Vikan


Vikan - 11.09.1947, Blaðsíða 2

Vikan - 11.09.1947, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 37, 1947 POSTURINN • Kæra Vika! Viltu nú ekki vera svo góð og svara1 nokkrum spurningnm, sem ég ætla að leggja fyrir þig. 1. Hvað er mikið ársgjald í Kvenna- skólanum ? 2. Hvenær er bezt að sækja um pláss í honum? 3. Þarf að hafa háa einkunn úr bamaskóla til að komast í Kvenna- skólann ? Kg óska eftir svari í næsta blaði. Ung og áhugasöm. Svar: Ársgjaldið hefir verið dá- lítið mismunandi, og vegna þess að ný fræðslulög eru um það bil að ganga í gildi, er ekki fullvíst um framtíðartilhögun skólans, en ef skól- inn verður rikisskóli, mun skólagjald væntanlega. falla niður. Bezt er að sækja um inntöku í skólann að haust- inu, með árs fyrirvara. Inntökupróf er í skólann, en getur breytzt með nýjum fræðslulögum. Kæra Vika! Mig langar til að leita ráða hjá þér, því að við höfum svo miklar áhyggjur út af fótunum á okkur, þeir eru svo mjóir, en okkur langar til að fá þá svolítið sverari. Þú getur víst ekki sagt okkur hvað við eigum að gera, til þess að fá svera og fallega lagaða fætur. Með fyrirfram þökk. Sísí og Marsa. Vonumst eftir svari. Svar: Ganga mikið, gera hoppæf- ingar á tánum og knébeygingar. Einnig er gott að nudda kálfana, en gæta þess að strjúka neðan frá og upp eftir. Kæra Vika! Viltu vera svo góð að segja mér, hvort gistihús er á Flateyri eða ein- hver staður fyrir aðkomufólk til að gista á. Með fyrirfram þakklæti. 3 ferðastúlkur. Svar: Samkvæmt upplýsingum frá Ferðaskrifstofu ríkisins mun ekki vera þar neitt gistihús. Kæra Vika! Þökk fyrir margar ánægjustundir, og sögurnar. Ég sé að fólk er oft að spyrja þig irm ýmislegt, og ég les oft með athygli svörin þín, því stund- um er spurt um það sem mig lang- ar að vita, en nú langar mig að spyrja þig um dálítið og vonast ég' eftir svari við tækifæri. Er engin verzlun hér í Reykjavik, sem kaupir heimagerða muni, fyrir sanngjarnt verð, t. d. púðaborð, hekluð milliverk, dúllur, eða bama- kraga eða svuntur. Með kærri kveðju og þökk fyrir væntanlegt svar. Guðrún. Svar: Ýmsar fatnaðarverzlanir í Reykjavlk kaupa fullunninn barna- fatnað og ýmskonar handavinnu, einkum þó líklega smærri verzlanir. Kæra Vika! Nú ætla ég að biðja þig að gera mér stóran greiða. Svo er mál með vexti, að ég er að verða hvítur fyrir hærum aðeins 23 ára gamall. Ekki veit ég um neina orsök fyrir þessari plágu, nema þá að það er mjög mikið um hærur í ættum mínum báðum. Hvað á ég að gera? Með fyrirfram þökk fyrir svarið. Þinn lesandi. Gráni. Svar: Ekkert — nema þú viljir láta lita á þér hárið, og ekki hvetjum við þig til þess. Hærur eru ættgengar, og fyrst þær em í báðum ættum þínum, er lítill vafi á, hver er orsökin. (Til huggunar:) Auk þess er grátt hár á ungum mönnum hreint ekki svo ijótt — verra er að verða sköllóttur á unga aldri! Kæra Vika! Viltu gefa mér einhverjar upplýs- ingar um eftirtalda leikara: Esther Williams, Deanna Durbin, John Weis- muller, Sonja Henie, Roy Rogers. Með fyrirfram þökk. öm Elding. Svar: Ester Williams er fædd 1. ágúst, gift Ben Gage og á ekkert bam. Hún er fræg fyrir sundleikni sína og bragðar aldrei áfengi. Síðustu kvlkmyndir hennar eru: „Ziegfelld Follies", „Thrill of a Romance", „Hardy’s Double Life“ og „Hardy Steps Out.“ Deanna Durbin er fædd 4. des. 1922 í Winnipeg, Kanada. Hún er ljóshærð og bláeygð og hefir verið söngkona frá bamæsku. Hið rétta nafn hennar er Edna Mae Dur- bin og hefur hún afar gaman af að stunda sund. 1941 giftist hún aðstoð- arleikstjóranum við fjórar fyrstu kvikmyndirnar, sem hún lék í, Vaug- ham Paul, en er nú skilin við hann og gift Felix Jackson. Eiga þau eitt bam. Síðustu kvikmyndir: „Because of Him“, „Lady on a Train“, „Can’t Help Singing" og „Christmas Holi- dy“. John Weismuller er fæddur 2. júní, 1905 og er kvæntur Beryl Scott og eiga þau eitt barn. Hann stundaði nám við háskóla áður en hann gerð- ist kvikmyndaleikari. Leikur hann aðalega í Tarzan-myndum. Sonja Henie er fædd 8. apríl 1913 í Osló. Var gift Dan Topping, en skildi við hann. Síðustu myndir hennar eru: „It’s a Pleasure”, ,,Wintertime“' og „Iceland“ Henni hættir afar til að roðna og hefir hún áhyggjur út af því. Roy Rogers er fæddur 5. nóv. 1912 í Ohio og heitir réttu nafni Leonard Sly. Hann er kvæntur Arlene Wilkins og eiga þau tvö börn. Stund- ar hann mjög golf, en vann við út- varpsstöð áður en hann gerðist kvik- myndaleikari. Síðustu myndir hans em: „Song of Arizona", „Along Navajo Trail", „Don’t Fence Me In“ og „Sunset in E1 Dorado.“ Kæra Vika! Getur þú frætt okkur á þvi, hvað John Payne, Betty Grable, June Ha- ver, Lana Turner og Judy Garland eru gömul og eins, hvað em beztu myndir sem þau hafa leikið í? Með fyrirfram þökk fyrir svörin. Dísa og Gígi Svar: John Payne er fæddur 28. maí 1911, Betty Grable 18. des. 1916, June Haver 10. júní 1926, Lana Tur- ner 8. febrúar 1923 og Judy Gar- land 10. jan. 1923. Því miður treyst- um við okkur ekki til að svara, hverj- ar séu beztu kvikmyndirnar þessara leikara. I Tímaritið SAMTÍÐIN ! = flytur yður fjölbreytt og skemmti- | É legt efni, sem þér munduð annars E fara á mis við. : Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75. | Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. (Þær beíðnir um bréfasamband, sem sendar voru til okkar áður en ákveð- iö var að taka greiðslu fyrir að birta þau þarf auðvitað ekki að borga). Hér fara á eftir nöfn þeirra, sem óska að komast í bréfasamband: Jóhann H. Jóhannsson (17—19 ára), Grund, Grímsey. Þorlákur Sigurðsson (15—17 ára), Hátúni, Grímsey. Miss Eunice Harding 42 st. And- rew Street, Hessle Road Hull, Yorks, England. Halla Bjarnadóttir (16—22 ára), Mýrum, Homafirði. Þóra Hólm Jóhannsdóttir (16—22 ára), Brunnum, Suðursveit, Horna- firði. Auður Elíasar (17—19 ára), Þing- eyri við Dýrafjörð. Olly Ágústsdóttir (17—19 ára), Þingeyri við Dýrafjörð. Anna S. Þórðardóttir (15—18 ára), Borgarkoti, Miklaholtshreppi, Snæ- fellsnessýslu. Friðrik Lindberg (15—16 ára), Böðvarsholti, Staðarsveit, Snæfells- nessýslu. Reynir Gunnarsson (16—17 ára og helzt í Rvík), Pósthólf 153, Isafirði. Hjörtína Jóelsdóttir (20—24 ára), Strandgötu 9, Ak. Júdith Sveinsdóttir (20—24 ára), Ási, Glerárþorpi, Ak. Erla Halldórsdóttir (17—20 árai, Skútum, Glerárþorpi, Ak. , Kristín Finnsdóttir (21 árs), Tungu Blönduósi, A-Hún. Elísabet Finnsdóttir (17 ára), Tungu, Blönduósi, A-Hún. Dórothea Sveina Einarsdóttir (15—17 ára), Holtakotum, Biskupstungum, Ámessýslu. Að ofan til vinstri: Indversku fakir- amir neyta lyfja, sem gera það að verkum að þeir þarfnast minni fæðu og lofts og geta legið dögum saman grafnir í jörðu, ýmist allur líkaminn eða höfuðið. — Ofan t. h. strengimir ur 390.000 pundum á hvern ferþuml- ung. — Að neðan t. v.: Hinn risavaxni pandabjöm hefir höfuð líkt og þvo'tta- bjöm, búk sem bjórinn og fætur líka köttum. Hann er mjög sjaldgæfur. — Að neðan t. h.: Það eru til 2000 mis- í slaghörpunni þola þunga sem nem- munandi tegundir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.