Vikan


Vikan - 16.10.1947, Blaðsíða 12

Vikan - 16.10.1947, Blaðsíða 12
12 VTKAN, nr. 42, 1947 „Hvers vegna ekki?" „Af því — ég get það ekki. Þú mátt ekki biðja mig um það. Það snertir þig ekkert." „Allt, sem snertir þig snertir mig einnig. Það er eitthvað alvarlegt — þú sérð ekki andlitið á þér núna, en ég sé það. Hver hefir getað gert þér illt?" „Það er ég, sem hefi gert öðrum illt," hrökk út úr henni. En ég ætlaði ekki að gera það —.“ Hún þagnaði og beit sig i vörina, því að hún vissi að nú var hún búin að segja of mikið." „Hverjum hefir þú gert illt," spurði hann óðara. „Lindu." „Hvemig þá?“ „Ég vil ekki segja það. Það snertir engan annan en mig. Eg bið þig, Tony —.“ „Þú verður að segja mér það." „Nei, ég geri það ekki," svaraði hún æst. „Þú verður reiður og munt ekki skilja mig — ég get ekki átt það á hættu að missa þig —." „Vertu ekki svona æst. Segðu mér hvað það er — þú hefir sagt of mikið til að þegja nú! Vertu ekki hrædd — það getur ekkert skilið okkur." „Nei, nei! Þú fyrirgefur mér aldrei — þú hefir engan rétt til að spyrja mig." „Ég fyrirgef þér allt nema þessa launung, Sybil. Ef þú neitar að segja mér þetta, sé ég ekki hvemig við getum haldið áfram —." „Jæja, ég skal þá játa það fyrir þér," sagði hún þegar hún sá að svipur hans blíðkaðist ekki, „en þú fyrirgefur mér það aldrei." „Jú, það held ég,“ svaraði hann mildari. ,;Ég er farinn að þekkja þig núna og þú hefir breytzt, Sybil. Ég býst við að það sé eitthvað átakanlegt sem veidur þessari breytingu. Þú þekkir mitt leyndarmál og veizt, hversu heimskulega ég hefi hagað mér." Mún lagði andlitið við öxl hans og byrjaði að segja honum frá daðri sínu við Michael. „Það var út af ykkur Lindu, sem ég byrjaði á því. Mér þótti það svo leitt — ég elskaði þig þá Tony, en þú sást enga nema hana — ég var af- brýðisöm. Þess vegna var ég svona andstyggileg við hana." Brún hönd Tonys laukst utan um| hennar. „Haltu áfram, ástin mín." Hún sagði honum, hvemig hún hafði fallið á sjálfs sin bragði, orðið ástfangin eða haldið sig ástfangna af manninum, sem hún hafði aðeins ætlað sér að daðra við til að hefna sín á öðmm. Stamandi sagði hún honum, hvað komið hafði fyrir á dansleiknum — frá miskunnarleysi Micha- els og örvæntingu hennar. „Og — og Hussein E1 Bedawi var í lundinum — hann hafði hlustað á það allt — þegar Michael var farinn kom hann til min og —.“ Tony kæfði niðri í sér undrunaróp. Það fór hrollur um Sybil, en hönd Tonys hélt fastar um hana. „Vertu ekki hrædd, Sybil," sagði hann. „Segðu mér frá þvi öllu." Hún sagði honum undan og ofan af því — og var hægt að ásaka hana fyrir það? Hún minntist ekki einu orði á hálsfestina og hina tíðu fundi við Arabann. Hún sagði honum ekki allan sannleikann, því að eðlisávísun hennar sagði henni að gera það ekki. Tony hafði sagzt geta fyrirgefið henni allt, en það var bezt fyrir bæði að reyna hann ekki til hins ýtrasta. Það sem Sybil sagði var nógu alvarlegt, en hún kom því svo fyrir að öll sökin lenti á Hussein, en hún sjálf varð fómardýr hans. Hún sagði, hvemig Hussein hafði elt hana á röndum og að það hefði ekki verið hægt að koma í veg fyrir það. Og að eftir að Michael fór frá henni í lund- inum, hefði Hussein gefið það í skyn að nú væri hún á hans valdi, sem var að nokkm leyti rétt. Hún sagði að hann hefði krafizt 1)638 að fá að hitta hana aftur, hún hefði í fyrstu neitað, en orðið svo hrædd um að hann myndi koma upp um hana og farið því einu sinni í myrkri ofan í lund- inn til að hitta hann. En það hefði hún ekki átt að gera. „Hann vandi komur sínar oftar til okkar —• þú tókst sjálfur eftir því —.“ „Já," sagði Tony kaldranalega. „Þá var það sem ég fór ein að hitta hann í myrkrinu, til að segja honum að hann yrði að hætta að eltast við mig -— ég vissi ekki mitt rjúk- andi ráð, ég var svo hrædd." „Drottinn minn,“ sagði Tony skelfdur. „Óþokk- inn! En haltu áfram, Sybil.“ Linda var af tilviljun í garðinum. Hann — Hussein þreif í mig. Ég æpti og Linda kom —.“ „Og hvað svo!“ „Hann sleppti mér. Linda sagði mér að hlaupa inn og það gerði ég. En í sama bili kom majórinn heim í bílnum sínum og ók þá leiðina, sem liggur hjá lundinum — og hann sá Lindu og Hussein þama saman í myrkrinu." „Sá hann þig líka?“ „Nei!“ „Og hvað skeði þá?“ Hussein hvarf út í myrkrið, en við Linda hlup- um upp í herbergi hennar. Majórinn kom inn og kallaði á hana, og ég —- ég — „Já!“ „Ó, Tony, ég var svo hrædd. Kaye majór hefði drepið mig. Ég grátbændi Lindu um að segja ekki neitt og hún lofaði því. Hún fór niður — hún ætlaði að segja, að Hussein hefði verið drukkinn og stokkið þama fram úr runnanum. Ég veit ekki hvemig það fór, en sennilega hefir hann aldrei beðið hana um neina skýringu. Hún kom skömmu seinna upp aftur og sagði, að ég væri hólpin, en.hún ætti sjálf að fara strax frá Friðar- lundi og að ég ætti að búa hjá Eve.“ „Var það þá þess vegna sem hún fór?“ „Já,“ sagði Sybil. „Þeim hlýtur að hafa sinn- azt —. „Kaye hefir auðvitað verið bálvondur. En hvað þetta er leiðinlegt!" „Ó, Tony, ég þorði ekki að segja sem var. Þú þekkir, hvemig hann er. Þar sem hann trúði ekki Lindu, hefði hann ekki trúað mér.“ „Ég ásaka þig ekki Sybil. Ég hefði ekki þorað að mæta Kaye majór hefði ég verið þú. En Linda hefir verið þér góð — veiztu hvað þú átt henni mikið upp að unna?“ „Þú sagðir, Tony, að ég hefði breytzt og ef svo er, er það Lindu að þakka. Ég hefi hugsað svo oft um hana og Eve hefir verið viðbjóðsleg og þegar ég ber þær saman, finn ég hversu ég hefi verið vanþakklát." „Gráttu ekki," sagði hann ástúðlega. „Fyrirgefur þú mér, Tony?“ „Þetta er ekki þér að kenna. Ef ég gæti bara jafnað um óþokkann hann Hussein. En hann sýnir sig líklega ekki framar, hann er of vitur til að gera það. Það er hættulegt að móðga majór- inn, svo að Hussein tekur sennilega það skynsam- lega ráð að hverfa að heiman um tíma." „Tony!“ Sybil snéri sér að honum á ný. „Þú veizt ekki allt ennþá. Ég fékk bréf —.“ „Því var ég búinn að gleyma og var það þó upphafið að öllu. Var það frá Lindu?" „Nei, frá Albertu. Hún hatar mig — já, hún hefir kannske ástæðu til þess. Alberta skrifar bréfið um borð í skipinu og er það sent frá Evrópu. Þar segist hún vita að ég eigi sök á þessu öllu og voni hún núna að ég sé ánægð með afrek mín. Hún skrifar að — að Linda og majórinn hefðu verið ástfangin af hvom öðm, en þeim hefði sinnast, svo að Linda hefði orðið að fara. Hún segir líka að Linda sé að deyja úr sorg — en því trúi ég ekki, Linda er ekki þannig gerð. Hún er allt of dugleg og stolt til þess. En ég veit að allt hitt er satt — þegar ég fer að hugsa um það.“ Tony starði á hana. „Ég er líka sannfærður um að þið Alberta hafið rétt að mæla. Mér hefir bara aldrei dottið þetta í hug. En nú — þetta skýrir svo margt — það sem hann sagði einu sinni — en hvað við höfum verið blind. En Sybil, þetta verðum við að laga.“ „Laga, við hvað áttu?" „Kaye verður að fá sannleikann að vita. Þú og ég verðum að segja honum það.“ Hún starði á hann skelfd. „Nei, nei, það get ég ekki. Hann myndi —.“ „Ég skal hjálpa þér,“ sagði Tony rólegur. „Þú þarft ekkert að óttast." „Hann verður svo vondur! Nei, Tony, það gerir ekkert til úr því sem komið er — ég skal gera eins og þú segir." „Já, þú verður að gera það, Sybil." 23. KAFLI. Linda sat ein fyrir framan arininn. 1 stofunni, sem var lág undir loft, var engin önnur birta en sú sem kom frá aminum. Það var grenitrésilmur þama inni því að lítið jólatré stóð skreytt úti MAGGI OG RAGGI. Teikning eftir Wajly Bishop. Copf. 1947, King l'catures Syndícate, Inc., World ríghts föc/vcd. 1. Kennslukonan: Maggi! Maggi: Já, kennari. 2. Kennslulconan: Hvað merkja þessar róm- versku tölur? Maggi: Við skulum sjá, eitthvað kannast ég við þetta------. 3. Maggi: Já, nú man ég það — það er haft undir bréfum og kortum------. 4. Maggi:------og merkir ást og kossa!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.