Vikan


Vikan - 11.09.1947, Blaðsíða 13

Vikan - 11.09.1947, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 37, 1947 13 GLERSKIPIÐ. Barnasaga. Hið fyrsta, sem Jón litli sá, er hann kom inn í stofuna á morgnana var glerskipið. Hann þreyttist aldrei á því að horfa á það. Honum virtist það fegursti hluturinn í stofunni. Stofan var ekki skrautleg, en viðkunnanleg. Móðir Jóns var iðin og reglusöm, og hélt öllu hreinu. Glerskipið stóð á hillu yfir aminum. Það var fagurlega málað gullnum, bláum og rauðum litum. Seglin voru þanin og veifa blakti á masturstoppi. Einhverju sinni spurði Jón: „Hvað- an fengum við skip þetta?“ „Afi þinn kom með það frá Fen- eyjum. Sú borg er á Italiu. Þar eru mjög duglegir glerblástursmenn. Þeir búa til marga dásamlega hluti. Ertu hrifinn af skipinu?“ mælti móðir hans. Jón svaraði: „Mér þykir vænst um þig, og þar næst um skipið.“ „Sama máli gegndi með föður þinn. Hann sigldi út á sjóinn — og kom aldrei aftur.“ Jón þagði. Honum var kunnugt um, að faðir hans hafði verið stýrimaður á stóru skipi, er rakst á sker. Mai'gir skipverjar komust i bátana og björg- uðust, en sumir hurfu og spurðist ekkert til þeirra. Og meðal þeirra var faðir Jóns. Dag noifkum, er móðir drengsins þreif húsið fann hún postulinslíkneski. Það var lítil stúlka í stuttu pilsi með skrítinn hatt á höfðinu. Er Jón kom heim úr skólanum sagði móðir hans: „Taktu eftir! Er hún ekki falleg? Hún er frá Meisen í Þýzkalandi. Þar búa menn til ýmislegt á postulíni. Ég læt hana á arinhilluna við hliðinu á skipinu.“ Jón varð strax hrifinn af litlu postulinsstúlkunni. Hann nefndi hana Lenu kóngsdóttur. Á skipið minntist hann ekki oftar. Hann vildi ekki ýfa upp harma móður sinnar. Þau Jón og móðir hans bjuggu í litlu þorpi í Englandi. Það stóð ekki alveg útvið sjó, en þó svo nærri haf- inu að þau gátu séð það er þau gengu upp á hæðina, er var í nánd við hús, þeirra. Hinn salti, raki vindur At- lantshafsins barst til þeirra. Jón þráði að verða sjómaður og láta skip sitt kljúfa hinar grænbláu öldur. En um þessa þrá sína talaði hann ekki. Hann vildi ekki styggja móður sína. Hún harmaði mjög mann sinn. Vorið var komið. Suðvestanvindur- inn hafði rekið veturinn út í hafs- auga. Sólin skein og fuglarnir sungu. Jón svaf í herbergi sinu. Hann hafði sofnað glaður mjög. — Skyndilega sá hann dýrlega sýn. Tunglskinið flæddi inn í herbergið. Og á silfur- hvítum tunglskinsblettinum kom skip siglandi. Skip! Jú, það var glerskip- ið hans, aðeins miklu stærra og feg- urra. Möstrin svignuðu, veifumar blöktu. Skipið stækkaði og stækkaði. Það varð eins stórt og stærstu skip, er um höfin sigla. Fram á skipinu stóð Lena kóngsdóttir. Hún veifaði til Jóns með stómm blómvendi. „Komdu með, Jón!“ kallaði hún. „Fylgstu með yfir bylgjurnar bláu. Þú ert enginn heigull.“ Jón stökk fram á skipið. Það sigldi yfir hið ljómandi haf. Vindurinn söng í reið- anum. Loftið var eins og tónahaf. Jón mælti: „Ertu lifandi, Lena kóngs- dóttir?“ Hún hló. „Vitanlega,“ svaraði hún. „Komdu, Jón, og heilsaðu gamla kónginum, föður minum. Jón sá gamlan mann í gullinni kápu, með gullkórónu á höfði, koma í áttina til hans. Hann gekk hægt. Jón hneigði sig fyrir honum. Kóngurinn kinkaði kolli og mælti: „Eg þekki þig, Jón. Þú ert góður drengur og gætir vel dóttur minnar.“ „Hvað heitir þetta skip?“ spurði Jón. „Draumaskipið," svaraði kóngur- inn. „Við siglum því til drauma- og óskalandsins. Við siglum til fjarlæg- ustu staða. Til indælustu staða er við höfum aldrei augum litið. Allt er hægt að sjá af Draumaskipinu." „Getum við ekki fund’ð föður minn?“ spurði Jón. „Það getum við,“ svaraði kóngur- inn. En Lena kóngsdóttir brosti og mælti. „Við getum flutt föður þinn heim til móður þinnar." Jón varð afar glaður. Hann horfði í allar áttir. Lena stóð yið hlið hans. Jón sá Robinson Crúsó, sjóræningja frá löngu liðnum dögum, og margt annarra manna. Allir voru þeir far- þegar á Draumaskipinu. Svo gerðist veðrið vont. Bylgjurn- ar urðu háar sem fjöll. En annað slagið kom blíðviðri. Eyjar komu í sjónmál og hurfu. Jóni virtist sem sigling þessi hefði staðið margar vikur. En alltaf var förin jafn skemmtileg. „En pabbi! Hvar er pabbi?“ spurði Jón. Þá sýndi Lena prinsessa .honum litla ey. Þar stóð maður og veifaði. Lena mælti: „Þessi maður er fað- ir þinn. Nú förum við og sækjum hann.“ Draumaskipið renndi upp að strönd eyjarinnar. Og í sömu svifum þekkti Jón föður sinn. Hann hljóp niður af skipinu og féll í faðm föður síns. „Pabbi!" hrópaði Jón. Og í sama bili vaknaði hann. „Hvað er að þér?“ spurði móðir hans. Jón mælti: „Mamma, ég veit hvar pabbi er. Hann er ekki dáinn. Eg sá hann er ég sigldi á Draumaskipinu." Og hann sagði móður sinni alla sög- una. Hún svaraði: „Eg vildi að þetta væri satt.“ Móðir Jóns andvarpaði, kyssti hann og sagði honum að halda áfram að sofa. Morguninn eftir kom Jón niður i stofuna. Þar stóð glerskipið og Lena kóngsdóttir á sínum stað. Það var sólskin og dásamlegt veður. Jón flýtti sér í skólann. Hann hugsaði um drauminn. ■— Er hann kom heim úr skólanum heyrði hann samtal inni í stofunni. Hann þekkti röddina, fleygði skólabókunum og þaut inn. „Pabbi,“ hrópaði hann og breiddi út faðminn móti axlabreiða marrnin- um er sat við borðið. „Pabbi, þú hefir komið með draumaskipinu! ‘ ‘ „Draumaskipinu?" sagði faðir hans. Jón sagði þá föður sínum allt, sem hann hafði dreymt. En faðir hans sagði sína sögu. Hann hafði rekið á land á lítilli eyju. Og fyrir nokkr- um vikum hafði skip séð neyðarmerki hans, komið og bjargað honum. Nú var hann kominn heim og ætl- aði aldrei að yfirgefa mæðginin fram- ar. Hann sagði að síðustu: „Ég ferð- ast hér eftir aðeins með Draumaskip- inu.“ Lausn á bridgeþraut í síðasta tölublaði: 4 8, 7, 6, 5 V 8, 2 ♦ K, 2 * A, K, D, 7, 6 ▲ K, 10, 9, 4, 3, 2 ^ 10, 6, 5 + D, G, 10 * 2 N. V. A. S. 4 ¥ ♦ G G, 9, 4, 3 9, 8, 7, 6 G, 10, 9, 8 4 Á, D ¥ A, K, D, 7 + Á, 5, 4, 3 * 5. 4, 3 Suður spilar 6 grönd, vestur lætur út tíguldrottningu. Norður tekur með kóng og spilar laufás. Suður tekur 3 hæstu í hjarta og tígulás. Spilar vestur síðan inn á tigulgosa, sem nú neyðist til að spila spaða upp til suðurs. Þegar suður spilar síðasta spaðanum, kemst austur í augljósa kastþröng og aust- ur og vestur fá ekki fleiri slagi. 1. Maður kom fram, sendur af Guði; hann hét Jóhannes. Þessi maður kom til vitnisburðar, til þess að vitna um ljósið, til þess að allir skyldu trúa fyrir hann. 2. Og þessi er vitnisburður Jóhann- esar, þá er Gyðingar sendu til hans frá Jerúsalem presta og Levíta til þess að rpyrja hann: Hver ert þú ? ... Hann sagði: Ég er rödd manns, er hrópar í óbygðinni: Gjörið beinan veg Drottins, eins og Jesaja spámaður hefir sagt. 3. Daginn eftir sér hann Jesúm koma til sín og segir: Sjá, guðslamb- ið, er ber synd heimsins! Hann er sá, sem ég sagði um: „Eftir mig kemur maður, sem hefir verið á undan mér; þvi að hann var fyrri en ég.“ 4. Daginn eftir var Jóhannes þar aftur staddur og tveir af lærisvein- um hans. Og hann horfði á Jesúm, þar sem hann var á gangi, og segir: Sjá, guðs-lambið!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.