Vikan


Vikan - 11.09.1947, Blaðsíða 10

Vikan - 11.09.1947, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 37, 1947 • HEIMILIÐ • Verið grönn og ungleg. llf. Mjaömir fœtur og handleggir Leggist á hnén, og réttið handleggina beint upp. Færið þá síðan i lárétta stöðu beint fram, og réttið jafnframt fram vinstri fót. Hallið yður svo áfram eins og þér getið, með handleggi og fót í sömu stellingum, en munið að hafa bakið beint. Skiptið 'svo um, og réttið hægri fót fram. Þessi æfing grennir mjaðmir og fætur, ásamt efri hluta likamans og handleggi. Síldarbollur í brúnni sósu. 2 síldar, 4 soðnar kartöflur, 1 laukur, lmatsk. brauð- mylsna eða heilhveiti, % mat skeið kartöflumjöl. Sildarnar eru hreinsaðar og afvatn- aðar, þerraðar og saxaðar, ásamt lauknum og kartöflunum, brauð- mylsnan eða heilhveitið og kartöflu- mjölið hrært saman við, og úr deig- inu eru búnar til bollur, sem brún- aðar eru á pönnu í dálítilli feiti við fremur hægan hita. 1 matskeið af hveiti er hrært út með mjólk og vatni í þunnan jafn- ing, nokkrir dropar af sósulit settir saman við. Þessu er hellt yfir boll- urnar á pönnunni, þegar þær eru orðnar brúnar. Soðið í nokkrar mín- útur. Bollurnar eru bornar fram i sósunni og heitar kartöflur með. Sé afgangur af nýjum fiski má saxa hann saman við síldina og kart- öflurnar. Hvítölsúpa. 2 1. hvítöl, V. kg. kandíssykur, kanell, sítrónubörkur, 3 mat- skeiðar hveiti, %—1 bolli mjólk, vatn. Hvítölið er sett í pott og hitað upp •að suðumarki. Kandíssykurinn er soðinn í litlu vatni, þangað til sykur- inn aðeins hnígur. Síðan er hann kældur og hrærður saman við ölið, sem aðeins má sjóða. Kanelnum og sítrónuberkinum er bætt út í. Hveitið er hrært út í mjólkinni, siað saman við súpuna og látið sjóða hægt í 10 mínútur. 5KRÍTLUR Eiginnmaðurinn: Hafið þér nokk- rar bækur hérna um ástir og ævin- týri? * „Hvað gerir sonur þinn — sá, sem gleypti gullpeninginn, þegar hann var bam?“ „Áttu við Kristján? Jú, hann er í banka.“ „Einmitt það — færðu nokkra vexti af honum?" Tízkumynd Lystarleysi í börnum. Eftir dr. G. Myers Mig tekur sárt. að lesa bréf frá mæðrum, sem segja að þau hjónin séu að „fjarlægjast hvort annað“ út af erfiðleikum í sambandi við upp- eldi bamsins. Oft eru þessir erfiðleik- ar í sambandi við aga. 1 dæminu hér á eftir var það lystarleysi bamsins. Það fær mér stundum undrunar, hve algent það er, að foreldrarnir eigi í erfiðleikum með bömin við matar- borðið, en svo minnist ég þess hve, auðveldlega og sakleysislega þeir geta byrjað og áður en varir orðið að alvarlegu vandamáli. Þeir byrja af þvi að foreldramir telja réttilega að barnið þurfi riægilegt magn af hollri og góðri fæðu til að geta vaxið og dafnað líkamlega. Þeir skipa því barninu að borða og verða ergileg við það (og hvort við annað), þegar bam- ið hlýðir ekki, sem oftast er. Og á sama hátt kemur upp þrjózkan í baminu gagnvart foreldrunum og matnum. Gremja barnsins yfir matnum dreg- ur úr matarlystinni, og því meir sem sagan endurtekur sig oftar. 1 flestum tilfellum, eins og i dæminu hér á eftir, mundi barnið fá matarlystina aftur, og hana jafnvel betri, ef for- eldrarnir gætu haft stjórn á tilfinn- ingum sínum og gætt tungu sinnar við borðið. Móðir skrifar um þriggja og hálfs árs barn sitt: „Það er sama þó að hann hafi leik- ið sér úti i nokkra klukkutíma og gengið sé á eftir honum með alls konar fögram loforðum: hann kem- ur aldrei ánægður og lystugur að borðinu . . . Hann byrjar með því strax á morgnana að lýsa því yfir að hann sé ekki svangur og þá byrjar stríðið. Oft segi ég ekkert í von um að hann verði betri við næstu máltíð. Undanfamar vikur hefir hann borð- að að meðaltali fvær máltiðir á dag (venjulega með því að hafa einhvern jafnaldra sinn við borðið með sér, eða með því að hóta honum að halda hon- um inni). Ég vona að þér getið gert eitthvað til að hjálpa okkur, við hjónin mund- um vilja all.t til vinna að fá bamið til að borða matinn sinn, án þess að það kosti rifrildi og skammir. Við eram bæði orðin ákaflega þreytt á þessu, og ég get ekki verið jafnástúðleg við drenginn og ég vildi vera. Við hjónin eru farin að fjarlægjast hvort ann- að út af þessu sífellda basli með drenginn ... Læknirinn okkar segir, að hann sé líkamlega heilbrigður. 1 guðs bænum gefið okkur góð ráð.“ Ég sendi konunni bæklinga mina um bamauppeldi með eftirfarandi línur: Það eru raunveralega þið for- eldrarnir, sem erað valdir að þessum erfiðleikum. Hvernig mundi yður líka, ef einhver, sem væri sterkari en þér, reyndi að neyða yður til að borða, þegar þér hefðuð ekki lyst á því, eða væruð búnar að fá nóg? Ef þér getið hugsað þrjár eða fjórar viður fram í tímann, þá skuluð þér gera. eins og ég segi hér á eftir, og halda því á- fram i þrjá mánuði að minnsta kosti, ef með þarf. Þegar. drengurinn vilt ekki koma til að borða, þá látið þar við sitja, en leyfið honum ekki að koma seinna eða fá neinn mat fyrr en á næstu máltíð. Ef hann neitar að borða það sem þér setjið fyrir hann, þá takið það strax frá honum og látið hann fara frá borðinu án þess að fá meiri mat. Látið aðeins einn rétt fyrir hann í einu og aðeins lítinn skammt. Varizt að gefa til kynna með orðum eða lát- bragði, að yður sé ekki sama, hvort hann borði eða ekki. Að sjálfsögðu eigið þér aldrei að mata hann. Hald- ið áfram að borða sjálf og látið sem ekkert sé.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.