Vikan


Vikan - 13.11.1947, Blaðsíða 8

Vikan - 13.11.1947, Blaðsíða 8
8 VIKAN, nr. 46, 1947 Gissur og Rasmína rifja upp gamlar endurminningar. Teikning' eftir George McManus.. Rasmína: Mér þykir svo gaman að róta í gömlu dóti hérna uppi á hanabjálkaloftinu. Það vekur svo margar kærar, gamlar minningar. Gissur: Manstu þegar mamma þín safnaði tin- flöskulokunum og bjó til úr þeim grímubúning handa Lissí systur þinni? .... Og þegar að því kom að klippa skyldi lokk- ana af Öggu litlu og mamma þín fór að gráta og sagði: „Og nú er hún ekki lengur litla barnið okk- ar!“ En Agga sagði: „Nú heiti ég ekki lengur Agga, nú heiti ég Margrét." .... .... Og hvað kalt var á veturna. Manstu þeg- ar frændi þinn var nærri búinn að kveikja í húsinu af þvi að hann tók olíulugtina með sér í rúmið til að halda á sér hita........ .... Og daginn sem hann hætti að vinna, af því að hann var að missa heyrnina. Hann gat ekki lengur heyrt í flautunni þegar hættutími var á kvöldin......... .... Og fólkið sem sagði að Binni yrði alltaf ómögu- legur, og hinir sem sögðu að Binni yrði áreiðanlega píanóleikari. Báðir aðilar höfðu rétt fyrir sér — Binni varð ómögulegur píanóleik- ari....... .... Og Agnes systir þin, sem mamma þin vildi að yrði falleg og eftirsótt leikkona — en Agnes varð hvorugt. . . .... Og rakararnir i þá daga, manstu eftir þeim. Þeir urðu að vera hreinustu listamenn, því að eng- ir tveir menn vildu láta klippa hár sitt og skegg eins..... ... Og hvað bróður þínum þótti gott að borða í Matskálanum, en gat aldrei skilið hversvegna flugurnar voru undir lokinu, og þegar hann lyfti því flugu þær burtu, en þegar hann setti lokið á aftur voru þær komnar undir það. . . . .... Og hvað Manganhjónin urðu afbrýðissöm, þegar Hang- anhjónin fengu hestlausan vagn — fyrsta hestlausa vagninn í bænum. En svo bilaði hestlausi vagn Hanganhjónanna og þau urðu að fá lánaðan hest hjá Manganhjónunum til að draga vagninn heim.... .... Og hvað pabbi þinn var kurteis við mömmu þína. Hann stóð alltaf upp til að lofa henni að komast að til að láta í ofninn. .. .

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.