Vikan


Vikan - 16.10.1947, Blaðsíða 10

Vikan - 16.10.1947, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 42, 1947 • HEIMiLIÐ • Verið grönn og ungleg Matseðillinn Tixkumynd Sagósúpa. iy2 1. vatn, 75 gr. sagógrjón, 1 sítróna, 100 gr. sveskjur, 2 dl. krækiberjasaft, 75 gr. sykur. Suðan er látin koma upp á vatn- inu, þá er grjónunum stráð út í og stöðugt hrært í þar til sýður i pott- inum; soðið unz grjónin eru orðin glær. Sveskjumar eru þvegnar i sjóðheitu vatni og soðnar í súpunni í 15 mín. Sítrónan er þvegin og skor- in í sundur og soðin í 10 min. í súp- unni. Saft og sykur látið í súpuna áður en hún er framreidd. Fiskdeig. 1 kg. fiskur (þorskur eða ýsa), salt, 25 gr. kartöflumjöl, 1 dl. rjómi, köld mjólk. Fiskurinn er hreinsaður og flakað- ur með beittum hníf; flökin eru þurrkuð vandlega, lögð á skurðar- fjöl og roðið látið snúa niður. Flökin eru skafin með beittum hnif og salti stráð á, fiskurinn hnoðaður þar tii deigið er orðið seigt, siðan hakkað fjórum sinnum í hakkavél; tvö síð- ustu skiptin með mjölinu. Deigið þá hrært með mjólk og rjóma, sem er bætt út í smátt og smátt. Þannig tilbúið fiskdeig má hafa í búðinga, hringmót, bollur og fisksnúða o, s. frv. Glæsilegur samkvæmiskjóll úr svörtu satini. Pilsið er vítt og svört blúnda á þvi. Háir blúnduhanzkar eru not- aðir við. Slœmur vani. Eftir Dr. G. Meyers. Margar mæður vilja ekki láta börn sin frá eins og upp í fimm ára fara að sofna óánægð og freistast því til að gefa þeim sætindi í rúmið, brjóst- sykur, kökur og eitthvað slíkt. Ef þetta er gert í nokkur skipti, er erfitt að hætta því og brátt verður það vani. Auðvitað gefa ekki allar mæður bömum sinum sætindi heldur stinga upp í þau einhverju matarkyns, sem holt er og hefir næringu, og sálfræði- lega séð mun þetta gera baminu gott. Það sofnar þá glatt og ánægt. Illt fyrir tennurnar. En þetta mun skemma tennur bamsins. Það er ekki venja að láta barnið bursta í sér tennumar eftir að það fær þennan aukabita í rúmið og þess vegna mun það líka sofna með matarleifar og agnir í tönnun- um sem munu smátt og smátt valda tannskemmdum. Tannlæknar em líka mjög mótfallnir þessari venju. Þar er bezt að venja ekki fyrsta bamið á þennan ósið, þvi að yngri bömin munu þá taka hann upp og heimta hið sama. Segjum svo að þér vilduð venja þriggja ára bam yðar af því að fá bita I rúmið og segðuð því eitt kvöldið að nú fengi það ekki bitann sinn annað kvöld. Ég er hræddur um að það færi aldrei vel, því að þriggja ára bam mun naumast vita hvað „anriað kvöld“ þýðir. 1 þess stað skulið þér segja barninu eitt kvöldið, skömmu áður en það fer að hátta, að nú eigi það að fá kökuna sína, eða hvað sem það er, sem bamið hefir verið vanið á að fá. Eftir að bamið hefir etið bitann sinn, burstið þá tennurnar í því. Ef barnið heimtar að fá bitann í rúmið eftir sem áður, minnið það þá á að það hefir þegar fengið hann. Reynið að sætta bamið við það og sjáið um að upp frá því fái það ekki bitann í rúmið. Sumir foreldrar lofa bami sínu, þegar það hefir borðað mat sinn, að taka sér eins mikið af sykri og sæt- indum og það vill og bursta siðan tennur þess vel á eftir. Ég veit um lækniskonu, sem gerir þetta með leyfi manns síns. Allar ungar mæður vita og hafa lesið um, hversu sætindi em skaðleg tönnunum ef tennumar eru ekki burstaðar óðara og sætindanna hefir verði neytt og sömuleiðis að sæl- gætisát spillir matarlystinni. En ég 19. Þjálfim líkamans: Standið á gólfinu dálítið gleitt, og réttið handleggina lárétt út. Beygið yður djúpt áfram, réttið yður aftur, og fettið yður svo aftur á bak eins og þér getið. Réttið yður svo upp, og beygið yður eins mikið til hliðanna eins og þér getið, fyrst til vinstri og svo til hægri. Meðan á þessum æfingum stendur eiga handleggimir að vera vel útréttir. Þetta er mjög góð æfing fyrir allan likamann. Heimagerðir hlutir. Handa gestum. Það er hörgull á handklæðum nú eins og mörgu fleim. Það er því um að gera að nota gömlu handklæð- in eins lengi og hægt er. TJr tveim slitnum handklæðum má auðveld- lega búa til skemmtilegt gestahand- klæði. Þau stykki í báðum hand- klæðunum, sem minnst em slitin, eru klippt úr og saumuð saman, og yfir slitnu blettina eru saumaðar alls konar ,,fígúmr“, sem klipptar em út úr mislitu lérefti. Auðveldast er að teikna myndirnar á pappír fyrst og ,,kalkera“ þær siðan á léreftið. furða mig mjög á hvað börn fá samt að háma í sig af kökum, ís og sælgæti á milli máltíða og hversu foreldrar gefa þeim vasapeninga til að eyða í slíkt. Það er enginn vafi á því að mæður þær, sem kvarta mest undan lystar- leysi bama sinna við mig, gefa þeim talsvert sælgæti á milli máltíða. Það brá svo við að Karen litla, sem er þriggja ára og vön að hafa góða matarlyst um hádegið, vildi lítið borða einn daginn. „Þetta er allt mér að kenna,“ stundi móðir hennar, ,,ég var svo heimsk að gefa henni sælgæti þegar ég fór í búðir með hana í morgun.“ Það er enginn vafi á þvi að það er bömunum hollast að borða sem minnst sælgæti, hversu vel sem tenn- ur þeirra era hirtar, því að sælgætis- át verður alltaf til að spilla matar- lystinni. Kanína. öllum bömum á aldrinum 2—4 ára þykir gaman að stoppuðum brúðum og dýrum, og það er mjög auðvelt að búa slíkt til, eins og t. d. rust» kanínu, sem sést hér á myndinni. Hinir einstöku hlutar, s. s. hand- leggir, fótleggir, höfuð og eyra eru saumaðir saman á röngunni; því næst er þeim snúið við og þeir stopp- aðir með sagi eða ull eða tuskum, og að lokum era þeir saumaðir saman. Augu og nef á að sauma á áður en hausinn er stoppaður. Varast skal að nota glerperlur fyrir augu, bamið gæti bitið þær af og gleypt þær. HÚ S RÁÐ Bezt er að geyma bækur í lok- uðum skápum, svo að ryk nái ekki að setjast á þær. Péturselja geymist óskemmd i nokkra daga, ef hún er þvegin vel, sett í glerkrukku meðan blöðin eru blaut, lok skrúfað þétt yfir og glasið látið í kæliskáp.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.