Vikan


Vikan - 13.11.1947, Blaðsíða 10

Vikan - 13.11.1947, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 46, 1947 HEIMILIÐ Heimagerðir hlutir. MatseðiiSinn Soðin síld í karry með hrísgrjónum. 6—8 síldar, 1 1. vatn, 1 laukur, 2 matsk. edik, 4 piparkorn, 2 láberjarlauf. Sósan: 30 gr. smjörlíki, 40 gr. hveiti, % 1. aíldarsoð, % tesk. karry, 75 gr. hrisgrjón. Hreistrið er strokið af slldinni með' bréfi, annars hreinsuð eins og annar fiskur. Skurður er skorinn eftir bak- inu á síldinni, og dálkurinn skorinn burtu með þumal- og vísifingri. Bein- in eru soðin í saltvatni með krydd- inu og soðið síað. Síldin er vafin upp og rúllurnar settar hver við hlið- ina á annari í smurðan pott. Þar yfir er beinasoðinu hellt, og síldin soðin í 2 mínútur. Sósa nr. 3 er búin til úr síldarsoð- inu. Karryinu er fyrst hrært saman við hveitið. Síldinni er raðað upp á fat. Sósunni hellt yfir, og soðin hrís- grjón látin í hring utan um. Aths: Vefja má spotta utan um síldarrullurnar. Síld steikt í bréfi. 2—3 síldar, 100 gr. smjörlíki, 1 laukur, V, tesk. pipar, kartöfl- ur í jafningi. Bezt er að hafa nýja síld í þennan rétt, en sé síldin söltuð, þarf að af- vatna hana mjög vel. Síldin er hreins- uð eins og áður er sagt. Beinin tekin úr henni. Lauksneiðar lagðar innan í síldina. Smjörpappir smurður með „AndlÍtskaSSÍ" Úr plastÍC. smjöri og vafinn utan um síldina. Seglgarni hnýtt utan iim, Smjörlíkið brúnað á pönnu og síldin brúnuð, þar til bréfið er móbrúnt. Bréf og seglgarn tekið utan af síldinni og henni raðað á steikarfat. Smjörinu hellt yfir. Borðað með kartóflujafn- ingi. (TJr bókinni „Lærið að matbúa" eftir Helgu Sigurðardóttur. Útgef- andi: Isafoldarprentsmiðja h. f.). HUSRAÐ Ef þið ætlið að gefa húsgögn, svo sem stól, hafið þá I huga þann, sem á að fá hann. Ef maðurinn er værugjarn og finnst gott að fá sér blund veljið þá stól, sem er likur þeim á myndinni. Ef þú þarft að athuga pípurnar við arininn skaltu nota spegil og vasaljós. Ábreiður, sem eru hreinsaðar dag- lega, endast betur. Ryk og óhreinindi slíta þeim. Hegðun baraa við guðsþjónustur Eftir Dr. G. C. Myers. Allar stúlkur kannast við, hversu óþægilegt er að fara í kjólinn, eftir að búið er að bera á sig andlitsfarða og varalit. Það er því ágætt ráð að i ¦m finna skæri, nálar og annað sauma- dót, sem liggur laust innan um föt. Þið kannist áreiðanlega við hvernig það er. Saumið ykkur þvi sauma- möppu, sem auðvelt er að búa til. Efnið I hana eru gamlir silkiafgang- ar og fóður, sem er mjúkt og þunnt. Stíft léreft er haft á milU og gjarn- an má líma silkið og fóðrið á lér- eftin og lagt eitthvað þungt ofan á það meðan það er að þorna. Brun- irnar eru lagðar silkisnúrum og mappan hnýtt aftur með borða. Inn- an I möppuna eru saumaðir alls kon- ar vasar og lykkjur, sem hægt er að stinga smádótinu I, sem annars lægi hér og þar um töskuna eða í einum graut í kassa. Hentug vetrarhúfa. búa sér til „andlitskassa" úr plastic eins og þann, sem sést á myndinni. Kauptu þér nokkrar plastic þynnur og sníddu þær hæfilega stórar fyrir höfuðið á þér. Gerðu göt í brúnirnar með heitum al og saumaðu þær sam- an þannig, að úr verði „kassi" eins og sést á myndinni. Hentugt í ferðalögum. Fátt er leiðinlegra en að þurfa að rffa upp og róta til i töskum til aö Búið til þessa litlu húfu úr þykku ullarefni og fóðrið hana að innan. Sniðið hana og þræðið saman, eins og sint er á myndinni, en teygja er saumuð I brúnina til að húfan falli þétt að andlitinu. Tveir saumar eru teknir sinn hvoru megin til að húf- an falli vel að hálsinum, auk þess er saumaður kragi við hana, sem er látinn ganga undir hálsmálið á káp- unni. Þegar við förum í kirkju eigum við að stuðla sem mest að því að guðsþjónustan verði hátíðleg. Það er ósiður að koma of seint eða fara áSur en guðsþjónustunni lýkur, sömuleiðis að tala undir afhöfninni og gera óþarfa hávaða. Foreldrarnir eiga eins og ætíð að gefa börnum sínum gott fordæmi um, hvernig þau eiga að haga sér í kirkju. Þess vegna ættum við að vera búin að sitja kyrr og róleg dálitla stund áður guðsþjónustan hefst og einnig að bíða þar til hún er á enda. Þegar barnið er með, segjum við því að hegða sér eins og við gerum. Þið hafið sjálfsagt verið við guðþjónustur, þegar fólk hefir komið seint og farjð meðan síðasti sálmurinn var sunginn og þá tekið eftir, hversu hávaðinn og bröltið I því hefir skert hátið- leika guðsþjónustunnar. Barnið mun sækja kirkjuna stund- víslega, ef það er vanið á að fara timalega í sunnudagaskólánn. Það er hreinasta þjóðarskömm hversu fólk lætur sér það I léttu rúmi.liggja þó það komi of seint í kirkju og ali svo börn sín upp við þennan ósið. Auðvitað fer barnið oft í kirkju án þess að vera í fylgd með for- eldrum sínum og þá reynir fyrst á hversu uppeldið hefir heppnazt og hvaða hugsjónir barnið hefir drukkið i sig á heimilinu. En því miður, eftir framkomu margra barna að dæma, vi^ðist þessu vera oft mjög ábóta- vant. Það er ekki nóg fyrir foreldr- ana að fá barnið til að fara í kirkju, heldur verða þau að brýna sem bezt fyrir því að vera prútt og stillt og hlusta á það sem sagt er. Maður (nýkominn heim til þorps síns eftir margra ára fjarveru, við þann fyrsta, sem hann mætir): „Sæll, Jón. Þú hefir breytzt svo mikið að ég ætlaði ekki að þekkja þig." Þorpsbúinn. „Ég heiti ekki Jón." Maðurinn: „Hvað er að heyra þetta. Hefir þú líka breytt um nafn." Guðný Sveinsdóttir, Sjúkrahúsi Isafjarðar, hefir gert þessar brúður að öllu leyti nema höfuðin.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.