Vikan


Vikan - 16.10.1947, Blaðsíða 14

Vikan - 16.10.1947, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 42, 1947 inn er gamall og hefir búið hjá ykkur ár- um saman. Engum dettur í hug að gruna ykkur og því síður mig. Um leið og yður hefir verið afhentur arfurinn látið þér mig fá tuttugu þúsund krónur.“ Hann þagnaði og beið eftir svari Bittram. „Þetta er hræðilegt. Þér hafið ekki gefið mér tíma til að hugleiða þetta. Þér ginnið mig ekki til neins, sem ég er ekki fús til að gera.“ „En sem þér getið samt ekki stillt yður um að gera,“ sagði Sterrick læknir ákveð- inn. Og hann hélt áfram eins og þetta væri þegar afráðið. „En eitt verðið þér að var- ast.“ „Og hvað er það?“ spurði Bittram. „Ef ráðskonan mín kemur í símann ann- að kvöld, þá megið þér ekki segja henni hvað við hefir borið. Ef ég einhverra hluta vegna get ekki verið viðlátinn, gæti henni dottið í hug að hringja í Reider lækni. Segið henni bara að biðja mig að líta inn til ykk- ar strax og ég geti. Munið það. Það er ég, sem þér viljið fá, en engan annan lækni. Það þarf ekki að vekja neinn grun. Það getur enginn mannlegur máttur fengið frænda yðar til að rakna við, en þér kjósið f remur mig til að rannsaka hann en ókunn- ugan lækni. Við sjáumst þá á morgun um sama leyti.“ Frú Bittram var mjög næm á að finna hvemig manninum sínum leið — eins og svo margar eiginkonur. Hún horfið áhyggjufull á hann þar sem hann sat álútur fyrir framan arininn og starði inn í eldinn. „Hvað er að þér í kvöld?“ spurði hún allt í einu. „Að mér? Alls ekkert.“ „Jú, ég sé það á þér.“ Bittram brosti dauflega. „Eg veit það ekki,“ sagði hann, „en mér líður eitthvað svo undarlega." Hún kinkaði kolli og brosti á móti. „Ég er það líka, þú hlýtur að hafa haft áhrif á mig. Jæja — en förum nú að hátta og þá lagast það. Ég skrepp upp til frænda og sæki bollann hans og vitja um hann.“ Hann neyddist til að herða upp hugann. „Nei, ég skal fara,“ sagði hann fljót- mæltur og var svo máttlaus í hnjánum að hann ætlaði aldrei að geta risið upp. Hann þurfti að vera með uppgerð gagnvart þeirri konu, sem þekkti hann bezt allra. Nú var líf hans í veði ef hann fór ekki nógu kænlega að. Hann fór út úr stofunni og upp stigann. „Sterrick sér um það allt — Sterrick sér um það allt,“ tautaði hann við sjálfan sig. „Vertu rólegur —“ Stundu síðar þurfti hann ekki að sýna uppgerð. Skelfingarópið sem hann rak upp inni í herbergi dána mannsins var alveg eðlilegt. Konan hans kom þjótandi fram. „Hann er dáinn,“ hvíslaði hann hásum rómi. I-Iún hljóp upp stigann og þreif í hand- legg hans. 396. krossgáta Vikunnár I.árétt skýring: 1. snið. — 3. viðkvæmt. — 7. klukka. — 12. jökla- samsteypa. — 15. heila. — 17. laug-. —18. þreytti. — 20. keyrsla. — 22. bati. — 24. dúkur. — 25. ask. — 26. hnútabasl. — 28. á, fellur í Hvalfjörð. — 31. frumefni. —- 32. risa. —’ 33. mannsnafn (stytt). — 34. gangflöt- ur. — 35. frændi. — 37. sjaldgæft. ■— 39. fóðra. — 40. hreifur. — 41. enda. — 43. samskeyta. — 45. kraftur. — 46. vel- gengum. — 49. bera við. — 50. sinn af hvorum. — 51. lítið vinfengi. -— 52. fór í kaf. —■ 54. alg. sk,- st. — 56. matarílátið. — 58. gras. — 59. breyt. um stefnu. Bh. — 60. söng. — 61. kana. — 63. svellið. — 56. band. ■— 67. hræri. — 69. offri. — 70. hefur lengra á milli tanna. — 73. fara hægt. — 74. álpist. — 75. kom. Lóðrétt skýring: 1. mýramar. —■ 2. bjarta. — 3. lesa illa. — 4. forsetning. — 5. dreif. — 6. ómak. — 7. sk.st.,— 8. veik. — 9. barsmíð. — 10. báran. — 11. vaggi. — 13. taug. — 14. pappírsblað. — 16. foss á Suður- landi, þgf. — 19. mannræflamir. — 21. glufa. — 23. viðauki. — 27. kæfa. — 29. kjama. — 30. ámæli. — 32. þakhæð. — 33. fjáðust. — 36. dyl. — 38. Ás. — 39. umfram. — 40. illskast. — 41. fugl. — 44. trjátegund. — 47. stækka. — 48. ófá. -— 51. sauðurinn. — 53. í spermm. — 55. reyting. — 57. þjóðhöfðingja. — 58. batna. — 59. gramir. — 62. henda. — 64. hestur. — 65. skrá. — 66. flýtir. — 68. atviksorð. — 71. sk.st. — 72. sinn af hvomm. Lausn á 395. krossgátu Vikunnar. Lárétt: — 1. háa. — 3. orfs. — 7. rakaði. — 12. forkennslan. — 15. latur. — 17. tjá. -— 18. lunga. — 20. flekar. — 22. áðu. — 24. par. — 25. uml. — 26. nærð. — 28. reiðir. — 31. r. e. — 32. Anna. — 33. urið. — 34. mó. — 35. næg. — 37. tuggið. — 39. amt. — 40. engar. — 42. sól. — 43. sandi. — 45. rit. — 46. áranum. — 49. una. —■ 50. N. N. — 51. æðar. — 52. nösk. — 54. rá. — 56. uggðir. — 58. hark. — 59. hæf. — 60. Uni. — 61. tær. — 63. kasaða. — 65. greni. — 67. ræk. — 69. merin. — 70. innstreymið. — 73. gapinu. — 74. tamt. — 75. afi. „Hvað segir þú? Það er ekki alvara þín—“ „Jú, það er satt. Farðu ekki þama inn. Hann hefir fengið kast. Hann er hálfur út úr rúminu og augun eru brostin. Farðu ekki inn — hann er dáinn.“ „Það fór hrollur um hana. „Við verðum að ná í Sterrick lækni,“ sagði hún. „Já, nú skal ég hringja í hann — hann er heima — komdu með mér niður.“ Hann staulaðist ofan stigann og inn í borðstofuna, þar sem síminn var. Hún stóð fyrir aftan hann taugaóstyrk meðan hann bað um samband við lækninn. Hann hafði öran hjartslátt, en það var eins og blóðið storknaði í æðum hans þegar hann heyrði konurödd í símanum. Það var ráðs- konan —“ „Já, hver er þetta? Hvað er nú?“ sagði hún. Hann var ekki með sjálfum sér annars hefði hann heyrt hvað rödd ráðskonunnar var æst. „Er læknirinn heima? Þetta er Bittram, ég verð að fá að tala við Sterrick lækni.“ Lóðrétt: — 1. hálfur. — 2. aftel. — 3. orrann. — 4. r, k. — 5. fet. — 6. snjáð. — 7. R. S. — 8. all. — 9. kaupið. — 10. annað. — 11. iða. — 13. auk. —■ 14. náð. —-16. almenningur. ■— 19. grimmd- aræði. — 21. rænt. — 23. urri. — 27. rausar. — 29. eiðs. — 30. róti. — 32. aga. ■—■ 33. ugluna. — 36. ægt. — 38. gón. — 39. ann. — 40. Emu. — 41. ráði. — 44. auk. — 47. rart. — 48. mörk. — 51. æðinni. — 53. skammt. — 55. áfangi. —■ 57. gneip. — 58. hrært. — 59. harða. -— 62. ært. — 64. sei. — 65. gíg. — 66. inn. — 68. KEA. — 71. S. N. — 72. ym. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. Því að i miklum kulda dragast „plúmbumar“ saman og þeim hættir til að detta upp úr. 2. Grib Skov og er á Norður-Sjálandi. 3. Quito. 4. 1 Suður-Ameríku. 5. Bemard Shaw. 6. Insulin. 7. 14 km. 8. Þær teljast til Ecuador í Suður-Ameríku og eiga þar heima risavaxnar skjaldbökur. 9. Cicero i ræðu gegn Catilinu. 10. 8. júlí 1707. „Það getið þér ekki,“ greip hún fram í fyrir honum. „Það er hræðilegt —“ „Ég verð að tala við lækninn.“ „Þér verðið að snúa yður til annars. Það varð bílslys klukkan átta — og Sterrick, læknir-------“ „Og hvað?“ „Sterrick læknir er dáinn,“ svaraði ráðs- konan skjálfrödduð.“ Frú Bittram heyrði mann sinn reka upp æðisgengið óp. Hún sá hann riða og fálma í kringum sig, en svo féll hann meðvitund- arlaus á gólfið við fætur hennar og dró símann með sér við fallið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.