur, þjónninn hlýtur að koma með þau á hverri stundu! Von Rosin: Ég veit ekki — þjónninn minn er stund- um svo utan við sig. En ég ætla að bíða enn um stund.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.