Vikan


Vikan - 13.11.1947, Qupperneq 9

Vikan - 13.11.1947, Qupperneq 9
VIKAN, nr. 46, 1947 9 Fréttamyndir Mynd þessi er af amerískri konu með 18 mánaða barn sitt. Barnið er það sem kallaö er „blátt bam“, þ. e. það þjáist af vissri tegund hjartasjúk- dóma, sem veldur bláleitum hörundslit. Mæðgurnar voru nýlega á ferð í flugvél milli tveggja stórborga í Bandaríkjunum, þegar barnið varð skyndilega alvarlega veikt. Flugvélin settist þegar á næsta flugvöll og farið var í skyndi með barnið á sjúkrahús. Sem betur fór leið kastið hjá, og er myndin tekin eftir að mæðgurnar komu heim til sín. Mynd þessi er tekin í símastöð þinghússins í Washington í Bandaríkjunum meðan á verk- falli simastúlkna hjá hinum stóru símafélög- um landsins stóð. Þessar stúlkur eru opinberir starfsmenn og gerðu þvi ekki verkfall. Og hafa þær hengt upp í salnum áletrunina „Busi- ness as usual“ (opið eins og venjulega). i Mynd þessi er tekin, þegar Andrei A. Gromyko, fulltrúi Rússa á þingi Sameinuðu þjóðanna, er að halda ræðu í öryggisráðinu. Hann er að tala um hjálp Bandaríkjanna til handa Grikkjum og Tyrkjum. Truman forseti og nokkrir háttsettir opinberir starfsmenn horfa á hersveitir gagna niður Constit- ution Ave (Stjórnarskrástræti) fyrir framan þinghúsið í Washington á hátíðisdegi hersins. Á efri myndinni sjást, með forsetanum, frá vinstri: Harriman verzlunarmálaráðherra, Leahy flotaforingi, Clinton Anderson landbúnaðarráðherra, Robert Patterson, hermálaráðherra og John Snyder fjár- málaráðherra. Hergangan stóð yfir i eina klukkustund og tóku 7000 hermenn þátt I henni.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.