Vikan


Vikan - 13.11.1947, Blaðsíða 5

Vikan - 13.11.1947, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 46, 1947 imtuHitiuumiiiuiiiM* Ný framhaldssaga: BingnuiimiuiKuuuiuiiimuHHi t^ AST LEIKIÍOIMUNIMAR 2 ^iitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiittiiiiiitiiiiiiiniii Eftir FAITH BALDWIN nmiiiiiiiimiiiiiiiiiitv' TTnr«íi p-n • Cherry Chester er ung, skap- j.uis<iga. m.kn og faUég kvikmynda- leikkona. Boyce-Medford er fyrrverandi kennslukona hennar og núverandi förunaut- ur. Þær eru að búa sig til að heimsækja ömmu Cherry í New York. Ungfrú Manning blaðamaður á viðtal við Cherry. Hún veit allt um móður Cherry, sem hafði heitið Syvía Van Steeden og var þrígift. Fyrst hafði hún gifzt föður Cherry, Brown bankastjóra, og skömmu eftir dauða hans . . . Rudolph von Waldheim baróni, en eftir skilnað- inn við hann, Gerhard Torkil Erik, sem var sænsk- ur barón. Hún vissi líka æði margt um móður- ömmu Cherry, frú Augustus Jonathan van Steeden sem umgekkst aðeins mjög fámennan hóp af fyrirfólki New York-borgar og réði yfir takmarkalausum auðæfum. Hún hafði einnig heyrt getið um stálharðan vilja gömlu konunnar og hve hún gat verið bituryrt. „Já," svaraði Cherry. „En spyrjið mig ekki hvenær eða hvert ég fer. Þér skiljið mig," hélt hún áfram brosandi. „Mér gæti orðið það á að segja yður það — það er svo auðvelt að tala v^ð yður — og ég vil ekki að neinn viti það — ég vil burt til að hvíla mig — ég er svo þreytt —" Þetta var góðlátleg bending til ungfrú Mann- ing um það að fara. Hún tók því líka vel og fór rétt á eftir. Þegar hún var komin út í sól- skinið hristi hún höfuðið og hugsaði: stelpan er kjánaleg. Nei, ekki kjánaleg, hún var hrein og bein — og þó voru það ekki réttu orðin yfir hana. Síð- an hristi hún höfuðið og flýtti sér heim til að fara aftur að hamra á ritvélina. „Nú, jæja hvernig tókst mér i þetta skiptið?" spurði Cherry ungfrú Boyce-Medford.. , Ajgætlegaj," sagði Boycie þrjózkulega. ,,Ef ég man rétt, varstu í síðasta blaðaviðtali þínu íþróttakona — sönn Ameríkustúlka. Þú gekkst í síðbuxum og hoppaðir yfir nokkrar girðingar til að sína leikni þína. Þú skoðaðir alla karl- menn sem félaga þína og hæddist að draumlyndi og rómantík. Þú helgaðir allar stundir þínar hundum, hestum, íþróttum og leiklistinni. Þú leizt aldrei í bók — þú vildir fremur vera úti. Það var í fyrra vetur, þegar þú hafðir nýlokið við fyrstu kvikmynd þína tíg fórst með leynd til Palm Springs til að anda að þér hinu dásam- lega eyðimerkurlofti og horfa á fjallstindana og stjörnurnar — já, ég sagði með leynd, en í raun og veru voru í för með þér þrír myndatöku- menn, nokkrir blaðamenn og hópur af kvik- myndastjörnum, sem voru að leita út í náttur- una' til að styrkja taugarnar." , Cherry sveiflaði fótunum niður á gólfið og sagði: „Svei, hvað ég hata þetta allt!" Hún þeytti niorgunnkjólnum frá sér og ýfði á sér hárið. „Ö, Hilda!" hrópaði ungfrú Boyce-Medford, „komið og takið föt ungfrúarinnar áður en hún tætir þau í sundur —" ,,Ég er að hugsa um það, sem ég sagði um ástina — að ég gæti orðið ástfangin af manni, sem ég vissi ekki hvað héti og hefði ekki hug- mynd um hvað starfaði — og sömu leiðis mætti hann ekki vita neitt um mig. Það er sannkölluð rómantík," lauk Cherry máli sínu. „Þvættingur," svkraði Boyce afundin. „Hættu þessari uppgerð og finndu þér einhverja garma til að fara í, þvl að við eigum að fara að borða —¦ og satt að segja er ég að sálast úr hungri. Og hvað snertir það að þú viljir giftast manni, sem þú hvorki þekkir haus né sporð á, þá hefi ég hitt mjög fáa hér sem við vitum deili á. Mað- ur ákveður hvað taka skal og greiðir svo það sem upp er sett." „Þú ert vond," hrópaði Cherry og stökk á fætur, en Hilda tók þegjandi til sín kjólinn til að bjarga honum frá skemmdum. Cherry spark- aði þá af sér silkiskónum svo að annar þeirra flaug í hausinn á Elsu, sem í sama bili kom inn úr dyragættinni. Hundurinn ýlfraði ámáttlega. „Veslingurinn," hrópaði Cherry, „meiddi ég þig!" Hún hljóp yfir til hundsins og tók hann í fang sér. „Gefðu honum eina ilmvatnsflösku eða miða á fótknattleik," sagði Boyce háðslega „— það erum við Hilda vanar að fá þegar við erum ekki nógu liprar að víkja okkur undan." Cherry sleppti hundinum og reis á fætur. „Hilda komdu með baðsloppinn minn. Hvenær á að borða? Vonandi fáum við kjötkássu." 2. KAFLI. Ungfrú Cherry Chester, hin rauðhærða, skap- bráða, en vinsæla leikkona fór til New York. Dagarnir fyrir brottförina voru hræðilegir. Litla sumarhúsið — átta herbergi og nokkrir bað- klefar — sem hún hafði tekið á leigu hjá enskri starfssystur sinni, er nú var að hvíla sig heima i Englandi, var yfirfullt af silkibréfum, fötum, töskum og pinklum. Cherry klæddist bláum verkamannabuxum fyrsta daginn og var svo vinnuhörð að Boycie fór í rúmið af höfuðverk, Hilda grét og Ashtubal Higgins hinn duglegi kjallarameistari Cherry var kominn á fremsta hlunn með að segja upp stöðunni símleiðis. ÞaS hefði ekki borið neinn árangur fyrir hana að fara til ungfrúarinnar og segja munnlega upp starfinu, því að Cherry hefði bara stungið putt- unum upp i ljósrauð eyrun og grett sig framan í hana. Daginn eftir var Cherry orðin leið á öllu drasl- inu og fór í útreiðartúr með nýjasta aðdáanda sínum, ungum og fríðum manni frá Riga, sem þegar hafði verið í tygjum við fleiri en eina kvik- myndadisina áður. Hún snæddi síðan morgun- verð með svamasta óvini og keppinaut sínum, sem 'var ljóshært hörkutól, en sem þóttist vera meinlaus og saklaus eins og lamb. Einu sinni hafði sú hin' sama drukkið frægu skáldi til í mjólk, þar stíni J au höfðu bæði verið stódd í „kokteil"-samkvæmi. Ríkti blessunarleg ró í hús- inu, þegar Cherry var ekki heima og stúlkurn- ar gátu gefið sig í friði að undirbúningnum. En öðru hverju kom Cherry þó heim eins og hvirfil- bylur og heimtaði önnur föt til að fara í. Það var lagt af stað síðari hluta dags með hraðlestinni, sem fór til austurstrandarinnar. Ungfrú Boyce-Medford litaðist um ánægð í klefa sínum.' Hún gat að minnsta kosti læst að sér og fengið sér blund. Hún hafði ekki undir neinum kringumstæðum viljað vera í sama klefa og Cherry. Hilda og Higgins höfðu bæði náð sér að því er virtist eftir öllu ósköpin og fengu hvort sinn klefa í vagninum. Eldabuskan hafði orðið eftir í Kaliforníu til að ganga endanlega frá húsinu. Hún, hafði einu sinni verið frú Higgins, en hún hafði skilið við Ashtubula sök- um þess hvað þau áttu illa skap saman. Samt hafði hún haldið áfram að vinna hjá Cherry. — „Eg er sannfærð um að bkkur mun koma ágæt- lega saman, þegar við erum ekki gift, Ashie — ef ég þarf ekki að búa með þér, er mér ekkert á möti skapi þótt þú sért í nánd við mig — hvað ætti líka ungfrúin að taka til bragðs án okk- ar?" Eða þannig hafði hún komizt að orði. Her- bergisþernan og bifreiðastjórinn höfðu einnig orðið eftir. Aformað var að þau skyldu aka til New York í bílnum og setjast að í litlu íbúðinni i Park Avenue. Higgins yrði búinn að undirbúa komu þeirra þangað og svo skyldu þau öll biða síðari ákvarðana ungfrú Chester, sem var ekki laus við að vera nokkuð duttlungafull. Hilda átti auðvitað að fara með húsmóður sinni til Evrópu. Hún sat nú morguninn eftir brottförina inni í svefnklefa hennar og horfði sorgmædd út um gluggann á óbyggðirnar og braut heilann um hvers vegna guð hafði farið að skapa úthöfin. Cherry svaf lengi. Brottförin hafði verið þreytandi. Henni hafði verið fylgt í lestina af blaðamönnum, forstjóra sínum og nítján 'nánustu vinum, en flestir þessara kæru vina óskuðu þess í hjarta sínu að lestin rynni út af sporinu. Hún sat nú og dreypti á kaffi, sem svartur lestar- þjónn hafði fært henni. Cherry brosti blítt þegar hún minntist þess, að nú væri vafalaust verið að tilkynna í gegnum ritsímann yfir þvera Ameríku, að Cherry Chester, eftirlætisgoð fólksins, yrði innan skamms kominn til ömmu sinnar. 1 Chicago var þegar orðið haustlegt. Það var hrollur í Boyce af kaldri golunni. Smágerðar nasir Cherry titruðu aðeins lítið eitt. Og þegar þau voru á leiðinni til Blackstone, þar sem átti að verða lengri viðdvöl, sagði hún. „0, þetta er einmitt það, sem ég hefi saknað svo mjög. Kuldi! Snjór!" „Það er enginn snjór hér," leiðrétti Boycie hana. „Auðvitað ekki ennþá, vina min," sagði Cherry þolinmóð, „en hann kemur. Hugsaðu þér hvernig það er að vera uppi á fjallstindi, alein í snjó, sólskini og stjörnu —" „A það allt að vera í senn?" Boycie hnusaði hæðnislega. „Boycie — mér þykir svo vænt um þig!" sagði Cherry og hún hló. „En þér þykir ég vera heimsk." „Nei," svaraði ungfrú Boyce-Medford ákveðin. „Sannarlega ekki. Ef þú værir þaB mundi ég ráða við þig." Herbergin, sem þau tóku á leigu í Blackstone, til að Cherry gæti hvílt sig þar, voru þakin blóm- um. Higgins og Hilda reyndu að stemma stigu fyrir stöðugan straum af aðdáendum, fréttarit- urum og leikhússtjórum. Að lokum voru ekki aðrir eftir en einn kvikmyndagagnrýnandi, sem hafði komið með blómvönd og var boðinn til há- degisverðar. Hann var nýliði í starfinu og spurði feimnislega yfir „kokteil"-glasinu.: „Hvernig geðjast yður að öllum þessum lát- um, hvarvetna sem þér komið og lofinu, sem fólk hleður yður?" „Vel," sagði Cherry og brosti til hans. Gagn- rýnandinn gleymdi á þessari stundu algjörlega ungu stúlkunni, sem hann var trúlofaður. Hann mændi á hana og spurði síðan:

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.