Vikan


Vikan - 13.11.1947, Síða 11

Vikan - 13.11.1947, Síða 11
VIKAN, nr. 46, 1947 11 Framhaldssaga:-------------------------- Hver var afbrotamaðurinn ? ---------------— Sakamálasaga eftir Agatha Christie „Er dóttir yðar kannake að draga sig eftir einhverjum þama útfrá, ef ég má spyrja?" „Ne-ei, það held ég ekki. Hún hefir verið eitt- hvað með þeim Emmott og Coleman, en ég held hún taki ekki annan fram yfir hinn. Svo hafa tveir ungir flugmenn verið hér öðru hverju og eitthvað hefir hú haldið sig að þeim. Nei, ég held að þeir séu allir jafngóðir í hennar augum eins og stendur. Mest gremst henni, að fullorðin koha skuli ganga með sigur af hólmi yfir ungri stúlku. Hún þekkir ekki lífið eins vel og ég geri, sem ekki er von. Það er ekki fyrr en menn eru komnir á minn aldur, að þeir dást mest að ítur- vöxnum ungmeyjum, skærum augum og æsku- fjöri. Kona á fertugsaldri getur skjallað menn betur en nokkur annar — og fæstir karlmenn standast það! Sheila er snotur stúlka, en Lovísa Leidner var fögur. Augu hennar voru djúp og blá og yfirbragðið allt ljóst og fagurt. Já, hún var fríð kona.“ Já, hugsaði ég með sjálfri mér, hann hefir rétt fyrir sér. Hún var fögur kona. Fríðleika hennar var ekki þannig farið, að maður öfundaði hana af útlitinu — nei, maður horfði aðeins á hana og dáðist að henni. Mér fannst strax fyrsta daginn, sem ég sá hana, að ég gæti gert allt fyrir frú Leidner!“ Á leiðinni heim til Tell Yarmjah um kvöldið (dr. Reilly vildi ekki að ég færi fyr en ég væri búin að borða hjá honum kvöldverð), fór ég að hugsa um frásögn dr. Reillys og dóttur hans. Fram að þeim tima hafði ég ekki trúað einu orði af frá- sögn Sheilu Reilly, en þegar ég fór að hugsa málið, gat ég ekki varist því að hugsa sem svo, að eitthvað gæti verið' satt í frásögn hennar. Eg rifjaði upp fyrir mér, hvemig frú Leidner hafði harðneitað að hafa mig með á gönguferðinni um kvöldið. Ég gat ekki varist þeirri hugsun, að ef til vill hefði hún í rauninni verið að fara á stefnumót við Carey .. Svo var það líka einkenni- legt, hvemig þau ávörpuðu hvort annað, engir aðrir vom svona formfastir í ávörpum sínum, heldur nefndu hvort annað skírnarnöfnum þeirra. Hann virtist aldrei líta á hana. Það gat auð- vitað verið vegna þess, að honum félli ekki við hana, en líka gat hið gagnstæða átt sér stað .... En var nokkuð að leggja upp úr þessari frá- sögn Sheilu Reilly? Frú Leidner hafði alls ekki verið eins slæm og hún taldi . . .. Auðvitað hafði henni ekki fallið við Sheilu Reilly. Hún hafði talað heldur kuldalega um hana við Davíð Emmott einu sinni við morgunverðinn. Hvað hann hafði litið einkennilega á hana, þegar hún talaði um Sheilu. Það var ómögulegt að sjá á svip hans, hvað hann hugsaði. Það var reyndar alltaf erfitt að sjá, hvað hann var að hugsa. Hann var svo hægur. Hvað Coleman snerti, þá var ekki hægt að komast hjá því að viðurkenna, að hann var ó- skaplega kjánalegur. Ég var að hugsa um þetta, þegar bifreiðin nam staðar og ég var komin heim til Tell Yarimjah. Klukkan var orðin níu og stóru dyrn- ar voru lokaðar og læstar. Ibrahim kom hlaup- andi með stóra lykilinn og opnaði fyrir mér. Við fórum öll snemma að sofa þetta kvöld. Það logaði ekkert ljós í dagstofunni. Aðeins í teiknistofunni og skrifstofu dr. Leidners loguðu ljós, en hvergi annars staðar. Leið mín lá fram hjá teiknistofunni og ég leit þangað inn sem snöggvast. Carey var þama á skyrtunni og laut yfir teikningar sínar. Hann leit illa út, hugsaði ég, hann var svo þreyttur og tekinn. Ég veit ekki, hvað að honum gekk. Hann minntist ekkert á það — hann talaði jafnan svo fátt. Ekki var það af því að hann ynni of mikið, því hann vann svo að segja ekki neitt. Samt sem áður gat maður ekki komizt hjá því að taka eftir honum, hann var svo einkennilegur og allt var svo merkilegt, sem hann gerði og vakti athygli manns, þótt lítilfjörlegt væri, ef aðrir gerðu slíkt. Hann leit við, þegar ég kom inn og horfði á mig dálitla stund. Síðan tók hann út úr sér píp- una og sagði: „Jæja, ungfrú, þér eruð þá komnar frá Hassanieh." „Já, herra Carey. Þér vinnið lengi frameftir. Mér virðist allir vera gengnir til náða.“ „Mér fannst ég þurfa að vinna dálítið, ég hef tafizt við þetta verk. Svo þarf ég að fara út að uppgreftinum á morgun. Við erum að byrja uppgröft að nýju.“ „Strax?" spurði ég undrandi. Hann horfði á mig einkennilega. „Já, það er bezt. Ég bar þetta undir dr. Leidner. Hann mun dvelja í Hassanieh mestan hluta morgundagsins, en við hinir munum halda starfinu áfram. Þér vitið að það er erfitt að sitja auðum höndum og horfa í gaupnir sér eins og nú er ástatt.“ „Já, þetta er rétt hjá yður,“ svaraði ég. „Það dreifir huganum að hafa eitthvað fyrir stafni.“ Ég vissi að jarðarförin átti að fara fram daginn eftir mórgnndaginn. Hann laut yfir teikniborðið að nýju. Ég veit ekki hvers vegna ég gat ekki að því gert að vor- kenna honum. Mér fannst einhvernveginn, að hann byggist ekki við að geta sofið neitt þessa nótt. „Ég á svefnlyf í fórum mínum, Carey, ef þér vilduð það,“ ságði ég hikandi. Hann hristi höfuðið og sagði brosandi: „Ég ætla að halda áfram, ungfrú." „Jæja, góða nótt þá, herra Carey,“ sagði ég. „Ef ég gæti eitthvað hjálpað yður, þá ...“ „Já, þakka yður fyrir ungfrú. Góða nótt.“ „Mér þykir svo leitt-------,“ byrjaði ég helzt til áköf. „Leitt — hvað?“ spurði hann undrandi. „Já, svo leitt — allra vegna. Þetta W svo hræðilegt. En sérstaklega' yðar vegna.“ „Mín vegna? Hvers vegna?“ „Þér voruð svo góður vinur þeirra beggja." „Ég er gamall vinur dr. Leidners. Ég var eng- inn sérstakur vinur hennar." Hann sagði þetta eins og honum hefði í raun- inni fallið illa við hana. Ég óskaði þess aðeins, að ungfrú Reilly hefði heyrt í honum núna! „Jæja — góða nótt,“ sagði ég og flýtti mér heim í herbergið mitt. Ég fór ekki strax að hátta. Ég þvoði tvo vasa- klúta og eina skinnhanzka. Þegar því var lokið, leit ég sem snöggvast út fyrir forvitnis sakir. Enn logaði ljós í teiknistofu og skrifstofu dr. Leidners. Ég ímyndaði mér, að dr. Leidner væri enn á fótum og sæti við vinnu sína og ég var að velta því fyrir mér, hvort ég ætti að fara og bjóða honum góða nótt. Ég hikaði — því ég vildi ekki vera of nærgöngul. Hann var kannski önnum kafinn og vildi ekki láta trufla sig. Að lokum ákvað ég þó að fara þangað. Það gat ekki talizt frekt, þótt ég biði honum góða nótt og spurði hann, hvort ég gæti nokkuð gert fyrir hann. Dr. Leidner var ekki í skrifstofunni. Það log- aði ljós þar og mér virtist tilsýndar sem enginn væri þar inni. Þegar ég kom nær, sá ég að ungfrú Johnson sat við borðið, laut fram á borðið og grét með sárum ekka. Mér brá meir en lítið. Hún var venjulega svo stillt og hughraust. Ég hefði sjálf getað farið að gráta af meðaumkun með henni. „Hvað er að, góða mín?,“ hrópaði ég og strauk henni blíðlega. „Svona, svona, reynið að stilla yður. Þér megið ekki gráta þannig." Hún svaraði engu, leit ekki einu sinni upp, og ég fann, hvernig hún hristist af ekkasogum. „Hættið nú þessu, góða ungfrú Johnson," sagði ég. Reynið að stilla yður. Ég skal búa til heitt og sterkt te handa yður.“ Hún reisti höfuðið og sagði: „Nei, nei, þetta lagast. Ég er svoddan kjáni að láta svona." „Hvað kom yður svona út úr jafnvægi?" spurði ég- Hún anzaði mér ekki strax, en sagði síðan: „Þetta, þetta er allt svo hræðilegt------“ „Já, en góða, reynið nú að hugsa ekki um það. Það er búið, sem búið er, og um það þýðir ekki að fást. Það batnar ekkert, þótt maður nagi sig í handarbökin." Hún rétti alveg úr sér og fór að laga á sér hárið. „Ég missti stjórn á mér — ég veit ekki, hvað eiginlega kom yfir mig. Ég var að taka til í skrifstofunni, því mér fannst bezt að reyna að gera eitthvað, og þá kom þetta skyndilega-------“ „Já já,“ sagði ég til að þagga niður í henni. „Ég skil þetta. Nú þurfið þér aðeins að fá góðan bolla af te-i og flösku með heitu vatni til að hita rúmið yðar — þá lagast þetta." Og hún komst ekki hjá því að þiggja þetta, hvað sem hún sagði. „Þakka yður kærlega, ungfrú," sagði hún, þeg- ar ég hafði búið um hana í rúminu, komið heita- vatns flöskunni fyrir og hún var að smásúpa á te-inu. „Þér voruð reglulega vænar að leggja á yður alla þessa fyrirhöfn mín vegna. Ég er nú samt ekki vön því að láta svona." „Þetta getur komið fyrir alla, þegar slík ósköp dynja yfir eins og nú hafa gert. Ég er satt að segja ekki ofgóð sjálf." Hún sagði hægt og hugsandi og með einkenni- leg^um blæ í röddinni: „Það er satt, sem þér sögð- uð áðan það er búið, sem búið er....“ Hún þagnaði, en sagði síðan eftir nokkur augnablik: „Hún var svo sem engin fyrirmyndar kona!“ v Ég hafði enga löngun til að fara að deila við hana um það. Mér hafði alltaf fundist það eðli- legt, að þeim ungfrú Johnson og frú Leidner hafði ekki fallið sem bezt. Mér datt í hug, að ung- frú Johnson hefði kannske með sjálfri sér verið fegin því, að frú Leidner var úr sögunni, en síðan hefði hún ásakað sig fyrir svo ódrengilegar og syndsamlegar hugsanir og það hefði valdið gráti hennar. „Nú skuluð þér reyna að sleppa öllum leiðin- legum hugsunum og sofna sem fyrst," sagði ég. Ég setti sokkana hennar vendilega á stólbakið, hengdi blússuna og jakkan upp á herðatré og lagaði dálitið til í herberginu. Þá tók ég eftir því, að samankuðlað pappírsblað lá á gólfinu, rétt fyrir neðan herðatréið. Ég tók það upp og

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.