Vikan


Vikan - 13.11.1947, Qupperneq 12

Vikan - 13.11.1947, Qupperneq 12
12 VIKAN, nr. 46, 1947 ætlaði að fara að slétta úr þvi til að aðgæta, hvort ekki mætti fleygja því, þegar ungfrú Johnson hrópaði: ,,Nei, nei! Látið mig hafa þetta!“ Ég rétti henni blaðið, hálf sneypt. Hún hafði sagt þetta svo ákveðið og skipandi. Hún þreif blaðið, hélt því yfir kertinu og kveikti í því. Ég varð meira en lítið undrandi og starði á hana. Ég hafði ekki haft tíma til að sjá, hvort nokk- uð stóð á blaðinu eða ekki — hún hafði þrifið blaðið svo snöggt af mér. En svo einkennilega vildi til, að um leið og eldurinn læsti sig um blað- ið, vatt það ofan af sér og ég sá að einhver orð voru skrifuð á blaðið með bleki. Það var ekki fyrr en ég var komin upp í rúmið, að mér fannst eins og ég kannaðist við skriftina. Ég var þá í engum vafa um, að það var sama höndin og var á nafnlausu bréfunum. 20. KAFLI. Ég skal játa, að þetta kom mér mjög á óvart. Ég hafði aldrei látið mér detta í hug að setja ungfrú Johnson í samband við þessi nafnlausu bréf. Mér hafði dotti í hug, að frú Mercado hefði kannske ritað þau, en ungfrú Johnson, nei. Hún var svo prúð og drengileg í allri framkomu. Þegar ég fór að hugsa um þetta nánar, kom mér til hugar samtalið milli dr. Reilly og Poirot, um skapgerð þess fólks, sem skrifaði nafnlaus bréf — og gat þá ekki verið, að hlédrægni henn- ar væri einmitt sönnun þess, að hún hefði skrifað bréfin ? Ef hún hefði í rauninni skrifað þau, þá gat það gefið skýringu á mörgum atvikum. Þess skal þó getið, að mér kom aldrei til hugar, að ungfrú Johnson hefði staðið í nokkru sambandi við morðið. En ég vissi, að hún hafði horn í síðu frú Leidners og því kannske leiðst út í þetta til að lækka rostann í frú Leidner, ef svo mætti segja. Hún hafði ef til vill vonast til, að frú Leidner yrði hrædd’ og færi heim til Ameríku — og þau þá losnað við hana við uppgröftinn. Nú hafði frú Leidner verið myrt, og ungfrú Johnson fylltist samvizkubiti — bæði vegna þessa ljóta leiks, svo og vegna þess, að morðinginn hafði framið glæpinn í blóra við hana. Hann hefir vitað um bréfin og ætlað að koma sökina yfir á hana. Ef þessu var nú svona farið, þá var ekki að furða, þótt hún hefði misst stjórnar á sér nú í kvöld. Þetta gat líka gefið skýringu á því, hvernig orðin ,,það er búið, sem búið er“ festust í huga hennar. Og síðan hafði hún sagt þessa einkennilegu setningu: „Hún var svo sem engin fyrimyndar kona!“ Sú spurning vaknaði hjá mér, hvort ég ætti að skýra Poirot frá þessu. Ég velti þessu fyrir mér góða stund, en ákvað að lokum að gera það við fyrsta tækifæri. Hann kom úteftir næsta dag, en ég fékk ekki tækifæri til að tala við hann einslega. Þegar ég loksins sá mér leik á borði til að segja nokkur orð við hann svo enginn heyrði, var hann fljótari til og hvíslaði að mér: „Nú ætla ég að tala við ungfrú Johnson og eitthvað af hinu fólkinu inni í dagstofunni. Eruð þér ekki enn með lykilinn að herbergi frú Leidn- ers?“ „Jú,“ svaraði ég. „Agætt. Þá skuluð þér fara þangað inn og loka dyrunum á eftir yður og reka síðan upp dálítið sársaukavein — ekki neyðaróp beinlínis — svona sársaukavein eða undrunaróp — ekki angistaróp. Ef einhver heyrir þetta, þá verðið þér að finna sjálfar einhverja afsökun fyrir þessu — þér hafið rekið tána í, misstigið yður, eða hvað þér viljið segja.“ Þegar hér var komið, gekk ungfrú Johnson í áttina til okkar frá herbergi sínu og ég gat ekki sagt neitt fleira við Poirot. Ég skildi vel, hvert Poirot var að fara, Þegar þau ungfrú Johnson voru komin inn í dagstof- una, gekk ég rakleitt að herbergi frú Leidners, opnaði dyrnar og smeygði mér inn. Síðan hallaði ég hurðinni á eftir mér og beið dálitla stund. Ég neita því ekki, að mér fannst það vera dá- lítið kátbroslegt að standa þama á miðju gólfi i mannlausu herberginu og reka upp vein. Ég sagði ,,Ó“ og „7E-i“ svona í meðalagi hátt, siðan dá- lítið hærra og loks aðeins lægra. Að þessu loknu fór ég út aftur og var að hugsa um afsökunina, ef einhver hefði heyrt í mér. En það kom ekki til. Poirot og ungfrú Johnson voru að tala saman hin rólegustu og þau höfðu sýnilega ekkert heyrt i mér. Jæja, hugsaði ég, þá veit maður það. Annað hvort hefir ungfrú Johnson ímyndað sér að liún hefði heyrt eitthvert hróp, eða það hefir verið eitthvað annað, sem hún heyrði — eitthvað hljóð að utan. Ég vildi ekki trufla þau og fór því ekki inn, heldur settist á bekkinn í skýlinu fyrir framan. Ég heyrði vel til þeirra. „Þér segið, að dr. Leidner hafi verið mjög hrifinn af konu sinni og-------,“ heyrði ég Poirot segja. „Hann tilbað hana,“ svaraði ungfrú Johnson. „Hann telur mér trú um, að allir hafi virt hana og dáð —- og hvað á fólkið að segja? Það viðurkennir þetta auðvitað fyrir kurteisissakir. Nú, þetta getur lika verið satt og rétt, en það þarf ekki að vera það. Ég er sannfærður um, ungfrú, að lausn þessa máls er mikið komin undir því, að' sem sannastar upplýsingar fáist um skap- lyndi frú Leidner og framkomu hennar. Ef ég gæti fengið alla leiðangursmenn til að segja mér álit sitt á henni hreinskilnislega og án nokkurra hleypidóma, þá gæti ég ef til vill lært margt af þeim lýsingum. 1 sannleika sagt kom ég hingað i dag til þess að fá sem beztar og sannastar upp- lýsingar um þetta, því ég vissi að dr. Leidner mimdi verða í Hassanieh mestan hluta dagsins. Jæja, ég hef nú kallað yður hingað fyrstar og bið yður nú að leyna mig engu.“ „Ég skal gera mitt bezta," svaraði ungfrú Johnson. „Þó yður hafi verið vel við frú Leidner-------“ „Ég veit ekki, hvort hægt er að segja það,“ greip ungfrú Johnson fram í. „öðru máli gegnir með dr. Leidner — nú, én hún var reyndar konan hans.“ „Já, einmitt — ég skil. Yður fellur ekki sem bezt að segja neitt misjafnt um konu húsbónda yðar. En nú hefir þessi kona verið myrt og það morð þarf að upplýsa. Það gerir málið ekkert auðveldara, þótt mér sé talin trú um, að hin myrta hafi verið einhver engill." „Mér mundi aldrei koma til hugar að kalla hana því nafni." sagði ungfrú Johnson hægt. Blessað barniðl Teikning eftir George McManus. Mamman: Er ekki gaman að Lilli skuli vera farinn að ganga? Pabbinn: Jú, auðvitað er það gaman. En hann er líka ó- venjulega skýrt og myndarlegt barn. Pabbinn: Skyldi hann ætla að líkjast mér? Mamman: Sko, lofaðu honum að fara. Hann ætlar inn til afa. Við skulum ekki trufla hann. Mamman: Heldurðu að afi verði ekki hissa þegar hann sér, að Lilli er farinn að ganga! Pabbinn: Hvar náði hann i þetta?

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.