Vikan


Vikan - 11.09.1947, Blaðsíða 6

Vikan - 11.09.1947, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 37, 1947 upp yfir mig hvað eftir annað .... En þegar til kom fundu þau ekkert eða sáu!“ Eg minntist frásagnar frú Mercados. „Gat ekki verið, að yður hafi aðeins dreymt þetta?,“ spurði ég hikandi. „Nei, nei, nei. Það er ég viss um.“ Ég var ekki eins viss og hún. Þegar fólk er í sliku ástandi og frú Leidner var nú, getur það hæglega blandað saman draumum sínum og því, sem gerist í vöku. Það er venja mín að mót- mæla aldrei sjúklingum mínum, eða þræta við þá, svo ég fór ekki frekar út í þetta efni. Ég reyndi þess í stað að hughreysta frú Leidner eftir beztu getu og sagði henni meðal annars, að ekki gæti hjá því farið, að við mundum strax frétta það, ef einhver aðkomumaður kæmi í nágrenn- i3 — og þá gætum við gert okkar ráðstafanir. Þegar ég fór frá henni, virtist mér hún vera allhress í bragði. Ég fór strax að leita að dr. Leidner og skýrði honum frá þessu samtali okkar. „Mér þykir vænt um, að hún hefur sagt yður frá þessu,“ sagði hann. „Ég get ekki lýst fyrir yður, hvað þetta ástand hennar hefur fengið á mig. Ég er samfærður um, að öll þessi andlit og þetta bank á rúðuna eru aðeins ímyndun í henni. Sjálfur hef ég ekki vitað, hvað heppileg- ast væri að gera fyrir hana, en ég treysti yður. Hvað haldið þér um þetta allt saman ?“ Mér fannst hreimurinn í rödd hans eitthvað óvenjulegur, en ég svaraði blátt áfram: „Mér þykir ekki ólíklegt, að þessi hótunarbréf séu hrekkur einn og ekkert annað.“ „Já, það tel ég líklegt. En hvað eigum við að gera? Hún er að missa heilsuna. Ég veit ekki hvað maður á að halda." Ég vissi það ekki heldur. Mér hafði dottið i hug, að einhver kvennmaður stæði á bak við þetta allt. Bréfin voru skrifuð með kvenlegri hendi. Mér varð hugsað til frú Mercado. Ef hún hefði komizt að sögu frú Leidners, var enginn liklegri en hún til að nota sér af því út í yztu æsar til að hræða líftóruna úr frú Leidner. Ég gat ekki fengið það af mér, að stinga upp á þessu við dr. Leidner. Það er oft erfitt að sjá fyrir, hvernig menn taka slíkum tilgátum. „Við skulum vona það bezta," sagði ég glað- lega. „Mér finnst frúin strax vera hressari fyrir það eitt, að hún hefur sagt mér sögu sína. Það er alltaf betra, ef fólk fæst til að tala um hlut- ina, en leynir þeim ekki fyrir öðrum og veltir þeim fyrir sér í huganum. Það fer verst með taugarnar." „Mér þykir vænt um, að hún hefur sagt yður frá þessu,“ endurtók hann. „Það er alltaf góðs viti. Það sýnir einnig, að hún treystir yður og fellur vel við yður. Verst hefur mér þótt að vita ekki, hvað bezt væri að gera fyrir hana.“ Það var rétt komið fram á varirnar á mér, hvort ekki væri best að ympra á þessu við lög- regluna, en seinna þótti mér vænt um, að ég hafði ekki spurt hann að þessu, og var það vegna eftirfarandi atviks: Daginn eftir þetta samtal okkar átti Coleman að fara til Hassanieh til að ná í peninga til að greiða með kaup verkamannanna. Hann fór einn ig með póstinn frá okkur, svo hann gæti komist með flugvélinni, sem væntanleg var þangað seinna um daginn. Þegar við höfðum skrifað bréf okkar, lögðum við þau að jafnaði í trékassa, er stóð í glugga- kistunni í borðstofunni. Coleman var að raða bréfunum í bunka, eftir því hvert þau áttu að fara og setti vandlega teygjuband utan um hvern þeirra fyrir sig. Skyndilega rak hann upp undrunaróp. „Hvað er að?,“ spurði ég. Hann veifaði bréfi og brosti. „Það er hún Lovísa fagra — hún er ekki sem bezt núna. Hún hefur skrifað bréf, sem á að fara til einhvers í 42. stræti, París, Frakklandi. Götumar hafa allar einhver heiti þar, en ekki aðeins númer, eins og tíðkast i henni Ameriku — eða hvað haldið þér um það ungfrú? Þér ættuð nú að skreppa með bréfið til hennar og biðja hana að lagfæra þetta." Ég tók við bréfinu og fór með það til frú Leidner, sem lagfærði áritunina. Mér varð litið á rithönd frú Leidners og ég fór að velta því fyrir mér, hvar ég hafði séð svona skrift — eða einhverja nauðalíka henni. Það var ekki fyrr en undir miðnætti sem ég kom þessu mig. Stafirnir voru að vísu stærri og hölluðu enn meira fram yfir sig, en annars var rithöndin áberandi lík skriftinni á nafnlausu hótunarbréfunum. Þeirri hugsun sló eins og eldingu niður í huga mínum, að frú Leidner hefði í blekkingarskyni skrifað þessi bréf sjálf. Gat þetta ekki verið? Og gat ekki líka verið að dr. Leidner grunaði þetta ? 10. KAFLI. Það var á föstudegi sem frú Leidner hafði sagt mér sögu sína. Daginn eftir, laugardag, var frú Leidner heldur ómannblendin og einkum forðaðist hún að koma í námunda við mig. Ég furðaði mig ekki á þessu, þar eð ég átti því að venjast. Sjúklingar segja hjúkrunarkonum sínum oft meira en þeir ætla sér í einhverjum hugaræsingi, en síðar sjá þeir eftir öllu saman og óska þess heitast, að þeir hefðu steinþagað.! Þetta er aðeins mannlegt eðli. Ég gætti þess vandlega að minnast ekki einu orði á það, sem hún hafði sagt mér, eða minna hana á nokkum hátt á það, sem fram hafði farið okkar á milli daginn áður. Ég talaði aðeins um daginn og veginn og lét eins og ekkert væri. Coleman hafði farið í bifreiðinni til Hassa- nieh um morguninn og haft með sér bréfin, eins og vera bar. Hann átti einnig að ljúka einhverjum erindum fyrir nokkra leiðangurs- menn. Það var útborgunardagur, og hann varð að fara í bankann og ná í peninga, fá þá afhenta i mátulega stórum seðlum og einhverju af skipti- mynt. Allt þetta mundi taka talsverðan tíma og hann bjóst ekki við að koma heim fyrr en síðari hluta dags. Ég bjóst við að hann mundi einnig ætla sér að borða miðdegismat hjá Sheilu Reilly. Síðari hluta dags útborgunardaginn var venju- lega unnið lítið við uppgröftinn, enda var byrjað að borga út kaupið klukkan hálf fjögur. Litli Araba-drengurinn, Abdullah, var eins og og vant var úti í miðjum húsagarðinum við þvott Blessað harnið! Teikning eftir- George McManns. Mamman: Heyrðu, elskan; Lilli hefir ekkert komið út Pabbinn: Gáðu að þér, Lilli! Þú getur dottið! í dag. Viltu ekki lofa honum að koma með þér, þegar þú ferð til rakarans? Pabbinn: Jú, en ég verð að flýta mér, ég er að verða of seinn á fundinn. MiftriHírnr- ' ~~ *?*■*#*■% Pabbinn: Lilli, láttu skósvertudósina vera! Pabbinn: Lilli, ekki að láta þennan skítuga rakbursta upp í þig! Mamman: Hvað hefir komið fyrir? Pabbinn: Og sitt af hverju! Ég held ég fari ekki með Lilla með mér næst, þegar ég fer til að láta klippa mig!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.