Vikan


Vikan - 11.09.1947, Blaðsíða 5

Vikan - 11.09.1947, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 37, 1947 5 Framhaldssaga: ------------------------- Hver var afbrotamaðurinn ? ————-———-----------. Sakamálasaga eftir Agatha Christie hafnaði þeim jafnan. Ég hafði orðið fyrir of dýrkeyptri reynslu. Mér fannst ég engum geta treyst framar." „Já, ég get skilið það.“ „Svo liðu árin og ég varð mjög hrifin af á- kveðnum ungum manni. Ég var á báðum áttum. Og þá skeði það undraverða! Ég fékk nafnlaust hótunarbréf — frá Frederick — og í því bréfi sagði hann, að ef ég giftist nokkum tima öðr- um manni, þá mundi hann myrða mig!“ „Frá Frederick? Frá hinum látna eiginmanni yðar?“ - „Já. Auðvitað hélt ég fyrst að ég væri brjáluð eða mig væri að dreyma.... Að lokum fór ég til pabba og skýrði honum frá þessu. Hann sagði mér þá, hvemig í öllu lá. Eiginmaðurinn minn hafði þá ekki verið skotinn, þegár til kom. Hon- um hafði tekizt að strjúka úr fangelsinu — en það kom honum þó að engu haldi. Hann hafði lent í jámbrautarslysi nokkmm vikum síðar og lík hans fannst meðal þeirra, sem látið höfðu líf- ið. Faðir minn hafði ákveðið að segja mér ekki strax frá því, að maðurinn minn hafði sloppið úr fangelsinu, en þegar hann frétti litlu síðar, að hann hefði látizt í jámbrautarslysinu, sá hann enga ástæðu til að segja mér frá þessu fyrr en nú. Bréfið, sem ég hafði fengið, vakti þá gmnsemd hjá mér, að ef til vill væri maðurinn minn enn á lífi. Ég spurði pabba, hvort hann teldi að þetta gæti átti sér stað, og hann sagði mér, að líkið sem jarðsett hefði verið, sem lík Fredericks, hefði verið lik hans eftir því sem allar mannlegar rannsóknir benntu til. Það hefði reyndar verið erfitt að kom- ast að slíku með vissu á stríðsámnum, oft og ein- att, en hann taldi þó víst, að hér væri ekki um neinn misskilning að ræða. Bréfið frá Frederick taldi hann vera svivirðilegt gabb. Þetta kom fyrir oftar en einu sinni. Ef ég, svo að segja, gaf einhverjum ungum manni nokkuð undir fótinn, þá fékk ég hótunarbréf." „Var rithönd mannsins yðar á þessum bréf- um?“ Hún svaraði hægt: „Það er erfitt að segja. Ég átti ekkert bréf frá honum og hafði aðeins minn- ið að styðjast við.“ „Voru þá einhver orðatiltæki í bréfunum eða var minnst á eitthvað í þeim —- eitthvað, sem þið vissuð aðeins tvö, svo þér væmð vissar um, að bréfin væru frá manni yöar?“ „Nei alls ekki. og þó höfðum, við ýms orð eða orðatiltæki — til dæmis gælunöfn — okkar á milli, og hefðu þau verið notuð i bréfunum, mundi ég ekki hafa verið í neinum vafa.“ „Jæja?“ sagði ég. „Þetta er skrítið. Það lítur helzt út fyrir að bréfin séu alls ekki frá mannin- um yðar. Er um nokkum annan að ræða, er skrifað gæti yður slík bréf?“ „Já, það getur hugsast. Frederick átti bróður, sem var yngri en hann — og þessi drengur var tiu til tólf ára gamall, er við giftumst. Hann elskaði Frederick svo heitt, að það nálgaðist til- beiðslu og Frederick var líka innilega hrifinn af þessum litla bróður sínum. Hvað um þennan dreng varð — William hét hann —- veit ég ekki. Ég hef látið mér detta í hug, að þar eð þessi drengur var svona hrifinn af eldra bróður sínum, þá telji hann mig beinlínis valda að dauða Fredericks. Hann var alltaf afbrýðisamur gagn- vart mér og hefir því ef til vill fundið upp á þessu til að hefna sín á mér.“ „Þetta getur vel verið,“ sagði ég. „Það er und- arlegt, hvað böm geta munað mótgerðir lengi.“ „Já, það er satt, þessi drengur hefir kannske helgað lif sitt hefndinni." „Já, kannske. — Vilduð þér gjöra svo vel og halda áfram frásögn yðar.“ „Ég hef ekki miklu við að bæta. Ég kynntist Eric fyrir þremur ámm. Ég hafði ákveðið að giftast aldrei, en Eric kom mér til að breyta þeirri ákvörðun. Ég beið óttasleginn fram að giftingardegi okkar, því ég bjóst við hótunarbréfi. Ekkert bréf kom. Ég taldi vist, að hver svo sem það hefði verið, er sent hafði mér þessi bréf, þá væri hann nú annaðhvort dauður eða orðinn leið- ur á þessum ljóta leik. En tveim dögum eftir brúðkmip okkar fékk ég þetta bréf.“ Hún opnaði borðskúffuna, tók bréf upp úr litl- um kassa, sem þar var, og fékk mér það. Blekið var farið að dofna lítið eitt. Bréfið var skrifað með kvenlegri ■ rithönd og stafimir höll- uðust nokkuð fram yfir sig. Ég las: Þú hefir ó- hlýðnast. Nú sleppur þú ekki. Þú skalt aldrei verða kona annars manns en Fredericks Bosner! Nú verður þú að deyja. „Ég varð hrædd — en þó ekki til að byrja með eins hrædd og búast hefði mátt við. Ég þóttist örugg í návist Erics. Mánuði síðar fékk ég svo annað bréf.“ Ég hef ekki gleymt. Sg er að gera mínar ráð- stafanir. Þú skalt deyja. Hcers vegna ólilýðnast þú mér? „Veit maðurinn yðar um þetta?,“ spurði ég. Frú Leidner svaraði hægt: „Hann veit að mér hefur verið ógnað. Ég sýndi honum bæði þessi bréf, þegar það siðara kom. Hann taldi þetta vera grikk einhvers, eða þá að einhver ósvífinn náungi ætlaði sér að hafa út úr mér peninga með þvi að láta líta svo út sem fyrri eiginmað- ur minn væri enn á lífi.“ Hún þagði dálitla stund, en hélt svo áfram: „Nokkrum vikum eftir brúðkaup olckar mun- aði minnstu að við dæum bæði hjónin úr gas- eitrun. Einhver hafði komist inn í íbúð okkar eftir að við vorum sofnuð og skrúfað frá gas- leiðslunni. Til allra hamingju vaknaði ég og fann gaslyktina — áður en gasið var farið að verka á okkur að ráði. Þá var mér nóg boðið. Ég. skýrði Eric frá því, að ég hefði verið of- sótt í mörg undanfarin ár og ég sagði honum, að þessi maður, sem án efa væri vitskertur, mundi án efa ætla sér að deyða mig. Ég held, að þá hafi ég fyrst talið víst, að þessi maður væri Frederick. Þótt hann hefði verið mér góð- ur, var haxm samt sem áður ekki laus við að vera nokkuð harðbrjósta, ef honum líkaði eitt- hvað miður. Eric stakk upp á því, að við skyldum snúa okkur til lögreglunnar. Auðvitað mátti ég ekki heyra það nefnt. Að lokum ákváðum við, að ég skyldi fara með honum hingað og ekki fara með honum heim til Ameríku á sumrin, heldur dvelja í London eða París. Þetta gekk allt vel. Ég taldi víst, að nú væri ég laus við þennan óvin minn, þar eð hálf jarð- arkringlan skildi okkur að. En viti menn — fyrir rúmum þremur vikum fékk ég þetta bréf, sem póstlagt hafði veríð í Prag.“ Hún rétti mér bréfið. Þú hélst að þú gætir komist undan. Þér skjátlast. Þú gabbar mig ekki og skált ekki halda lifi. Eg er búinn að segja þér það áður. Brátt muntu verða að deyja. „Og fyrir viku — fékk ég þetta! Það lá hér á borðinu mínu eitt sinn, er ég kom inn. Það hafði ekki einu sinni verið sent í pósti.“ Ég tók við miðanum. A honum stóð aðeins ein setning: Eg er kominn. Hún horfði hvasst á mig. „Þarna sjáið þér það. Þér skiljið, hvað átt er við. Hann er kominn til að myrða mig. Hvort sem þetta er Frederick, William litli bróðir hans eða einhver annar, þá er það vist, að — hann œtlar sér að deyða mig.“ Hún hækkaði málróminn skyndilega við síð- ustu setninguna. Ég tók í hönd henni og sagði hægt: „Svona, svona. Heynið að taka þessu með ró. Við munum gæta yðar.“ „Já, ég veit það, ungfrú. Verst er, hvað ég er orðin kvíðin og taugabiluð. Þegar ég sá ókunnuga manninn um daginn vera að horfa upp í gluggana, þá skaut þeirri hugsun strax upp i huga minn: Hann er kominn . . . Jafnvel þegar þér komuð, varð ég hrædd, því ég hélt að þér væruð kann- ski dulbúinn karlmaður--------“ „En hvað yður getur dottið í hug!“ „Já, auðvitað nær þetta ekki nokkurri átt. Svo datt mér líka í hug, að þér væruð samstarfs- maður hans — og væruð alls ekki hjúkrunar- kona.“ „Hættið nú þessu. Þetta gengur allt of langt.“ „Já, svo má vera. En ég er heldur ekki með sjálfri mér lengur.“ Nú datt mér skyndilega nokkuð í hug — og spurði: „Munduð þér þekkja manninn yðar aftur, ef þér sæuð hann nú?“ Hún svaraði hikandi: „Ég veit það einu sinni ekki. Það eru nú fimmtán ár síðan. Það er ekki víst, að ég þekkti hann aftur.“ Eftir noltkra stund bætti hún við með skjálfandi röddu: „Ég sá eina nóttina andlit á glugganum hjá mér, en það var ekki andlit á lifandi manni, heldur dauðum. Það var barið ofur hægt á gluggann, rétt eins og þegar dropar falla úr hæð á stein. Ég leit upp og sá andlitið, fölt og draugalegt leggjast upp að rúðunni. Ég hrópaði My rkra| klefi Myndastofa Rannsóknj arstofa Porthvelfing — r__. CoUaitn.Ja Rcitci J" Emmottlii Carcy IU \ EldhusW 4\ -p tci upp rt |iaki<' Séra Lavignj Skrif- stoía Borð- stoía Dt _ L«idn«r

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.