Vikan


Vikan - 11.09.1947, Page 1

Vikan - 11.09.1947, Page 1
16 síður Nr. 37, 11. september 1947 JAKOB MOLLER, sendiherra íslands í Danmörku. T^egar Þjóverjar höfðu gefizt upp í maí- byrjun árið 1945, svo að hægt var að taka upp fyrri samskipti við Norðurlönd og önnur lönd á meginlandi Evrópu, var stjórnmálamönnum hér á landi ljóst, að mikils væri um vert, að mikilhæfur mað- ur, kunnugur málefnum öllum og traustur veldist í stöðu sendiherra íslands í Kaup- mannahöfn. Island hafði rúmu ári áður endurreist lýðveldið og sagt skilið við Dani fyrir fullt og allt. Vegna styrjaldarinnar hafði þó ekki verið unnt að ganga frá ýms- um sameiginlegum málefnum ríkjanna og gat mikið og margt oltið á því, að fslend- ingar ættu góðan fulltrúa í Kaupmanna- höfn meðan samningar um þau færu fram og raunar einnig annars. Jakob Möller, fyrrum f jármálaráðherra, varð fyrir valinu í þetta þýðingarmikla embætti og er óhætt að segja, að menn af öllum flokkum hafi verið ánægðir með það val, enda hefir sendiherrann síðan gegnt starfi þessu með prýði og áunnið sér hvar- vetna virðingu manna og vinfengi, bæði vegna sjálfs sín og þjóðar sinnar. Jakob Möller sendiherra er fæddur í Höfðakaupstað í Austur-Húnavatnssýslu 12. júlí 1880. Foreldrar hans voru þau Óli Möller kaupmaður í Höfðakaupstað og síðar á Hjalteyri við Eyjafjörð og Ingi- björg kona hans, fædd Gísladóttir. Jakob Möller var settur til mennta og útskrifað- ist úr Lærða skólanum árið 1902. Ári síð- ar lauk hann prófi í heimspeki í' Kaup- mannahöfn, en stundaði jafnframt verk- fræðinám. Hætti hann því námi árið 1905 og stundaði síðan um nokkurn tíma nám í læknisfræði hér í Reykjavík, en hvarf frá því námi árið 1909. Jafnframt náminu var hann bankaritari í Landsbankanum, frá 1904 til 1915, en það ár tók hann við rit- stjórn Vísis. Var hann ritstjóri blaðsins til 1924, en eigandi blaðsins varð hann 1918. Nokkru síðar seldi hann þó hlut af blaðinu. Er Jakob Möller hætti ritstjórnarstörfum, Pramhald á bls. 14.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.