Vikan


Vikan - 13.11.1947, Side 7

Vikan - 13.11.1947, Side 7
■VIKAN, nr. 46, 1947 7 Jón Stefánsson Framháld af bls. 3. Stefán einn af ættingjum sínum 1 Danmörku til Zahrtmann til að fá vitneskju um, hvort Jón hefði raunverulega listamannshæfi- leika. Svarið var jákvætt, og upp frá því styrkti Stefán son sinn unz hann lézt árið 1910. 1 skóla Matisse var Jón í þrjá vetur, en árið 1912 yfirgaf hann París og hélt heim. Nærri má geta, að hann hefir málað mikið á Parísarárum sínum, en ekk- ert af því tók hann með sér heim. Yfirleitt hefir ekkert varðveitzt af þeim málverkum, sem hann málaði fyrir 1916. Vorið 1913 fór Jón aftur til Kaupmannahafnar, bjó hann þar öll stríðsárin og allt til árs- ins 1924, að hann flutti til Reykjavíkur. Þó dvaldi hann heima á Islandi á sumrin frá 1919, ferðaðist mikið um landið og málaði. Fyrstu myndir hans frá ár- unum 1916—19 eru af fyrirsæt- um (módelstúdíur), manna- myndir og samstillingar (græn- ar plöntur, epli og könnur). En heima á Islandi málar hann einkum myndir af íslenzkri náttúru. I bók sinni um Jón segir Uttenreitter: „Hann hefir aldrei málað landlagsmyndir nema frá Islandi og getur yfir- leitt ekki hugsað sér að mála annað landslag. Sjálfur hefir hann skrifað: „Heimskauta- og eldf jallanáttúra Islands er erfitt viðfangsefni, sem freistar mín stöðugt... mér finnst íslenzkt landslag í samanburði við lands- lag meginlandsins eins og nak- inn líkami í samanburði við lík- ama, sem hjúpaður er klæðum. Og einmitt af því að náttúran er nakin, er hún svo undarlega fögur...“. Hið framandi í efnisvali hans getur stundum torveldað skilning útlendinga á myndum hans. Svo er til dæmis um „Strokuhest" og „Þorgeirs- bola,“ þar sem hinn sálræni bakgrunnur liggur ekki ljóst fyrir þeim, sem þekkja ekki þjóðsögurnar. Og það á einnig við um margar af landslags- myndum hans. Hin mikla dýpt þeirra, sem augað er ekki vant, og hið sérkennilega, þunga lita- skrúð, hljóta að vekja hjá út- lendingum hugboð um eitthvað ótrúlegt, villt og rómantískt. 1 fyrstu myndum sínum, manna- myndum og samstillingunum, er Jón Stefánsson ef til vill meiri Frakki en Islendingur. En ekki í landlagsmyndum sínum. „Ég er og verð Islendingur," skrifar hann sjálfur með tilliti til listar sinnar, „ég get ekki annað — það er mér í blóð bor- ið og í hug ofið, hvað sem ég geri, og hvað sem aðrir segja.“ Islendingar hafa eignazt marga merkilega listmálara á þessari öld og þróun myndlist- arinnar hér veriðfurðulegastór- stíg, en enginn vafi er á því, að Jón Stefánsson verður allt- af talinn einn merkasti braut- ryðjandi þjóðarinnar á þessu sviði. Kóngur kúrekanna í baráttu við eld og bófa. (Framh. úr síðasta blaði). Roy hefir bjargað Mexíkódreng út úr brennandi húsi. 1. rændi pabba mínum!" segir Pedro litli. „Eg reyndi að losa mig með þvi að brenna í sundur böndin með logandi viðarbút, en þá kviknaði í húsinu.“ „í>ú ert duglegur drengur,“ segir Roy brosandi. „Hvar get ég fundið þennan E1 Morino og glæpa- hyski hans?“ veit um felustað ræn- ingjans, og þeir tvímenna á Þjósta í áttina til fjalla. „Pabbi var einn af félögum E1 Morinas," segir Pedro, ,,en þegar hann vildi hætta að ræna, tóku þeir hann með sér. Ég er svo hræddur, ég veit að þeir ætla að gera pabba eitthvað illt!“ 3. „Eg skal bjarga pabba þínum, drengur minn,“ segir Roy. „Er þetta felustaðurinn ? “ „Já, héma er það,“ segir Pedro. Roy segir Pedro að fara af baki og þeysir hann af stað. Hann hefir ráð í huga til að koma ræningjunum að óvörum. En það þarf kjark og snarræði til, ef bragðið á að heppnast. 4. Um leið og Þjósti hleypur framhjá upp- ljómuðum glugga, grípur hann í þalcskeggið og vegur sig upp úr hnakknum. Síðan sveiflar hann sér af heljarafli á rúðuna, með fæturna á undan. Glerbrotin hrökkva í allar áttir og það heyrast undrunar og hræðsluóp frá Mexíkönunum, en áður en varir stendur Roy á miðju gólfi! 5. Roy er ekki fyrr kominn niður á gólfið en tvær skammbyssur glitra í höndum hans. „Upp með hendurnar!" hrópar hann til ræningjanna. „Mér datt í hug að lita inn til ykkar rétt sem snöggvast!" E1 Morino hörfar aftur á bak. „Þetta er Roy kúreki!“ hrópar hann í skelfingu. 6. Sýslumaðurinn er himinlifandi yfir þvi að Roy skuli hafa tekizt að festa hendur í hári ræningjanna og fær Roy álitlega fjárupphæð að launum. En Roy vill ekki sitja einn að þessu. Hann kaupir allskonar kræsingar og heldur mikla jólaveizlu fyrir Pedro og pabba hans — í húsi E1 Morino!

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.