Vikan


Vikan - 04.09.1947, Blaðsíða 13

Vikan - 04.09.1947, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 36, 1947 13 Alveg eins og ■ kvikmynd Barnasaga eftir Ellen Holm Karen sveiflaði sér fram og aftur á garðshliðinu ■— sér til mikillar ánægju, en skapraunar fyrir Grave- sen, nágrannann, sem gekk um í garðinum sínum og reykti pípu. Garðshliðið var uppáhaldssta ður Karenar, því að þaðan gat hún séð allt, sem fram fór á götunm. „Ætlarðu ekki að fara að hætta að láta ískra svona i hliðinu,'1 spurði Gravesen reiður og gægðist yfir grindurnar, sem aðskildu garðana. Karen svaraði engu — af þeirri einföldu ástæðu að liún oeyrði ekkert af því, sem sagt hafði venð vð hana. Hún var öll með hugarm við kvik- myndina, sem hún hr. íöi séð i gær -- við Sheilu litlu, sem hafði átt líka æfi og hún sjálf. Hún hafoi líka átt heima í litlu húsi með garði í kring, móðir hennar var þreytt og önug og pabbi hennar líka og sífelldur straum- ur af fólki með reikninga. Þetta hafði líkzt mjög hinni dapurlegu tilveru Karenar litlu sjálfrar — að undan- skyldu því, að Karen átti enga mömmu. En Sheila hafði einn góð- an veðurdag árætt að fara upp í skrifstofu gamla karlsins, keppinaut- ar föður síns, og þegar hann sá, hvað litla stúlkan var falleg hætti hann að spilla fyrir verzlun föður Sheilu. Upp frá þessu breyttist líf litlu stúlkunnar og allt lék i lyndi á heimili hennar. Karen sveiflaði hliðinu ákafar og það komu hrukkur í enni hennar. Hún var það heiðarleg að hún kann- aðist við það fyrir sjálfri sér að það var fátt líkt með henni og Sheilu i útlitið. Sheila hafði hvítar tennur, hrokkna lokka og átti marga fall- ega kjóla. Karen vantaði tvær fram- tennur, hár hennar var þykkt, rautt og strítt eins og hrosshár og kjóll- inn hennar — hún horfði döpur á óhreina svuntuna sína — hann gat engan veginn jafnast á við kjólana hennar Sheilu. Það var hryggilegast með hárið. Henni varð litið á rautt og reiðilegt andlit Gravesens, sem gægðist aftur yfir grindumar. Ef hún hefði haft hrokkna lokka eins og Seila, myndi Gravesen ekki hafa horft svona á hana. Hann myndi hafa brosað vin- gjamlega, klappað henni á kollinn og sagt eitthvað annað en: Karen hafði oft heyrt samtöl lík þessu og þau höfðu ekki lengur nein áhrif á hana. Móðir hennar var dáin og vinnukonumar, sem þau höfðu haft síðan, voru ekki neitt sérlega viðfeldnar. „Ó, Anna,“ sagði Emma og breytti um viðræðuefni. „En hvað hárið á þér er fallegt í dag. Léztu setja permanent í það?“ „Nei,“ svaraði Anna. „Þetta em járnabylgjur. Þú getur farið á nýju hárgreiðslustofuna og sagt að þú viljir láta lærling bylgja á þér hárið og þá færðu það ókeypis." Karen lagði ekki lengur hlustirn- ar við. Hún gat án þess að það kostaði hana nokkuð fengið hárið á sér bylgjað eins og það hafði verið á Sheilu. Svo færi hún að sækja pabba sinn á skrifstofuna og þá myndi Petersen, sem átti verksmiðj- una, kannske klappa henni á kollinn eins og keppinautur föður Sheilu hafði gert. Eða ef hún — hún stóð á öndinni — færi upp til hans, myndi hann tala við hana og pabbi hennar fá mikla peninga. Hún fengi ósköp- in öll af bamagullum og það kæmi skemmtileg bamfóstra í stað önnu. Þegar Anna skömmu seinna kall- aði: „Karen komdu inn og borðaðu hafragrautinn þinn,“ svaraði litla stúlkan svo bliðlega: „Já, Anna,“ að Anna varð óhyggjufull og spurði hvort hún væri veik. Síðar um daginn stóð Karen litla, með hárið allt vafið upp í lokka, fyrir framan sápuverksmiðju Petersens. Hún hikaði við að halda áfram. Hlið- ið og húsið var grátt, skitugt og ömurlegt, en í kvikmyndinni hafði allt verið hvitkalkað og stigar og gólf gljáandi. Hún herti samt upp hugann og læddist upp tröppumar. Hún kom inn i stóra skrifstofu og þar spurði einn skrifstofumaðurinn önugur, hvað hún væri að þvælast þarna. En áður en Karen næði að svara sagði einhver. „Hún ætlar lík- lega til pabba síns, Söborgs, haltu bara áfram, góða mín.“ Næsta skrifstofa var auð, síðan tók við dimmur gangur og hurð með litlum rúðum og gylltum stöfum. Sheila hafði einmitt farið í gegnum svona hurð. Karen opnaði hurðina varlega. Þetta var stór skrifstofa og þar inni við skrifborð sat maður, sem ekkert líktist keppinaut föður Sheilu. Hann hafði haft hvítar og loðnar augabrún- ,ir, en á augunum hafði verið auðséð að hann var -mesta góðmenni. Þessi maður var ekki góðlegur. Hann var rauður í framan, augun útstæð og engin augnahár. Þetta hlaut að vera Petersen forstjóri. Karenu langaði mest til að flýja strax af hólmi, en þá varð henni hugsað til Sheilu. Hún gekk því nær og sagði skjálfandi röddu: „Góðan daginn.“ Petersen leit á hana: „Hvað vilt þú,“ spurði hann reiðilega. „É —,“ byrjaði Karen, en þá beind- ist öll athygli hennar að bakka með kaffi og gríðarstórri rjómaköku, sem stóð á borðshominu. „Nei —,“ rödd hennar varð aftur eðlileg, „en hvað þú ætlar að borða stóra köku.“ Petersen varð stundarkom alveg orðlaus, en síðan barði hann í borð- ið, svo að bakinn hoppaði og rjóm- inn rann út af kökunni. „Svaraður, segi ég,“ þmmaði hann, „hver ert þú og hvað viltu?“ Karen hrökk í kút. „Ég heiti Kar- en,“ sagði hún hrædd. Siðan hristi hún lokkana og brosti eins og engill: „Ef þú hrukkaðir ekki svona ennið þá værir þú eins góðlegur og afi.“ Eitthvað á þessa leið hafði Sheila sagt og síðan hafði hún skriðið upp í fang hans, en það var ómögulegt að skríða upp í fang Petersen, því að hann hafði svo stóra ístru. „Ég veit ekki hver hefir sleppt þér hingað inn eða til hvers það er gert, en ég skal áreiðanlega hafa upp á syndaselnum. Hypjaðu þig nú burt,“ urraði Petersen. „Hypjaðu þig óðara ofan af hlið- inu, leiðinlegi óþekktarormurinn þinn —.“ Karen áttaði sig að lokum, hopp- aði ofan af hliðinu og hljóp heim að húsinu. En þar virtist hún ekki frekar eiga neitt athvarf. Einhver vinkona önnu var í heimsókn og Karen litla komst naumast yfir þröskuldinn á eldhús- inu, þegar henni var skipa.ð, harðri hendi, að fara út og leika sér. Karen hlýddi óðara, það er að segja, hún settist á eldhúströppurn- ar. Hún heyrði greinilega raddir stúlknanna inni í eldhúsinu: ... og svo sagði ég honum auðvitað að væri hann ekki ánægður, gæti ég farið ..“ Hvar er þriðji Arabinn? Karen fór allt í einu að gráta. „Nei, þú mátt ekki gera pabba mínum neitt, hann veit ekki að ég er hérna.“ En tár höfðu engin áhrif á Peter- sen. „Jæja, svo að pabbi þinn á sök á þessu — hvað heitir hann?“ „Sö — Söborg,“ sagði Karen grát- andi. „Við höfum litla peninga, þú gætir borgað pabba meira —,“ hún var alveg hætt að leika Sheilu. „Jæja, Söborg —,“ sagði Petersen hægt. „Maðurinn hlýtur að vera brjálaður að reyna slíka aðferð sem þessa. „Hann studdi á bjöllu og inn kom kona. „Segið Söborg að koma inn.“ „Söborg fór út til . .“ „Látið hann koma inn til min þegar hann kemur,“ þmmaði Petersen. „Farið með stelpuna heim og segið mömmu hennar að við viljum ekki láta hana þvælast héma.“ „Hvað heitir þú?“ spurði ungfrú Smith, þegar þær vom komnar út á götuna. Hún var ekkert reið og hélt vingjamlega í hönd Karenar. „Karen.“ „Langar þig í ísköku, Karen?“ Karen var aldrei I svo slæmu hug- arástandi að hún hefði ekki lyst á ísköku og meðan hún sleikti ískökuna snöktandi trúði hún ungfrú Smith fyrir öllum raunum sínum. Anna var alltaf að rífast, pabbi var önugur og vildi aldrei leika við hana. Þegar þær skömmu seinna gengu um hliðið, sem marraði í fannst henni hún allt í einu vera orðin svo ömgg þar sem hún hélt í hönd ungfrú Smith. „Hvar hefir þú verið, óþekktarorm- urinn þinn?“ byrjaði Anna, en þagn- aði óðara þegar hún sá ungfrúna, en nöldraði eitthvað um að hún bæri ábyrgð á telpunni. „Ég er hrædd um að þér séuð of kæmlausar hvað það snertir,“ greip ungfrúin hvasst fram í fyrir henni. Anna fór þá inn í eldhús og skellti hurðinni á eftir sér. Þegar Söborg bókhaldari kom heim tók undir í húsinu af hlátrarsköll- um. Hann opnaði dagstofudyrnar og sagði reiðilega: „Komdu hingað Karen —.“ En áður en hann kæmist lengra sagði ungfrú Smith, einkaritari Pet- ersen: „Karen, hlauptu og finndu inni- skóna hans föður þíns.“ Einn fagran sunnudag hékk Karen á hliðinu og beið þess að pabbi henn- ar kæmi heim með ungfrú Smith, sem nú átti ekki að heita lengur Smith, heldur frú Söborg og var nýja mamma Karenar. Or garðinum við hliðina gægðist Gravesen án þess að skammast nokkuð — ekki af þvi að striða hárið á Karen væri orðið hrokkið heldur af því að það ískraði ekki lengur í hliðinu. Allt í einu varð Karenu ljóst að breytingin byrjaði daginn sem hún lét bylgja á sér hárið. Anna var farin, en í hennar stað komin feit kona, sem alltaf var góð við hana. Pabbi var sífellt i góðu skapi og lék við hana. Hún gægðist hreykin ofan á nýja, fallega kjólinn — og jafnvel tennur vom farnar að spretta upp í skarð- inu í munni hennar. Undarlegt að hárbylgjur skyldu geta fengið svona miklu áorkað. Kar- en andvarpaði af hainingju og spark- aði. sér af stað á fleygiferð á hliðinu!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.