Vikan


Vikan - 13.11.1947, Blaðsíða 4

Vikan - 13.11.1947, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 46, 1947 LÍNLRHTIÐ. Smásaga eftir D. P. Hopkins „Segið mér nú nákvæmlega frá öllu, Collins — allt, sem þér vitið.“ Mason leyni- lögreglumaður reyndi að vera strangur á svipinn. Honum var alltaf hálfgerð raun að því hve hann var unglingslegur í út- liti og reyndi því eftir megni að gera sig valdsmannslegan. Collins andvarpaði þungan. „Ég get ekki náð mér eftir þetta. Fjórtán ár er ég búinn að vera hjá ofurstanum og svo verður endirinn þessi. Þetta hefir al- gjörlega komið mér úr jafnvægi.“ „Skiljanlega,“ sagði Mason stuttlega og beið þess þegjandi að maðurinn jafnaði sig. Voru þá svona þessar lögreglurann- sóknir, sem hann hafði lengi dreymt um að taka að sér? Rannsóknir á dauðdaga, sem virtist algjörlega eðlilegur og þurfa svo í þokkabót að hlusta á volið í tilfinn- ingasjúku þjónustufólki! Hann gat heyrt yfir ganginn muldrið í lögreglulækninum inni í baðherberginu. Það var augljóst hvers vegna gamli mað- urinn, Russel ofursti, hafði dáið svona skyndilega. Hann hafði dottið meðan hann stóð í baðkarinu — annað hvort vegna svima eða af því að honum skrikaði fót- ur — hnakki hans hafði skollið á ofnbrún- ina. Meðvitundarlaus hafði hann runnið undir yfirborð vatnsins og drukknað á fáiun mínútum. „Hvenær fór ofurstinn í bað, Collins?“ „Hann var vanur að fara í það þegar klukkuna vantaði 20 mínútur í 9 og hann var mjög stundvís.“ „Vitið þér með vissu að hann hafi farið inn í baðherbergið nákvæmlega á þeirri mínútu? Haldið þér það bara ekki?“ „Ég sá hann fara inn. Ég fyllti fyrir hann kerið eins og venjulega, síðan sagði ég honum að það væri tilbúið. Um leið og hann lokaði baðherbergishurðinni fór ég út. Og þegar ég kom heim —“ „Svo að þér fóruð út? Það er undarlegt — þar sem ofurstinn var enn í baði og ekki farinn að borða morgunverðinn.“ Það kom fyrirlitningarglampi í augu Collins, en hann hvarf óðara. „Það var ekkert undarlegt, þar sem það var föstudagur." „Hvers vegna? Var föstudagur einhver sérstakur dagur?“ „Á föstudagsmorgna var ofurstinn van- ur að senda mig út til að kaupa nauðsynj- ar og greiða reikninga. Áður gerði hann það alltaf sjálfur, en nýlega sagði lækn- irinn honum að fara varlega sökum hjarta- bilunar. Veslings gamli maðurinn! Hon- um hefði orðið lengri lífdaga auðið, ef hann hefði ekki hlýtt þessu ráði.“ „Þér báruð þá morgunverðinn á borð fyrir hann og fóruð út, þegar klukkuna vantaði 15 mín. í 9?“ Mason kinkaði kolli í áttina til borðsins, þar sem matur ofurstans stóð óhreyfður. „Já. Hann reyndi að megra sig vegna hjartabilunarinnar. Núna lengi hafði hann aðeins fengið te, ávexti og glóðað brauð.“ „Og þér komuð ekki heim fyrr en — hvenær ?“ „Tíu mínútur yfir 11 kom ég heim. Um leið og ég sá að hann hafði ekki snert matinn, vissi ég að eitthvað hlaut að hafa komið fyrir. Ég þaut inn í baðherbergið og þar lá hann — ó, ég get ekki talað um það!“ Collins fól andlitið í höndum sér. „Frá 15 mín. fyrir 9 til 10 mínútur yfir 11 voruð þér því fjarverandi og ofurstinn því sennilega verið einn?“ „Já, ég var að segja —“ „Ég rengi það ekki, sem þér segið. Það þarf að fara fram rannsókn og vitni verða því að vera viðbúin.“ „Verð ég — verð ég að vitna?“ „Auðvitað." Collins starði hryggur fram fyrir sig. „Ég veit að ég þoli þetta ekki. Þér vit- ið ekki hvað mér fannst ég vera orðinn honum nátengdur —“ „Átti ofurstinn enga nána ættingja?“ „Að minnsta kosti ekki svo að mér sé kunnugt. Hann var sjötíu og átta ára og flestir ættingjar hans dánir. Bróðurdætur hans og bróðursynir sýndu honiun enga ræktarsemi og hann skipti sér ekkert af þeim.“ „Átti hann óvini ?“ „Ofurstinn? Drottinn blessi hann! Nei, óvini átti hann enga. Menn voru lengi að' vinna vináttu hans, en hann átti heldur aldrei sökótt við neinn.“ „Jæja.“ Mason reikaði ráðalaus um her- ®llllllllllllllllllllllMfllllllllllllllIIIIIIMillllf,IIMMIMIIIIIIIIMfIllillltlfI■•4•I3III I, I VEIZTU —? I 5 1. Parthenon-hofið er talið vera fegursta 1 bygging, sem reist hefir verið í heim- i inum. Hvar stóð það? i 2. Hvað voru margir íbúar á Akureyri við I manntal 1945? i É 6. Hvert er bræðslustig Jáms? f 3. Hvað eru margir kílómetrar frá Húsa- i 5 vik til Akureyrar? É 4. Hver fann upp fallhlífina? [ 5. Hvað er 1 rúmfet margir rúmmetrar? | i 7. Hvemig er frumefnið kopar táknað? = É 8. Hvað eru margir íbúar í Kanada? | 9. Hver var Ludwig Spohr? É 10. Hvað eru laxaseiðin lengi i ánum, áður 5 en þau ganga í fyrsta sinni í sjó? = Sjá svör á bls. 14. i llll,.■1MMIIII,.1..........IIIIHrKHImiinlllinHIHIIIinillllt^ bergið. Þetta var vistleg og viðkunnanleg stofa, búin húsgögnum og munum eins og tíðkaðist fyrir þrjátíu árum. Hið eina sem var tízkulegt í stofunni var útvarps- tækið. Af stofunni og öllum útbúnaði henn- ar var hægt að fara nærri um hvern mann Russel ofursti hafði að geyma. „Þér getið auðvitað, Collins, gert grein fyrir tíma þeim, þegar þér dvölduð úti? Sagt í hvaða verzlanir þér fóruð.“ „Gert grein fyrir?“ „Þetta er aðeins formsatriði, Collins. Það getur vel hugsast að rannsaka þurfi,. e hvar þér voruð.“ Collin hikaði. „Ég býst við að ég geti — að mestu leyti. Fyrst fór ég til slátrarans —“ „Hugsið um það og segið mér það seinna. Skrifið það helzt niður.“ „Já, það dreifir kannske huga mínum frá veslings ofurstanum. Ef mig hefði grunað að eitthvað gæti orðið að, hefði ég ekki farið frá honum, þó að það væri föstudagur. En hann var svo þrár — sagði alltaf að hann gæti hjálpað sér sjálfur.“ „Ef ég væri í yðar sporum, Collin, myndi ég ekki láta þetta fá svona á mig. Eitt sinn skal sérhver deyja.“ Collins leit upp dapur í bragði. „Hvað — hvað á ég að gera við líkið ?“ „Um það skal ég sjá. Þegar læknirinn hefir lokið rannsókninni, sendi ég eftir sjúkravagni. Líkið verður sjálfsagt kruf- ið.“ Mason rakst á Wilkinson í baðherberg- inu og var læknirinn, ánægður á svipinn, að leggja áhöldin í tösku sína. „Jæja, hver er niðurstaðan, læknir?“ „Ég get ekki sagt neitt ákveðið fyrr en krufning hefir farið fram. Annars virðist þetta alveg eðlilegt. Hann hefir fengið svima eða runnið í sápunni — lent með hnakkann á ofnbrúninni og dottið ofan í vatnið. Hann hefir því drukknað.“ Mason rannsakaði ofnbrúnina. Það voru örlitlar blóðslettur á henni, sem þegar voru næstum þurrar. „Þér eruð vissir um, læknir, að sárið hefir getað komið á höfuðið eftir brún- ina?“ „Já, auðvitað. Við megum gera ráð fyrir að fallið hafi verið mikið. Ef karið hefði ekki verið svona fullt eða ef hann hefði dottið í hinn enda karsins þá er ekki að vita, hvernig farið hefði. En það er alltaf hægt að segja ef og ef, þegar slys bera að höndum.“ Mason dýfði hendinni ofan í vatnið í kerinu. „Það er ennþá heitt,“ sagði hann. „Hann var einn af þessum gömlu her- mönnum, sem voru vanir að fara í mjög heit böð.“ „Hvað haldið þér að það sé langt síðan hann skildi við.“ „Nú er mér um megn að svara yður. Þegar lík hefir legið í heitu vatni — já, þá bregzt allt sem hægt er að fara eftir undir venjulegum kringumstæðum. Það geta Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.