Vikan


Vikan - 13.11.1947, Blaðsíða 6

Vikan - 13.11.1947, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 46, 1947 „Er það í rauninni satt. Mörgum kvikmynda- stjörnum dauðleiðist það. Auðvitað sjá þær hag sinn í því, en í rauninni finnst þeim það sjálf- sagður hlutur að allir tilbiðji þær — þær þykjast vera þreyttar og lítillátar." „Aðeins þangað til bréf aðdáendanna hætta að koma," greip Boycie fram í og lagði staupið harkalega frá sér á borðið. Hún gaf Cherry auga, en hún var dreymandi á svipinn og með hálf- lukt augu. „Ég mun aldrei telja það sjálfsagt," sagði hún, „það gæti aldrei komið fyrir mig — þetta er líf mitt og yndi. Ég á mig ekki sjálf — Thomson — ég tilheyri fólkinu. Þegar það verður leitt á mér dey ég — andlega — enda þótt ég verði gömul að árum —" Boycie svelgdist á. Hún gat aldrei vanizt þessu. Hún hafði yfirgefið heimili sitt á kyrrlátu, ensku prestsetri, til að gerast kennslu- kona þrlggja ára, rauðhærðrar telpu, þegar móðir bamsins gifti sig aftur. Og nú var svo komið að hún neyddist til að taka þátt í þessum skripa- leik, sem hér fór fram. „Það er öhugsandi að það verði leitt á yður," tautaði Thompson. „Það er fallegt af yður að segja þetta," Cherry brosti til hans heillandi brosi. „Veslings mannauminginn!" hugsaði Boycie. „Hvernig hefir veðrið verið í Chicago," spurði Boycie siðan glaðlega. Thompson reyndi að slíta augun frá Cherry. „HvaS — hvað sögðuð þér?" spurði hann utan við sig. „Öjá, veðrið! Það hefir verið ágætt. Við höfum haft rigningu daglega —" Þegar máltíðin var á enda og Thompson farinn sparkaði Cherry einum silkikodda hótelsins þvert yfir stofuna. „Hvað á ég oft að þurfa að tala við þessa græningja." „Meðan þú ert kvikmyndastjarna," sagði Boycie og tók upp koddann. „Það veiztu eins vel og ég þar að auki nýtur þú þess blátt áfram —" „Það er ekki satt, ég get ekki þolað það," sagði Cherry. Það voru ekki margir til að kveðja hana þegar hún steig inn í lestina aftur, aðeins örfáir, sem komu af forvitni. Þetta voru mikil vonbrigði fyrir Cherry. Þegar hún kom inn í klefa sinn tætti hún í sundur rósirnar, sem hún hélt á. „Vinsældir mínar eru að minnka — ég veit það — það er bezt fyrir mig að gefast upp þegar í stað." Hún henti blómataetlunum á gólfið og sneri sér að Boycie: „Ég vil fá mat minn hingað inn eins og vant er, ég fer að hátta núna og vil ekki sjá neinn inn til mín ¦—¦ ekki einu sinni þig." Boycie hafði höfuðverk og hugsaði næstum því með ánægju til funda þeirra við frú van Steeden, sem í vændum var. Ef Cherry væri eins einþykk, ráðrík og hyggin gagnvart karlmönn- um og Lucy van Steeden, hefði hún, Boycie, get- að þvegið hendur sínar og yfirgefið ungu stúlk- una þegar í stað. Hurðin á klefa Cherry stóð í hálfa gátt. Ung- ur maður gekk fram hjá. Hann var bæði fríður og karlmannlegur, hár og herðabreiður, ríkmann- legur og um þrítugs aldur. Hann leit inn um dyrnar. Boycie kom auga ð. hann og saup hveljur. „Drottinn minn," muldraði hún. Cherry sneri bakinu að hurðinni og starði út um gluggann. „Hvað gengur á?" spurði hún og sneri sér við, en þá var ungi maðurinn horfinn. „Þetta var fallegasti maður, sem ég hefi aug- um litið á æfinni," svaraði Boycie. „Hann hefir sennilega uhnið fyrstu verðlaun fyrir fallegar tennur hjá einhverri tannkrems- verksmiðjunni, en er nú á leiðinni frá Hollywood eftir að hafa ekki náð neinum samningum við leikfélögin. Eg hata fríða karlmenn." Boycie andvarpaði, hún hafði orðið undarlega æst við að sjá þennan mann. „Ég finn það á mér að þessi maður er ekki aðeins fallegur í útlit," sagði hún óg ákv'að þeg- ar að borða í matvagninum, enn ekki inni í klefa sínum. „Ég vona að það sé ekkert að þér!" sagði Cherry og þreifaði á enni Boycie. „Þú ert að minnsta kosti ekki með hita!" „O, jæja," tautaði Boycie síðar, „kannske þetta séu bara gamlar endurminningar að leita á mig." Ungi maðurinn hélt áfram til klefa síns. Hann var í mjög illu skapi og hringdi á lestarþjómnn. „Hvað heitið þér?" spurði hann. „Al, herra minn." „Al! Þokkalegt nafn og lipurt. Ég vil ekki láta ónáða mig. Þér skiljið. Ég borða hérna inni og þér getið sent mér kaffi í fyrramálið, hálf- tíma áður en við komum á leiðarenda. Sendið skrifara yðar inn til mín. Ég þarf að senda nokk- ur skeyti í kvöld." „Já, herra," svaraði Al. Þegar skrifarinn kom með hraðritunarbókina undir hendinni, sagði ungi maðurinn honum til nafns síns. Skrifaranum fannst óðara mikið til um hann. „Þér eruð þá hinn þekkti Amberton?" spurði hann. Anthony Amberton brosti. „Það er ég hræddur um," játaði hann, siðan sagði hann hvernig skeytið ætti að hljóða og borgaði honum ríflega fyrir. „Það er önnur fræg persóna með lestinni núna," áræddi skrifarinn að segja „— Cherry Chester." „Ég hefi aldrei heyrt hennar getið," sagði Anthony. Skrifarinn virtist verða undrandi. „Það er kvikmyndastjarnan Cherry Chester," bætti hann svo við. „Ég fer aldrei í bíó," sagði Anthony, .,og les heldur ekkert um kvikmyndir. Ég þoli ekki kvik- myndastjörnur. Þær eru tilgerðarlegar og heimskar, nei —" Anthony kveikti sér í vindlingi „— þá vil ég heldur hina látlaUsu konu, sem kann að þegja — elska og ala börn." Skrifarinn fór út blóðrjóður i framan. Anthony Amberton, einn hinn mest lestni, auðugasti og duglegasti ferðalangur og rithöfundur síns tíma, brosti gletnislega, geispaði og teygði höndina eftir minnisbók sinni. Hann hafði hugsað sér að rita bók um frumskóga Afríku. Hann dvaldi sjald- an í föðurlandi sínu. Háskólanám sitt hafði hann stundað í Englandi og Frakklandi og síðan um allan heim. Perðalög hans, sem hann kostaði sjálfur, vöktu mikla furðu meðal fólks. Hann. ferðaðist á fílum, kameldýrum, í flugvélum ogr kafbátum, alveg eins og verkast vildi. Fylgdarlið hans og farangur var svo mikið að menn gátu haldið að hér væri þjóðhöfðingi á. ferð. En í þetta skiptið var hann einn, skildi allt sitt eftir í Austurlöndum og ferðaðist aleinn heim til Bandaríkjanna. Erindi hans var að tala við- málfærslumann sinn um rýrnun, sem orðið hafði á tekjum hans. Faðir hans og afi höfðu heitið Smith og voru á sínum tíma frægustu verk- smiðjuframleiðendur í heimi á baðherbergisút- búnaði, svo að ekki þurfti ungi maðurinn að hafa miklar áhyggjur út af f járhagi sínum. Samuel A. Smith, hinn þriðji i röðinni, hafði breytt um nafn. Hann var ungur maður, sem gerði sér miklar framtíðarvonir. Það gat veL hugsast að einhvern tíma yrði gerður út leiðang- ur til að leita hans. í Mið-Afríku eða Abessíníu og þá myndu mennirnir verða neyddir til að segja: „Eruð þér ekki Samuel Smith?" Hann komst að þeirri niðurstöðu að þá myndi nafnið Anthony Amberton hljóma miklu skemmtilegar. Það yrði líka miklu fallegra á kápunum á bókunum hans. Þegar hann kæmi til New York yrði hann neyddur til að tala við útgefanda sinn, hugsaði hann þreyttur. En boðum öllum ætlaði hann ákveðið að hafna. Hann kaus heldur að halda sig í fjarlægð og njóta þess ljóma, sem stafar af hinu ómannblendna skáldi. Hann vild aðeins sýna sig með fámennum hópi auðmanna og höfð- ingja í París, Berlín, Búdapest, Singapore, Lond- on og Buenos Aires. Að hans áliti var ekkert fyrirfólk til á Manhattan. Þann stutta tíma, sem hann yrði i Bandaríkjunum ætlaði hann að vera vel á verði í einkalífi sínu. „Cherry Chester!" muldraði hann. „Það er hlægilegt." Boycie, sem snæddi ein síns liðs í matarvagn- inum sá, ekki, af eðlilegum ástæðum, unga mann- inn, er verið hafði á ganginum. Hún sá hann ekki heldur morguninn eftir þegar hún yfirgaf lest- ina ásamt Cherry, Higgins, Hildu og greifingja- hundunum. Amberton hafði af tilviljun litið út um gluggann á stöðvarpallinn í New York, þeg- ar lestin kom þangað, og óðara talið víst að öll ólætin og gauragangurinn, sem ríkti þar, væru hans vegna. Fór hann því aftur til klefa síns og hélt þar kyrru fyrir þar til fólksfjöldinn var far- inn. Þegar útgefandi hans, sem var ungur og MAGGI OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop. ¦----- 1. Maggi: Heyrðu, Jóna, hver var að skæla inni hjá þér í morgun? Varst það þú eða Marta? Jóna: Það va víðt eg. Eg va flengd. 2. Maggi: Hver flengir heima hjá þér? Jóna: Dundum geðið mamma það og dundum. geðið pabbi það. 3. Maggi: Hjá hverjum er það sárast? 4. Jóna: Hjá méð! \

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.