Vikan


Vikan - 11.09.1947, Blaðsíða 3

Vikan - 11.09.1947, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 37, 1947 3 Dale Carnegie : Vertu sjálfum þér líkur! Höfundur bókarinnar „Vinsældir og áhrif“ segir: „Þegar þú hættir að öfunda aðra af hæfileikum þeirra, hefirðu stigið stærsta skrefið í áttina til velgengni.“ I bréfi til mín frá konu nokkurri í Norð- ur-Carolina er meðal annars þessi eftir- tektarverði kafli: ,,Sem barn var ég ákaf- lega viðkvæm og feimin. Ég var feit og svo búlduleit í framan, að ég sýndist enn feitari en ég var í raun og veru. Móðir mín var gamaldags og fannst það fyrirtekt að vilja vera í fallegum fötum. Viðkvæði henn- ar var: „Fötin verða að vera við vöxt,“ og hún klæddi mig í samræmi við það. Ég fór aldrei í heimboð eða út að skemmta mér, og í skólanum tók ég aldrei þátt í félagslífinu, jafnvel ekki í íþróttum. Ég var hræðilega feimin. Ég fann, að ég var „öðruvísi“ en allir aðrir og alls staðar óvelkomin. Þegar ég var orðin fullorðin, giftist ég manni, sem var nokkrum árum eldri en ég. Mágafólk mitt var jafnlynt og hafði til að bera mikið öryggi og sjálfstraust. Þau voru allt, sem ég þráði að vera, en var ekki. Ég reyndi eins og ég gat að vera eins og þau, en það tókst ekki. Allar tilraunir þeirra til að fá mig til að fylgjast með þeim, urðu að- eins til þess að ég dró mig enn meira inn í sjálfa mig. Ég varð taugaveikluð og vanstillt. Ég forðaðist alla kunningja okkar. Það gekk jafnvel svo langt, að ég hrökk við í hvert skipti, sem dyrabjöllunni var hringt! Ég gerði allt, sem ég gat til að reyna að sigrast á þessu. Þegar við vorum innan um fólk, reyndi ég að vera kát, en það var alltaf ein- hver falskur tónn í framkomu minni, og ég fann það sjálf, og mér leið illa í marga daga á eftir. Að lokum var ég orðin svo örvæntingarfull, að ég fór að hugsa um að stytta mér aldur. . . .“ Hvað varð til þess að breyta lífi þessar- ar óhamingjusömu konu? Ein lítil athuga- semd! „Ein lítil athugasemd,“ heldur konan áfram, „gerbreytti lífi mínu. Tengdamóðir mín var einhverju sinni að tala um, hvernig hún hefði alið upp börnin sín og sagði þá meðal annars: „Hvað sem fyrir kom, lagði ég alltaf ríka áherzlu á, að þau kæmu fram eins og þau áttu að sér að vera.“ Eins og þau áttu að sér að vera — þetta var at- hugasemdin! Sem leiftri laust þeirri hugs- un niður í mig, að ég hefði valdið mér öllum þessum erfiðleikum með því að reyna að steypa mig 1 mót, sem ég gat aldrei fallið í. Ég breyttist á einni nóttu! Ég fór að vera eins og mér var eiginlegast. Ég reyndi að rannsaka minn eigin persónuleika. Reyndi að komast að því, liver ég var. Ég athug- aði hinar sterku hliðar mínar. Ég kynnti mér allt, sem ég gat um liti og stíl í klæðaburði, og klæddi mig í samræmi við það sem ég áleit að færi mér bezt. Ég gerði mér far um að afla mér vina. Ég gekk í félagsskap — lítið félag fyrst í stað — og varð miður mín af hræðslu, þegar ég var sett á dagskrá. En í hvert skipti, sem ég hélt ræðu, óx mér kjarkur. Þetta tók langan tíma — en nú er ég hamingjusamari en mig hafði nokkurn tíma dreymt um að ég gæti orðið. Börnun- um mínum hefi ég reynt að innprenta það sem ég varð sjálf að læra af sárri reynslu: „Hvað sem fyrir kemur, þá verið alltaf eins og ykkur er eiginlegast!“ Þessi viðleitni manna, að vera öðruvísi en þeim er eiginlegt, er jafngömul sögu mannkynsins og oft á tíðum orsök tauga- veiklunar og minnimáttarkenndar. Barna- sálarf ræðingurinn Angelo Patri segir: „Enginn er jafnaumkunarverður og sá, sem þráir að vera einhver eða eitthvað annað en hann hefir andleg eða líkamleg skilyrði til.“ Hvergi mun þessi tilhneiging vera rík- ari en meðal leikaranna í Hollywood. Sam Wood, einn af kunnustu leikstjórum í Hollywood, segir, að mesta vandamálið í sambandi við unga leikara sé einmitt þetta — að fá þá til að vera sjálfum sér líka. Þeir vilja allir vera eins og einhver stjarnan, sem hátt ber í það og það skiptið. „Fólkið er búið að kynnast þessu,“ er viðkvæðið Þessi mynd er úr japönskum skóla. Kennslukonan er að útbýta mat meðal bamanna. 76 000 böm og kennarar í 89 skólum í Japan fá nú matgjafir frá hemámsliðinu. hjá Sam Wood, „nú vill það sjá eitthvað nýtt.“ Ég spurði nýlega skrifstofustjóra í stóru fyrirtæki, hver væri algengasti ágall- inn í hegðun fólksins, sem er að sækja um vinnu. Hann svaraði: Að vera ekki eins og því er eiginlegast. í stað þess að vera hrein- skilið, reynir það oft að svara eins og það heldur að spyrjandanum falli bezt í geð. En enginn vinnuveitandi kærir sig um óhreinskilni eða augnaþjónustu.“ Dóttir strætisvagnabílstjóra nokkurs lærði þennan sannleika af sárri reynslu. Hana langaði til að verða söngkona, en útlit hennar háði henni. Hún hafði stóran munn og framstandandi tennur. I fyrsta skipti sem hún söng opinberlega, reyndi hún að draga efrivörina niður, svo að tenn- urnar yrðu ekki eins áberandi. Hún var að reyna að gera sig laglegri heldur en hún var. Og hver varð árangurinn? Hún varð sér til athlægis. Einn maður var samt meðal áheyrend- anna, sem þóttist sjá, að hún hefði hæfi- leika. Hann fór til hennar og sagði: „Ég horfði á yður á meðan þér voruð að syngja og ég veit, hverju þér voruð að reyna að leyna. Þér skammist yðar fyrir tennur yðar!“ Stúlkan roðnaði; en maðurinn hélt áfram: „Til hvers voruð þér að því? Er. nokkur skömm að hafa stórar tennur? Hættið að f ela þær! Opnið munninn eins og yður er eiginlegt, þegar þér syngið, og áhorfendunum mun geðjast vel að yður, þegar þeir sjá, að þér skammist yðar ekkert fyrir að láta tennurnar sjást, þó að þær séu stórar.“ Cass Daley fór að ráðum hans. Upp frá því hugsaði hún aðeins um áheyrendurna, þegar hún söng. Hún opnaði munninn ófeimin og lét skína í sterklegar tennurnar, og vonbráðar var hún orðin ein af vinsæl- ustu söngkonum Bandaríkjanna í útvarpi og kvikmyndum. Þess má geta til gamans, að hún giftist manninum, sem gaf henni þessi góðu ráð. Hafðu ekki áhyggjur út af því, þó að þú sért öðruvísi en annað fólk. Það eru þeir líka Jósep Stalin, og Jósep Jónsson og allir aðrir Jósepar í heiminum. Ég var lengi að læra þessi sannindi. Ég kom sem ungur maður til New York frá hveitiökrum Miss- ouri. Ég kom til þess að stunda nám við Ameríska leiklistarskólann (American Academy of Dramatic Arts). Ég ætlaði að verða leikari. Ég hafði að mínu áliti ágætt ráð til þess að ná skjótum og góðum árangri í leiklistinni. Það var svo öruggt og einfalt, að mig furðaði mest á því, að aðrir skyldu ekki hafa uppgötvað það fyrir löngu. Ráð mitt var þetta: Ég ætlaði að kynna mér vandlega helztu leikara þeirra tíma. Því næst ætlaði ég að tileinka mér það bezta hjá hverjum einstökum og verða þannig einskonar samnefnari alls þess bezta í leik- list helztu leikara landsins. Hvílík fávizka! Hvílík fjarstæða! Ég Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.