Vikan


Vikan - 16.10.1947, Blaðsíða 7

Vikan - 16.10.1947, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 42, 1947 LITLI PRINSINN. Söguleg frásaga T>etri, tryggari vin og félaga, né meiri að- dáenda en prins Maximiliam af Wiirt- emburg eignaðist Karl XII. aldrei. Maxi- miliam var sonur Friðriks hertoga af Wiirtemberg. Hann var aðeins 14 ára gam- all, er hann heimsótti Karl XII. í herbúð- um hans og óskaði eftir að fá að ganga í sænska herinn, til þess að fá að taka þátt í hinum miklu styrjöldum, er nú voru framundan undir stjórn hins víðfræga sænska konungs. I fyrstu vildi Karl ekki verða við óskum prinsins, þar sem hann áleit hann of ung- an og óreyndan til þess að taka þátt í svaðilförum þeim, sem ávallt eru samfara styrjöldum. En eftir að Maximiliam hafði nokkrum sinnum fylgt Karli á hinum fífldjörfu og lífshættulegu reiðtúrum hans og í þeim sýnt mikla reiðfimi og hugrekki, urðu hinir ungu furstar beztu vinir og helzt sú vinátta meðan Maximiliam lifði. Litli prinsinn, eins og Maximiliam venju- lega var kallaður í sænska hernum, varð nú stöðugt með Karli XII. í svað- ilförum hans og herferðum. Við Pultusk sýndi hann fádæma hugrekki ásamt megnri fyrirlitningu fyrir hættum þeim, er að steðjuðu. Seinna var hann einnig með, er Thom og Elbing voru yfirunnar, er Lemberg var tekin með skyndiáhlaupi, drýgði hann þær hetjudáðir, sem tæplega er hægt að skýra frá. Þetta allt varð til þess að auka álit og dálæti konungs á hon- um að miklum mun. Maximiliam tilbað Karl konung næstum því sem væri hann goðum lík vera og glað- ur myndi hann hafa fórnað lífi sínu fyrir hann. Atburður, sem sannar þetta er, að í orustunni við Brezina 1708 leiddi hann athygli óvinanna frá Karli að sér, og særð- ist af skotsári mjög hættulega við það. Tæpum mánuði seinna þrátt fyrir að Maxi- miliam væri þá hvergi nærri búinn að ná sér, tók litli prinsinn þátt í orustunni um Holofzin. Eftir þessa orustu útnefndi Karl XII. hann til foringja fyrir riddaraliðssveit. I hinni örlagaríku orustu við Poltava sýndi litli prinsinn fádæma hugrekki og vaska framgöngu, en varð að síðustu umkringd- ur og tekinn til fanga af Rússum. I rússneska hernum ríkti vitanlega mik- ill fögnuður yfir sigrinum við Poltava. Pétur keisari tók þátt í fagnaðarlátum manna sinna, en þrátt fyrir það gat hann ekki annað en dáðst að hugrekki og hetju- dáðum Svíanna, og styrjaldarrekstri þeirra gagnvart ofureflinu. Strax eftir sigurinn fyrirskipaði keisar- inn að halda stórkostlega sigurhátíð. I henni voru flestir foringjar Svía látnir taka þátt. Meðal þessara sænsku fanga voru t. d. forsætisráðherrann Karl Piper, Rehnsköld marskálkur, herforingjarnir Lewenhaupt og Horn, ásamt prins Maxi- miliam. Meðan setið var undir borðum snéri Pétur keisari sér að Rehnsköld og spurði: — Hve fjölmennur var her konungs yðar fyrir orustuna? — Eftir mínum útreikningi, svaraði Rehnsköld, mun herinn hafa verið 24.000 manns og meðal þeirra nokkur þúsund Kósakkar. Undrandi hélt keisarinn áfram: — En ég get hreint ekki skilið, hvernig þið með ekki meiri herstyrk þorðuð að setj- ast um Poltava. Með þrunginni röddu svaraði Rehnsköld: — Við foringjarnir vorum ekki ávallt spurðir um okkar álit, þegar um umsát eða einhverjar aðrar hernaðaraðgerðir var að ræða. En sem herforingjar í sænska hernum álitum við það skyldu okkar að hlýða fyrirskipunum konungs okkar. Þrátt fyrir það að við værum oft á annarri skoð- un en hann. Er keisarinn heyrði þetta svar, snéri hann sér að foringjum sínum og öðrum hirðmönnum og sagði: — Þarna getið þið heyrt, hvernig á að þjóna herra sínum og stjórnanda. I einu og öllu að hlýða skipunum hans og vilja. Meðan stóð á samræðunum, sem aðal- lega snérust um Karl XII. lét einn af æðstu foringjunum rússnesku falla nokkur lítils- virðingarorð um Karl konung. Þetta vakti auðvitað óhemju gremju og reiði hjá hin- um sænsku foringjum. Það fór ekki heldur fram hjá Pétri keisara, greip hann Miriam Hopkins og- Frances Dee i kvik- myndinni „Ævintýradrós.“ •7 því fram í fyrir hinum rússneska foringja og sagði: — Er ég ekki konungur og stjórnandi? Hugsið ykkur að Karls hlutskipti hefði orðið mitt, hefði nokkur rússnesku for- ingjanna getað þolað það að Svíarnir töl- uðu illa um mig? Rússneski foringinn skildi sneiðina og sagði ekki orð meira um Karl konung. En Pétur keisari lyfti bikar sínum og drakk skál hinna sænsku herforingja, sem hann áleit vera kennara sína í hernaðarlist. Og þó að þetta léti illa í eyrum hinna sænsku herforingja, þá þorði samt enginn þeirra að hreyfa mótmælum. Að máltíðinni lokinni lét keisarinn af- henda aftur nokkrum æðstu sænsku for- ingjunum vopn sín. Og hann afhenti sjálf- ur hverjum einstökum þeirra vopnin. Þeg- ar röðin kom að þeim yngsta, litla prins- inum, að fá sín vopn, sagði keisarinn: — Yður, prins Maximiliam, sem ekki eruð sænskur að uppnina og aldrei hafið stigið fæti yðar á sænska jörð, yður mun ég gera tilboð, sem mun hafa mjög mikil áhrif á framtíð yðar, og samtímis koma í veg fyrir, að hlutskipti yðar verði hið sama og félaga yðar. — Tilboð, sem gerir mín örlög á ann- an veg en stríðsfélaga minna! hrópaði litli prinsinn, mjög undrandi. — Hvers vegna skyldi ég ekki hljóta sömu örlög og aðrir sænskir stríðsfangar? Keisarinn hélt áfram: — Orðrómurinn um yðar sjaldgæfa hugrekki og þor, prins Maximiliam, hefir oft verið umræðuefni innan rússnesku her- stjórnarinnar. Og þar sem ég hefi síður en svo neitt á móti því að fá gáfaða og hug- rakka foringja í her minn, býð ég yður að ganga í rússneska þjónustu og nú þegar að taka við herforingjatign í rússneska hernum. Pétur keisari bætti ennfremur við: — Svo há hernaðarleg metorð hefir varla nokkur fursti áður boðið tvítugum ungling ? Léttur roði færðist yfir hið unga andlit prinsins. Djarfur og óskelfdur horfði hann í augu Péturs k'eisara um leið og hann svaraði honum: — Voldugi keisari og stjórnandi, ég get ekki tekið yðar stórmerka tilboði um að verða herforingi í rússneska hernum. Sam- vizka mín og heiður, og hollustan, sem ég hefi svarið Karli konungi XII., banna mér það. — Eru þetta allar ástæðurnar fyrir því að þér hliðrið yður hjá því að taka tllboði mínu, prins Maximiliam? spurði keisarinn undrandi. — Já, eins og ég sagði áðan, samvizkan og trúnaðareiður sá, sem ég hefi svarið konungi Svíþjóðar, er næg ástæða fyrir mig til þess að neita því að verða herfor- ingi í rússneska hemum. Og um leið og ungi prinsinn hreyfði sig lítið eitt, mjög tiginmannlega, bætti hann við. —- Á meðan nokkur blóðdropi hrærist í æðum mínum, mun ég verða trúr vini mín- Framh. á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.