Vikan


Vikan - 11.09.1947, Blaðsíða 9

Vikan - 11.09.1947, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 37, 1947 9 Frétta- myndir Eitt af furðulegustu flugslysum, sem um getur í sögu flugmálanna varð nýlega í 6000 metra hæð yfir Atlants- hafi i flugvél á leið frá New York til Parísar. Glerhjálmurinn yfir flug- mannssætinu sviftist af, og loft- straumurinn upp um gatið varð svo mikill, að hann hreif flugmanninn með sér, og hefir ekkert til hans spurzt síðan, þrátt fyrir vandlega leit. Þessi mynd er af flugmanninum, George W. Hart. Ralph Windham dómari sat fyrir skömmu í dómarasæti sínu í einkennisbúningi sínum, skósíðum kufli og með hárkollu, í réttarsalnum í Tel Aviv í Palestínu, þegar grímu- klæddir menn réðust inn og höfðu hann á brott með sér. Brottnámið var gert í mót- mælaskyni við dauðadómnum yfir hermdarverkamanninum Dov Gruner. Dómarinn sést hér ásamt konu sinni, eftir að hann slapp úr gislingunni Pord og Pirestone eru tvær af ríkustu ættum Ameriku og hafa báðar grætt á bílum: Ford á framleiðslu bíla og Pirestone á fram- leiðslu hjólbarða. Á myndinni sjást Martha Firestone og William Clay Ford, er þau opinberuðu trúlofun sína nú fyrir skömmu. Það er yngsta-kynslóðin, sem slær saman reitunum. Þessi hjón eignuðust fjórbura fyrir skömmu. Þau urðu að láta smíða fyrir sig sérstakan fjórburavagn og sjást þau hér á myndinni vera að mæla dreidd vagnsins. Kom þá í ljós, að breikka verður útidym- ar á húsi þeirra til þess að vagninn komist inn. Þetta er mynd af þrílembdri á með lömb sín.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.